Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 23

Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 23
Íslenskur hugbúnaður, úr smiðju kennara og meistaranema í Háskólanum í Reykjavík, bar sigur úr býtum í gervigreindar- keppni sem haldin var í Vancou- ver í Kanada á þriðjudag. Átta skólar víðs vegar úr heiminum kepptu í úrslitakeppninni. Keppnin snerist um að láta for- rit keppa hvert við annað í borð- leikjum án þess að hafa lært sér- staklega hvernig á að spila hvern leik vel. Forritin fengu aðeins að vita hverjar reglur leikjanna eru, en þau þurftu sjálf að læra hvern- ig á að spila hvern leik til að vinna. Höfundarnir, dr. Yngvi Björns- son, dósent við Háskólann í Reykjavík, og Hilmar Finnsson, meistaranemi í tölvunarfræði við sama skóla, sigruðu einnig í und- ankeppninni sem fór fram í síð- asta mánuði. Stanford-háskólinn í Bandaríkj- unum stofnaði til keppninnar, sem heitir AAAI General Game Play- ing Competition, fyrir þremur árum. Tilgangurinn var að hvetja til rannsókna á sviði gervigreind- ar, en þar hafa leikir spilað veiga- mikið hlutverk í gegnum tíðina. Kaliforníuháskóli sigraði í fyrstu keppninni, Tækniháskólinn í Dres- den vann í fyrra og Háskólinn í Reykjavík sigraði í ár. Heimsmeistarar í gervigreind Kappræður átta bandarískra stjórnmálamanna, sem allir sækjast eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins, fengu gríðarmikið áhorf í bandarísku sjónvarpi á mánudaginn var. Aldrei hafa jafn margir á aldrin- um 18 til 34 ára horft á kappræður vegna forsetakosninga. Ástæðan fyrir þessum miklu vinsældum er fyrirkomulag kappræðanna, en hver sem er gat sent frambjóðendunum spurningu í gegnum YouTube. Svör stjórn- málamannanna við spurningunum, sem voru margar hverjar ansi óhefðbundnar og beinskeyttar, voru einnig birt á YouTube. Náðu athygli unga fólksins Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Glænýr Astra Turbo 2.290.000 KR. OPEL ASTRA TURBO – 17” ÁLFELGUR, 6 GÍRA, 180 HESTAR 35.387* KR. Á MÁNUÐI. ENGIN ÚTBORGUN Nýi Opel Astra Turbo er fallegasti bíllinn á götunni. Astra eru alltaf léttir og snöggir en með Turbo eykst krafturinn til muna. Stórglæsileg hönnun helst í hendur við kraftmikla vél og magnaða aksturseiginleika. Stöðugleiki á veginum er frábær og útvortis hönnun minnkar vindmótstöðu. Niðurstaðan er kraftmikill og lifandi akstur. Hlaðinn aukabúnaði www.opel.is GJAFABRÉF Verð frá kr.: 23.500 Aðrir söluaðilar: Fyrir heilsuna Safapressa

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.