Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 36

Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 36
 26. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið ísmót Jónína S. Snorradóttir, hár- greiðslumeistari á Höfuð- lausnum, er formaður undir- búningsnefndar fyrir keppni í hársnyrtingu á ÍSMÓT. Hún segir það mjög spennandi að sjá hvað hárgreiðslufólki detti í hug og sendi inn í keppnina. „Fyrirkomulagið á keppninni er þannig að fólk sendir inn mynd- ir af hárgreiðslum og dómnefnd- in, sem er skipuð fagdómurum, velur það sem henni finnst flott- ast. Auk þess verður netkosning á mbl.is sem gildir þrjátíu pró- sent á móti dómnefndinni,“ segir Jónína og bætir því við að það sé allt í gangi í hárgreiðslunum svo það sé bara spurning hvað hár- greiðslufólki detti í hug og hvað því finnist eiga að vera í tísku í vetur. „Línan fyrir veturinn er oft þannig að litirnir verða mýkri og jarðtónar ríkjandi, þannig að það er líklegt að litirnir verði í þeim dúr. Þetta er samt alveg opið og verður bara spennandi að sjá hvað fólkinu dettur í hug.“ Í hárgreiðslukeppninni verð- ur valinn hársnyrtir ársins, ung- liði ársins, listsköpun í hári og stofa ársins en allir sem taka þátt verða að vera innan Samtaka iðn- aðarins. „Það er nýbúið að velja hársnyrti ársins í Svíþjóð og það má segja að við höfum þá keppni sem fyrirmynd að keppninni hjá okkur. Við Íslendingar erum þekktir fyrir að vera mjög fram- arlega í hárgreiðslunni og erum mjög snöggir að taka upp það sem er nýtt,“ segir Jónína. „Síðan verður stofu ársins boðið að fara á Global Salon Awards í Holly- wood. Það er mjög stór keppni og viðburður sem má líkja við Ósk- arsverðlaunahátíðina. Sú keppni verður haldin á næsta ári og Meistarafélagið í hárgreiðslu og Samtök iðnaðarins munu aðstoða sigurvegarann hér heima við að fylla út allar þær skýrslur sem þarf til að taka þátt í keppninni,“ bætir hún við en þegar hafa fjór- ar íslenskar stofur unnið til verð- launa og viðurkenninga á Global Salon Awards hátíðinni. „Síðan verður líka keppt í Nordic Youth Skills á ÍSMÓT en það er ný samnorræn keppni sem fer fram á sviði. Þar er keppt í fjórum greinum og gínur notaðar sem módel. Þátttakendur í þess- ari keppni eru 28 ára og yngri, jafnt nemar sem lengra komn- ir. Það verður einn keppandi frá hverju Norðurlandi en fleiri frá okkur þar sem við erum gest- gjafar,“ segir Jónína og bætir því við að sá Íslendingur sem vinnur fái réttindi til að taka þátt í sams konar keppni sem haldin verður í Hollandi á næsta ári. „Þá munu Samtök iðnaðarins og Meistara- félagið að öllum líkindum kosta ferðina fyrir sigurvegarann,“ segir Jónína. sigridurh@frettabladid.is Íslendingar snöggir að tileinka sér nýjungar Jónína S. Snorradóttir, hárgreiðslumeistari á Höfuðlausnum, er formaður undirbúningsnefndar fyrir keppni í hársnyrtingu á ÍSMÓT. Hún er spennt að sjá hvaða hugmyndir hárgreiðslufólk hefur um hártískuna fyrir veturinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Séra Jóna Hrönn Bolladóttir var módel fyrir tísku- teymi árið 2004 og fannst það ógurlega gaman. „Það er ekki leiðinlegt að fá fólk til að hjálpa sér við að punta sig,“ segir hún hlæjandi. „Þegar ég var beðin um þetta sló ég strax til,“ bætir hún við. „Ekki er allt fólk eins í laginu og heilmikið af frjálslega vöxnum konum á Íslandi sem þurfa líka að klæða sig og vera mjög fínar. Þess vegna fannst mér svo góð hugmynd hjá þeim að biðja mig um að vera með því ég fell ekki alveg í 90-60-90 hópinn,“ segir Jóna hlæjandi og bætir því við að þess vegna hafi áskorunin líklega verið mest fyrir klæðskerann í teyminu. Jóna Hrönn fékk að eiga fötin og töskuna sem hönnuð var fyrir hana og segist hún nota þetta ennþá. „Kjóllinn er þannig að ég get bæði notað hann þegar ég fer eitthvað spari og líka undir hempu eða ölbu þannig að ég þarf þá ekkert endilega að vera í presta- skyrtu,“ segir Jóna Hrönn og bætir því við að þar sem hann sé úr svo fínu silki þá sjái ekki á honum ennþá þrátt fyrir mikla notkun. - sig Áskorun fyrir klæðskerann Séra Jóna Hrönn Bolladóttir var stórglæsileg þegar tísku- teymið var búið að punta hana upp og mynda hana fyrir þremur árum. Kjólinn notar hún mikið enn í dag. Global Salon Business Award verð- ur haldin í þriðja sinn í Hollywood dagana 7.-9. júní 2008. Hátíðin sam- anstendur af sýningum, námskeið- um og partíum fyrir þátttakendur og þá sem tilnefndir eru til verð- launa. Aðstandendur hátíðarinnar lofa þátttakendum frábærri upplifun alla dagana og segja að enginn megi missa af kokkteilboðinu sem verð- ur í ekta Hollywood-stíl, sunnudags- kvöldið 8. júní. Hátíðinni lýkur svo kvöldið eftir á glæsilegu galakvöldi þar sem rauði dregillinn verður á sínum stað og veittar viðurkenningar fyrir bestu stofu ársins í heiminum. Stofa ársins hér á landi verður valin á ÍSMÓT 2007 og verður hún tilnefnd til verðlauna á Global Salon Business Award hátíðinni í Holly- wood og því til mikils að vinna fyrir þá stofu sem verður fyrir valinu hér á landi hinn 2. september. -sig Að hætti stjarnanna Global Salon Business Awards í Holly- wood, ÍSMÓT 2007 Löggild menntun snyrtifræðinga tryggir þér fagmennsku í snyrtingu og förðun og rétta og örugga húðmeðferð. Þú finnur snyrtifræðinga í Félagi íslenskra snyrtifræðinga um land allt á Meistarinn.is Upplýsingar og skráning á www.si.is/ismot

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.