Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2007, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 26.07.2007, Qupperneq 58
DV var með athygl- isverða forsíðufrétt í fyrradag af þriggja ára stelpu sem keypti tyggjó með debetkorti móður sinnar. Fréttin er góður vitnisburður um sjálfsbjargarviðleitni barna, sem eru alltof oft vanmetin að verðleikum. Hafa ekki velflestir frá svipuðu að segja? Sjálfur var ég til dæmis ekki nema fimm ára þegar ég gekk um í hús og seldi heimagerðar pappafíg- úrur á uppsprengdu verði til að eiga fyrir blandi í poka. Sumarið á eftir betlaði ég pening í götunni heima ásamt frændum mínum og bar við fátækt. Þegar fólk var hætt að trúa fátækrasögunni gerði ég mér lítið fyrir og stal gotteríi en glæpurinn komst upp. Verst þótti mér þó að vera undir stöðugu eftirliti verslunareig- andans alveg fram á fullorðinsár, þar sem ég hafði ekki haft vit á að stela annars staðar en í hverfisversluninni. Þrátt fyrir að vera með eindæmum útsmogið barn. Þessi útsjónarsemi virðist hafa gengið í erfðir þar sem systir mín stundaði það sem barn að betla mat á þeirri forsendu að hún fengi ekkert að borða. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það fór með blessað barn- ið að borða alltaf tvisvar á hverjum matmálstíma enda lagði fólk að lokum ekki trúnað við sögunni og dag einn var henni skilað feitri og pattaralegri í föðurhús. Þótt börn í dag séu velflest komin með ofþjálfaða vöðva á milli þum- alputta og vísifingurs vegna tölvu- leikjanotkunar og þekki ekki leiki eins og eina krónu, virðist þessi geta ekki hafa glatast. Vinkona mín sagði mér til dæmis frá því að dóttir hennar hefði nýlega beðið um annan hamstur. Þegar móðirin neitaði að verða við því af ótta við að enda með hamstrabú, sagði dóttirin það ástæðulaust þar sem allt- af væri hægt að „kaupa homma handa Tomma“. Loks er sagan af syni vinar míns sem fékk leyfi til að kaupa lítið gos og popp þegar hann fór í bíó. Stráksi fór í fylgd fullorðins, sem skildi lítið í því þegar kauði kom úr sjoppunni klyfjaður af gosi og poppi. Hafði hann þá tekið for- eldra sína á orðinu og keypt lítið gos og popp. Bara tvennt af hvoru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.