Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 69

Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 69
Hljómsveitirnar Lokbrá, Wulf- gang, Perfect Disorder og Vikkip- ollard halda tónleika á Grand rokki á morgun. Þetta eru fyrstu tónleik- ar Lokbrár í um hálft ár og eflaust margir sem hafa saknað þeirrar hressilegu hljómsveitar. Hljóm- sveitin Wulfgang sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu en þeir félag- ar munu einnig leika á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Húsið verð- ur opnað kl. 23 í kvöld, tónleikarnir hefjast kl. 24 og kostar einungis fimm hundruð krónur inn. Hressleiki á Grand rokki Aðdáendur hins heimsfræga hönn- uðs Marc Jacobs eru væntanlega glaðir núna því í fyrsta sinn eru vörur frá honum væntanlegar í búð á Íslandi. Það er verslunin Kronkron sem mun selja flíkur úr ódýrari línu hans, Marc by Marc Jacobs en þessa dagana eru „Gleðidagar“ í búðinni þar sem verið er að rýma fyrir Marc ásamt öðrum nýjum og hressandi vörum. „Það er rosalega spennandi að fá Marc í búðina og ennþá skemmtilegra er að ráðamenn fyrir- tækis hans leituðu til okkar,“ segir Stefán Svan verslunarstjóri búðar- innar þegar hann er spurður hvort ekki hafi verið erfitt að ná samningi við hið fræga fyrirtæki. „Þeir komu hérna í búðina og leist svona rosa- lega vel á og er það að sjálfsögðu mikill heiður fyrir okkur. Gleðidag- arnir standa yfir fram á þriðjudag og er tuttugu prósenta afsláttur af sumarvörunum og fjörutíu af því eldra. Marc-vörurnar verða svo mættar í búðina á miðvikudaginn og við munum svo að sjálfsögðu halda opnunarpartý að því tilefni en það verður auglýst seinna.“ Marc Jacobs til Íslands Við hjá SPRON erum í sumarskapi og ætlum að gefa öllum SPRON krökkum, sem koma í heimsókn í útibú SPRON og tæma sparibaukinn sinn, skemmtilega sumargjöf – flotta ferðatösku á hjólum. AR GU S 07 -0 45 4 SUMARGJÖFIN ER KOMIN! Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is VIÐ BJÓÐUM NÝJA KRAKKA VELKOMNA Í HÓPINN OG BENDUM Á AÐ ALLIR ÞEIR SEM STOFNA NÝJAN KRAKKAREIKNING OG LEGGJA INN 2000 KR. FYRIR 10. ÁGÚST FÁ ÞESSA FRÁBÆRU SUMARGJÖF! G ild ir á m eð an b irg ði r en da st .

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.