Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 62

Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 62
Simpson-fjölskyldan mæt- ir í íslensk kvikmyndahús á morgun. Sú heimsókn á eflaust eftir að gleðja marga Íslendinga enda hafa þau Hómer, Marge, Bart, Lísa og Maggie verið heimilisvinir okkar síð- ustu 18 árin. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Matt Groening var beðinn um að redda nokkrum 30 sekúndna teiknimyndum til að fylla upp í göt í skemmtiþætti Tracy Ullman á Fox-sjónvarps- stöðinni í lok níunda áratugar- ins. Síðan þá hafa verið fram- leiddir 400 margverðlaunaðir Simpson-þættir og er þáttaröðin orðin sú langlífasta í sögu banda- rísks sjónvarps. Aðdáendur Simpson-fjölskyldunnar hafa lengi beðið eftir að gerð yrði kvikmynd um aðalsöguhetjurn- ar og nú er biðin á enda. Simp- son-kvikmyndin verður frum- sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum á morgun, bæði með íslensku og ensku tali. Söguþráður Simpsons-mynd- arinnar er á þá leið að Hómer verður að bjarga Springfield og heiminum öllum frá vandræðum sem hann skapaði auðvitað sjálf- ur. Inn í vandræðin blandast Arnold Schwarzenegger sem orðinn er forseti Bandaríkjanna. Eftir því sem málin flækjast þarf Hómer að takast á við næst- um óvinnandi vígi; að fá Marge til að fyrirgefa sér allar mis- gjörðirnar, sameina sundraða fjölskylduna að nýju en um leið að bjarga ástkærum heimabæn- um, Springfield, frá glötun. Mikil vinna var lögð í handrit myndarinnar og voru fengnir til verksins allir bestu handritshöf- undar sem hafa skrifað Simp- son-þætti í gegnum árin. Þar á meðal James L. Brooks sem var einn af fyrstu handritshöfund- unum en hefur haldið sig til baka hin seinni ár. Sömu raddir gefa persónunum líf og í þáttunum, aðalhlutverkin eru í höndum Dan Castellaneta, Julie Kavner, Nancy Cartwright, Yeardley Smith, Hank Azaria, Harry Shearer, Pamela Hayden og Tress MacNeille. Auk þeirra talar Albert Brooks í myndinni. Simpson-kvikmyndin verður frumsýnd á morgun í átta kvik- myndahúsum, bæði með íslensku og ensku tali eins og áður segir. Vildi fara út í hléi á Gremlins „Það er nú alltaf svolítil tilhlökkun í manni fyrir frum- sýningu en maður er orðinn svo sjóaður að maður lætur það ekki á sig fá lengur,“ segir Jakob Þór Einarsson sem leikstýrir íslensku talsetningunni á Simpsons- myndinni. Þó Jakob sé reyndur maður veit hann sem er að til eru svo harðir aðdáendur gulu fjölskyldunnar að erfitt gæti orðið að gera þeim til geðs. „Það er auðvitað fullt af sjálfskipuðum Simpsons-sérfræðingum sem geta glaðst yfir því að þetta sé ekki alveg eins og fyrir- myndin,“ segir Jakob og hlær. „En ég er allavega virki- lega ánægður. Við fengum svo fína leikara,“ segir hann ennfremur. Og það er hárétt hjá Jakobi, leikaralistinn er ekkert slor. Örn Árnason fer með hlutverk Hómers, Margrét Vilhjálmsdóttir talar fyrir Marge, Sigrún Edda Björns- dóttir fyrir Bart og Álfrún Örnólfsdóttir fyrir Lísu. Í öðrum stórum hlutverkum eru Ellert A. Ingimundar- son, Þröstur Leó Gunnarsson, Helga Braga Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Jóhann Sigurðarson sem er sögumaður. Jakob telur ekki ólíklegt að yngri kynslóðin sæki frekar í íslensku útgáfuna og sú eldri í þá ensku. Þá kunni íslenska útgáfan að henta þeim vel sem ekki eru nógu sleipir í ensku. Þó telur Jakob líklegt að margir muni sjá báðar útgáfurnar. „Já, allir alvöru aðdáendur sjá báðar. Þó ekki væri nema bara til að hneykslast á þeirri íslensku!“ Alvöru aðdáendur sjá báðar n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ v VINNINGAR ERU BÍ ÓMIÐAR, TÖLVULEIKIR, DVD M YNDIR OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS JA SMF Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA ! 11. HVER VINNUR ! HEIMSFRUMSÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI 27. JÚLÍ KAREN MILLEN | Kringlunni og Smáralind | karenmillen.com

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.