Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 60
Reykjavík skynjuð á nýjan
og framandi hátt
Alþjóðleg tónlistarhátíð í Reykholti var í gær sett í ell-
efta sinn. Karlakór Basil dómkirkjunnar í Moskvu
opnar hátíðina í kvöld, með tónleikum sínum klukkan
20. Kórinn syngur aftur á morgun á sama tíma. Hann
vakti mikla hrifningu áheyrenda á Listahátíð í Reykja-
vík árið 2004 og er nú aftur kominn til landsins.
Alls munu 49 flytjendur frá sex löndum koma fram
á Reykholtshátíð dagana 26. – 29. júlí, en þeir hafa
aldrei verið fleiri. St. Cristopher hljómsveitin frá Viln-
ius í Litháen kemur fram á laugardagskvöldið og á
sunnudag, undir stjórn Donatas Katkus. Hummel
Ensemble frá Frakklandi kemur fram á sunnudags-
kvöldið. Þá koma Hanna Dóra Sturludóttir, sópran og
Lothar Odinius, tenór fram á tónleikum á laugardag,
ásamt píanóleikaranum Steinunni Birnu Ragnarsdótt-
ur. Steinunn Birna er stofnandi hátíðarinnar, sem
hefur verið á hennar vegum frá upphafi.
Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni
www.reykholtshatid.is.
Reykholtshátíð er hafin
Stórtónleikar með Kristján
Jóhannsson óperusöngvara
í fararbroddi verða haldnir
í Íþróttahöllinni á Akureyri
í september.
Stórtónleikarnir fara fram sunnu-
daginn 9. september, og að ósk
Kristjáns munu þeir bera yfir-
skriftina „Fyrir mömmu“, en
móðir hans, Fanney Oddgeirsdótt-
ir, verður níræð 14. september
næstkomandi. „Ég hef alltaf verið
mikill mömmustrákur,“ segir
Kristján. „Í raun erum við að lof-
syngja allar mæður, því móður-
hlýjan er hverjum manni dýr-
mæt,“ bætir hann við.
Kristján hefur ekki sungið á Akur-
eyri, sem er heimabær stórsöngv-
arans, síðan vorið 2003, þegar
sálumessa Verdis var flutt í
Íþróttahöllinni. „Það verður
gaman að koma heim og syngja
fyrir sitt heimafólk,“ segir Kristj-
án. Í viðtali við Fréttablaðið fyrr í
mánuðinum sagðist Kristján von-
ast til þess að endurfundirnir yrðu
ánægjulegir. „Kannski verður
maður bara eins og týndi sonur-
inn, alikálfinum slátrað og þar
fram eftir götunum,“ sagði hann.
Í sama viðtali sagðist Kristján
hafa haft nóg að gera í kennslu.
Corado Alessandro Cappitta, barit-
ónsöngvari er einn nemenda
Kristjáns, en hann mun syngja á
tónleikunum, ásamt grísku sópr-
ansöngkonunni Sofiu Mitropoulos.
„Hann er í raun fyrsti opinberi
nemandinn minn og þótt ég segi
sjálfur frá hefur hann tekið ótrú-
legum framförum, enda er hann
kappsfullur og með mikinn metn-
að,“ segir Kristján.
Hann tengist Sofiu Mitropoulus
einnig, því þau hafa sama umboðs-
mann í Mílanó. „Þar heyrði ég í
henni fyrst,“ segir Kristján, sem
hreifst strax af söng hennar. „Sofia
er ekki bara góður söngvari; hún
er mikill listamaður, sem á auðvelt
með að hrífa áheyrendur upp í
hæstu hæðir með sínum sterku til-
finningum,“ segir hann.
Guðmundur Óli Gunnarsson
heldur utan um tónlistarflutning-
inn með Sinfóníuhljómsveit Norð-
urlands, en hann hefur verið aðal-
stjórnandi hennar frá upphafi.
Gísli Sigurgeirsson er í undirbún-
ingsnefnd fyrir tónleikana, en
Knattspyrnudeild KA sér um
framkvæmdina. „Þetta verða
óperutónleikar í léttari kantinum,
með aðgengilegri dagskrá sem
allir ættu að hafa gaman af,“ sagði
hann. Á efnisskránni eru óperuar-
íur, dúettar og einnig ítölsk söng-
lög, að sögn Gísla. „Titillagið er
Mamma, og það eru þarna fleiri
óperuverk þar sem sungið er til
móður,“ útskýrði hann.
Tónleikarnir fram í Íþróttahöll-
inni á Akureyri, sunnudaginn 9.
september.
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR,
DVD MYNDIR OG MARGT FLEIRA!
SENDU SMS JA SMF Á 1900
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA
HEIMSFRUMSÝND MEÐ
ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 27. JÚLÍ
11.
HVER
VINNUR
!
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Rafstöðvar
Bensín- og díselrafstöðvar
í stærðum 2,5 kW -4,2 kW.
HAGSTÆTT VERÐ