Fréttablaðið - 26.07.2007, Page 72
Í dag hefst Íslandsmótið í
höggleik sem iðulega er eitt mest
spennandi golfmót sumarsins. Að
þessu sinni er leikið á hinum ævin-
týralega Hvaleyrarvelli sem skart-
ar sínu fegursta um þessar mund-
ir. Níu af holum vallarins eru
spilaðir í miðju hrauninu í Hafnar-
firði sem setur stórskemmtilega
mynd á þennan glæsilega völl.
Klúbbmeistarinn í ár, Björgvin
Sigurbergsson, hefur ekki náð að
undirbúa sig af krafti sökum anna
í vinnu. „Það er nóg að gera og ég
hef voðalega lítið getað æft. Ég
reyni að æfa á kvöldin en annars
legg ég ekki meiri áherslu á þetta
mót en önnur. Þetta er nánast bara
til gamans hjá mér,“ sagði Björg-
vin, sem var að eigin sögn í verk-
stjóraleik í Skuggahverfinu en
hann starfar sem húsasmiður.
Björgvin bíður þó spenntur eftir
mótinu sem er eitt það sterkasta í
manna minnum. „Þetta er auðvit-
að landsmót og þetta er spurning
um að halda út í fjóra daga. Ég
náði að spila undir pari á meist-
aramótinu okkar og ég hef trú á
því að ég geti það aftur. Til þess
verð ég að halda einbeitingu en ég
er auðvitað ekki í mikilli leikæf-
ingu,“ sagði Björgvin.
Hafnfirðingurinn þekkir völlinn
eins og handabakið á sér og stefn-
ir á að nýta sér það til hins ítrasta.
„Það ætti að hjálpa mér. Ég veit að
hverju ég geng, þekki fjarlægðir
og hvar er best að staðsetja sig. Ég
hef það kannski fram yfir aðra. Ég
hef samt ekki spilað marga hringi
á Hvaleyrinni í sumar, því miður.“
Völlurinn er mjög skemmtileg-
ur og krefjandi, þá sér í lagi braut-
irnar í hrauninu sem eru fljótar að
refsa. „Ef þú ert að hitta brautirn-
ar býður þessi völlur upp á gott
skor. Það er líka algjör lykill að
stutta spilið sé beitt og þú verður
að bjarga pörunum ef þú hittir
ekki flatirnar. Það eru holur þarna
sem þú þarft að slá langt og maður
græðir jú alltaf á því, næsta högg
verður alltaf auðveldara.
Allir bestu kylfingar landsins
taka þátt í mótinu og er klúbb-
meistarinn innst inni ánægður
með samkeppnina. „Ég væri alveg
til í að það væru bara einhverjir
gaurar með 20 í forgjöf með mér
en það er bara ekkert í boði svo
maður verður að standa sig,“ sagði
Björgvin og hló dátt. „Nei auðvit-
að er gaman að allir taki þátt og
samkeppnin er frábær. Það yrði
líka gaman að vinna þessa gæja.
Þetta er mjög mikil áskorun. Þetta
verður hörku mót og völlurinn
býður upp á gott skor ef aðstæð-
urnar verða eins og þær hafa
verið. Völlurinn er mjög góður,“
sagði Björgvin.
Íslandsmótið í höggleik hefst í dag á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Spilaðir eru fjórir keppnisdagar en mótið
hefur aldrei verið sterkara. Allir helstu kylfingar landsins taka þátt að þessu sinni.
Íslandsmótið í höggleik hefst
á Hvaleyrarvelli í dag og hafa
vallarstarfsmenn unnið hörðum
höndum að því að gera völlinn sem
bestan. Sökum mikilla þurrka í
síðsustu viku brá vallarstjórinn á
það óvenjulega ráð að handvökva
völlinn með slöngum frá slökkvi-
liðinu.
„Allur undirbúningur gengur
mjög vel. Veðrið gerði okkur
aðeins erfiðara fyrir en við erum
með fulla stjórn á vellinum. Við
erum með tæki sem vökvar braut-
irnar sjálfkrafa en það nær ekki
öllu sem þurrkast upp. Við feng-
um því slökkviliðið í lið með okkur,
fengum hjá því slöngur og stúta
og erum að handvökva allt Hraun-
ið,“ sagði vallarstjórinn, Ólafur
Þór Ágústsson.
Hraunið eru þær níu holur kall-
aðar sem lagðar eru inn í hraunið
í Hafnarfirði og er völlurinn um
150 þúsund fermetrar að sögn
vallarstjórans. „Þetta eru eins og
fimmtán fótboltavellir og það er
bara verið að handvökva þetta allt.
Við erum með um tíu manns í því
að vökva og ég giska á að við séum
að dæla um 600 rúmmetrum af
vatni á sólarhring á völlinn,“ sagði
Ólafur.
Auk slökkviliðsslangnanna eru
yfir 200 sjálfvirkir vökvarar sem
sjá um að halda vellinum ferskum.
„Þeir eru í gangi frá miðnætti til
sjö um morguninn. Markmið okkar
er bara að koma niður eins miklu
vatni og við getum á sem skemmst-
um tíma,“ sagði Ólafur, sem er
ekki í vafa um að glæsilegt Íslands-
mót sé framundan.
„Völlurinn er allur í frábæru
ástandi og það er allt klárt fyrir
mótið.“
Notuðu slökkviliðsbúnað til að vökva völlinn
Síðast þegar Íslandsmótið
fór fram á Hvaleyrarvelli, árið
1999, voru heimamenn sigursælir
á mótinu. Björgvin Sigurbergsson
vann þá í karlaflokki en Ólöf
María Jónasdóttir í kvennaflokki.
Björgvin er meðal keppenda í ár
en Ólöf María er aftur á móti
fjarri góðu gamni.
22 kylfingar í karlaflokki eru
heimamenn í GK en alls 10 konur,
af 23 keppendum.
Tvöfaldur heima-
sigur síðast
Á Íslandsmótinu í golfi
keppa 150 karlar og 23 konur.
Eftir tvo hringi verður körlunum
fækkað niður í 90 síðustu tvo
keppnisdagana en konunum í 18.
Færri komust að í mótið en vildu
en forgjöfin var 4,3 til að komast
inn í mótið í karlaflokki.
Sigmundur Einar Másson á titil
að verja en þessi ungi kylfingur
sigraði með glæsibrag í fyrra.
Helena Árnadóttir vann Íslands-
mót kvenna á síðasta ári.
Mikil aðsókn í
Íslandsmótið
Birgir Leifur Hafþórsson er
með lægstu skráðu forgjöfina á
Íslandsmótinu sem hefst í dag.
Samkvæmt Golfsambandi Íslands
er Birgir skráður með -3,1 í
forgjöf en honum næstir koma
Sigurpáll Geir Sveinsson og
Heiðar Davíð Bragason með -2,7.
Alls eru 21 kylfingur sem er með
skráða forgjöf 0 eða lægri hjá
körlunum.
Í kvennaflokki er Ragnhildur
Sigurðardóttir lægst með -0,4.
Tinna Jóhannsdóttir er með 0 og
Nína Björk Geirsdóttir 0,9.
Birgir Leifur
lægstur með -3,1
2
3
4
5
6
8
MIKLAHOLT
N
0 150 m 300 m
9
18
11
12
13
14
15
16
17
ÆFINGASVÆÐI
7