Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 47

Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 47
FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 2007 15ísmót fréttablaðið Katrín Þorkelsdóttir, snyrti- fræðingur á Guinot-MC snyrti- stofunni, verður ein þeirra sem kynna Guinot snyrtistofumerkið á sölu- og þjónustusýningunni á ÍSMÓT. „Guinot leigir básinn og marg- ar snyrtistofur verða þarna til að sýna stofumeðferðir. Stofan mín er ein af þeim,“ segir Katrín, sem verður með nýja vél til kynningar á sýningunni. „Vélin hefur styrkj- andi og stinnandi áhrif á húðina og byggist á vöðva- og sogæðaörvun ásamt andlits- og herðanuddi.“ Fólki gefst kostur á að prófa vélina á staðnum en eins verð- ur Guinot-MC með stinnandi og styrkjandi augnmeðferð. „Síðan ætlum við að kynna meðferð sem er djúphreinsandi og rakagef- andi,“ segir Katrín og bætir því við að Guinot-merkið sé franskt og mjög vel þekkt, sérstaklega fyrir snyrtistofumeðferðir. - sig Stinning & styrking Katrín Þorkelsdóttir snyrtifræðingur er eigandi Guinot-MC snyrtistofunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrirtækið Henson er meðal þeirra sem verða með kynningu á sölu- og þjónustusýningu ÍSMÓTS 2007 og mun þar leggja mesta áherslu á nýja prent- tækni fyrir fatnað. Halldór Einarsson, fram- kvæmdastjóri Henson, seg- ist fyrst og fremst ætla að sýna heildargetu fyrirtæk- isins og hvað það búi yfir mikilli fjölbreytni. „Við erum með alveg magnaða prenttækni sem við ætlum að sýna á staðnum. Það er heilprentun sem við notum á íþróttafatnað,“ segir Halldór og útskýrir nánar hvernig tæknin virkar: „Til dæmis ef við prentum Vík- ingstreyju, sem er röndótt, svört og rauð, þá prentum við rendurnar, félagsmerki, auglýsingu, nafn og númer allt í einu á hvíta treyju. Tæknin er orðin svo góð að prentunin dofnar ekkert eða brotnar með tímanum.“ Halldór segir Henson einnig prenta á trefla, buff og margt fleira. Jafnvel heilu auglýsingarnar á fatn- að í ljósmyndagæðum. Eins nefnir hann að myndsaumur eða bróderingar í fatnað sé mjög vaxandi. „Ég stefni að því að vera á sýningunni með kynn- ingarefni og ætla að dreifa kápunni af væntanlegum bæklingi frá okkur. Þar kemur meðal annars fram að þrjú félög hafi orðið Evr- ópumeistarar í handbolta og fótbolta sem leikið hafa í Henson-búningum,“ segir Halldór og brosir. - sig Prentað á fatnað Halldór Einarsson er stofnandi og framkvæmdastjóri Henson og ætlar að vera með kynningu á nýrri prenttækni fyrirtækisins á sölu- og þjónustusýningu ÍSMÓTS. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.