Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 40

Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 40
 26. JÚLÍ 2007 FIMMTUDAGUR8 fréttablaðið ísmót Berglind Ómarsdótt-ir, klæðskeri, er í for- svari fyrir teymi 1 í keppni tískuteyma á ÍSMÓT 2007 og starfar þar meðal ann- ars með Helgu Rún Páls- dóttur hattadömu. Þær ætla að hafa brúðarþema í sinni hönnun fyrir keppnina. „Eftir allt brúðkaups- brjálæðið 07.07.07 ákváðum við að fara út í brúðarþema í okkar teymi. Útfærslan verður „runaway bride“ af því það voru svo margir sem hættu við að gifta sig þenn- an dag þrátt fyrir að vera löngu búnir að plana brúð- kaupið,“ segir Berglind og bætir því við að þær stöll- ur ætli að spinna eitthvað út frá því. „Kjóllinn verð- ur dálítið brjálaður og villt- ur en ég veit ekki alveg í hvaða stíl hann verður að öðru leyti. Þetta er náttúr- lega bara grunnhugmynd en svo eigum við eftir að út- færa hana betur. Síðan ætlar Helga Rún að gera eitthvað brjálað höfuðskraut í stíl við kjólinn.“ Berglind og Helga Rún hafa rekið stofu saman síðan í maí og eru í gjörólík- um verkefnum alla jafna. „Helga Rún er hattadama, klæðskeri, búninga- og fata- hönnuður og þess vegna aðal- lega í þessu grófa fyrir leik- hús og sjónvarp á meðan ég er meira í fíngerðari hönnun eins og brúðarkjólum,“ segir Berglind, sem hefur tekið þátt í tískuteymum þrisvar áður. „Það er mjög gaman að vinna í svona teymi. Maður lærir heilmikið á því og græðir helling á að vinna með öðru fagfólki. Það er líka gaman að sjá hvað það skiptir miklu máli að þetta passi allt saman, skartgrip- ir, föt, hár og förðun.“ - sig Brjálað brúðar- þema Berglind Ómarsdóttir klæðskeri ætlar að hanna brúðarkjól fyrir tískuteymið sitt og Helga Rún hattadama mun gera brjálað höfuðskraut í stíl við kjólinn. Edda Hrönn Atladóttir í Leður-iðjunni Atson er í forsvari fyrir tískuteymi á ÍSMÓT og er í óða önn við að fullmanna teymið. „Við erum búin að ná í gullsmið, kjólameistara og módel til að vinna með okkur,“ segir Edda Hrönn og bætir við: „Svo erum við að semja við ljósmyndara og að vinna í því að fá einhverja í förðunina og hár- greiðsluna.“ Módelið segir Edda vera unga stúlku sem er sjúkraliði og á leið í nám við Snyrtiskóla Íslands í haust. „Hún verður flott módel,“ segir Edda. Edda hefur þegar ákveðið hvað hún leggur til frá Leðuriðjunni og eins er nokkurn veginn búið að ákveða hvaða skart verður notað frá Helgu í Gullkúnst. „Það er ekki alveg búið að negla niður hina þættina en ég ætla að nota fríið mitt í að fullmóta hugmynd- irnar í samvinnu við módelið. Það verður unnið út frá leðrinu.“ Edda Hrönn segir að þrátt fyrir að hún sé í þessu teymi sé hún til- búin að leggja til fylgihluti fyrir önnur teymi líka. „Ef einhver leit- ar til mín sem vantar belti, tösku eða eitthvað slíkt er ég alveg tilbú- in að aðstoða fólk með það,“ segir Edda. - sig Allt út frá leðrinu Edda Hrönn Atladóttir í Leðuriðjunni Atson mun leggja til leðurhluti í teyminu sínu og segir aðra þætti unna út frá því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íteymi 4 er María Gunnarsdóttir í forsvari en hún er klæðskeri í MG-Saum og hefur verið með í tískuteymum Samtaka iðnaðarins frá upphafi. „Það hefur verið mjög skemmti- legt