Fréttablaðið - 26.07.2007, Side 31
Hágæðakaffivélar eru nauð-
synlegur hluti af tilveru
margra.
Það eru ekki ýkja mörg ár liðin
síðan latte, mocha, espresso,
americano og cappuccino hljóm-
uðu eins og heiti á fjarlægum sól-
kerfum fyrir hinum íslenska með-
almanni.
Nú er öldin önnur og þessir
bragðgóðu kaffidrykkir orðnir
jafn stór hluti af tilverunni og
harðfiskurinn, hákarlinn, brenni-
vínið, GSM-símaranir, jepparnir
og útrásin góða.
Það er enginn maður með
mönnum nema hann kunni að
meta góðan latte eða cappucc-
ino og ekki verra ef
íslensku kúamjólk-
inni er skipt út
fyrir erlenda
baunamjólk.
Breytingin
hófst með kaffi-
húsunum, sem
nánast í einni
sviphendingu
fylltust af
Íslendingum,
æstum að drekka í
sig þessi heims-
borgaralegu áhrif.
Skammt var að
bíða þess að kaffi- hús-
in gerðu hálfgerða innrás inn á
íslensk heimili með tilkomu
hágæðakaffivéla, með
jafn skemmti-
legum heitum
og kaffi-
drykkirnir
sjálfir.
Víða um land
fást nú kaffivél-
ar af bestu gerð, ólíkar
útlits og búnar ýmsum eiginleik-
um. Vélarnar hér á myndunum
ættu að veita innsýn inn í það sem
er í boði.
roald@frettabladid.is
Kaffivélar og
stóru systur Ný gerð kaffikrúsa og glös í árstíðarlitum fáan-
leg í Kokku.
Ný glasalína frá
BodaNova er
komin í verslun-
ina Kokku, að
Laugavegi 47.
Línan kallast Sea-
son eða árstíðir upp
á íslensku, þar sem
litir glasanna vísa til
litbrigða árstíðanna.
Kökudiska, bæði minni
og stærri, er að finna í
sömu línu.
Þá hefur hönnuðurinn, Filippa
K, sent frá sér nýja gerð
kaffikrúsa sem eru
fáanlegar í Kokku, en
kaffikrúsir hennar
njóta mikilla vin-
sælda. Einkennast
krúsirnar af nýju
mynstri í gráum lit.
Hægt er að skoða
þessar vörur og fleira
og afla sér nánari
upplýsingar á heima-
síðu Kokku, www.
kokka.is.
Árstíðirnar til sölu