að taka þátt í þessum verkefn- um og þarna er annar póll tekinn í hæðina en maður er vanur. Í teym- inu vinnur maður ekki bara út frá eigin hugmyndum heldur þarf heildarútlitið allt að tóna saman,“ segir María sem er enn í starthol- unum með verkefni sitt. „Ég er búin að ákveða að gera galakjól en á eftir að fá módel, svo þetta kemur til með að ráðast eitthvað út frá því hverja ég fæ í það hlut- verk,“ bætir hún við en segist þó vera búin að ákveða að kjóllinn verði ekkert risastór og mikill en heldur ekki alveg sléttur og felld- ur, þannig að spennandi verður að sjá hvað kemur út úr hugmynda- vinnunni í teymi Maríu. - sig Skemmtilegt verkefni María Gunnarsdóttir klæðskeri er í forsvari fyrir teymi 4 í keppninni og segir teyma- vinnu vera mjög skemmtilega þar sem allt heildarútlitið þurfi að tóna saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lilly Aletta Jóhannsdóttir út-skrifaðist sem klæðskurðar- sveinn á síðasta ári og er í forsvari fyrir teymi 5 í keppni tískuteyma. „Ég ætla að fara út í einhvers konar rómantík og gera kokteil- eða galakjól,“ segir Lilly sem er að hefja hönnunina á kjólnum. „Ég á eftir að finna rétta efnið ennþá þannig að hugmyndin á eflaust eftir að þróast eitthvað eftir því hvaða efni ég vel í kjólinn.“ Lilly er hrifin af keppnisfyrir- komulaginu og ánægð með þetta tækifæri til að koma sér á mark- aðinn. „Það er rosalega skemmti- legt að fá að vera með í þessu og sýna hvað maður getur gert. Ég er að starfa heima enn sem komið er og er loks komin með allar þær vélar sem ég þarf. Nú vantar mig bara að auglýsa mig almennilega og þá er þetta frábært tækifæri,“ segir Lilly. - sig Frábært tækifæri Lilly Aletta Jóhannsdóttir er ný í fagi klæðskera og finnst keppni tískuteyma vera frábært tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Laufey Jónsdóttir klæðskeri er í forsvari fyrir teymi 6 og segir hún alla vinnu vera á byrjunarstigi. „Ég er komin með módel og hugmynd að því sem ég ætla að sauma. Það verður ein- hvers konar vesti úr íslenskri ull þar sem ég hef sjálf verið að leika mér svolítið með að hanna úr íslensku ullinni. Síðan verður pils við vestið en þar sem þetta er allt á hönnunarstigi ennþá er lítið hægt að segja meira um fatnað- inn,“ segir Laufey. Hún hefur ekki verið sjálf með í teymi áður en unnið á stofu sem var með tvö módel í teymi. „Mér finnst þetta mjög spennandi og skemmtilegt að taka þátt í þessu. Þetta er fínt tækifæri til að kynna okkur fyrir þjóðinni og hvað við erum að gera,“ segir Laufey. - sig Íslensk ull í forgrunni Laufey Jónsdóttir klæðskeri er í forsvari fyrir teymi 6 og ætlar að hanna vesti úr íslenskri ull á módelið sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tískuteymi ársins - fagmennska í tísku Eitt af því sem mun draga að sér athyglina á ÍSMÓT 2007 er keppni Samtaka iðnaðarins um tískuteymi ársins. Teymin samanstanda af einum fag- manni úr hverju fagfélagi innan ÍSMÓTS auk módels. Þegar hafa átta teymi skráð sig til þátttöku en hugsanlega munu fleiri teymi bætast í hópinn áður en að keppninni kemur. Tískuteymi hafa áður starfað á vegum Samtaka iðnaðarins og vakið mikla lukku jafnt meðal fagfólks og almennings.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.