Fréttablaðið - 26.07.2007, Síða 78
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég er afskaplega kresin í morg-
unmatsmálum. Ég borða mína
eigin múslíblöndu sem ég bý til
úr spelt-, hafra-, og byggflögum,
alls konar fræjum, apríkósu-
bitum og fleiru. Mér finnst
svona tilbúið búðarmúslí allt of
sætt. Ég var að flytja heim frá
Edinborg og þar setti ég múslíið
út í jógúrt en ætli ég færi mig
ekki yfir í súrmjólkina fyrst ég er
komin heim.“
Guðjón Már Guðmundsson, gjarn-
an kenndur við Oz, hefur keypt hið
sögufræga hús Næpuna af hjón-
unum Baltasar Kormáki og Lilju
Pálmadóttur sem auglýstu húsið
til sölu í júnímánuði. Þau Baltasar
og Lilja áttu jarðhæð og kjall-
ara hússins sem stendur við
Skálholtsstíg 7 en það
var einmitt fyrrnefnd-
ur Guðjón sem átti
hæðirnar tvær fyrir ofan þau.
Hann ætti að hafa nægt pláss eftir
kaupin því viðbótin er litlir 226
fermetrar.
„Það var mikill áhugi fyrir hús-
inu og salan var því ósköp lítið
mál,“ segir Baltasar sem var á
hestbaki þegar Fréttablaðið
náði af honum tali. Hann
segir að húsið hafi nánast
ekkert verið auglýst.
„Það er yfirleitt mikill
áhugi fyrir fallegum
byggingum.“ Baltasar
segist ekki muna
hvert kaupverðið
var en ásett
verð var 79
milljón-
ir
króna. Ekki náðist í Guðjón í gær
þar eð hann var staddur í Japan.
Næpan var byggð árið 1903 af
Magnúsi Stephensen en Baltasar
og Lilja keyptu hæðina og kjallar-
ann fyrir um það bil fimm árum
síðan. Hann segist ekki sjá
eftir húsinu þótt bygg-
ingin sé vissulega
glæsileg. „Húsið er
alveg jafnfallegt þótt
ég búi ekki í því sjálfur,“ segir
hann. „Ég bý þarna í næsta húsi og
get því virt það fyrir mér á hverj-
um degi.“
Guðjón í Oz kaupir Næpuna af Baltasar
„Þetta hefur gengið betur en ég
bjóst við,“ segir Einar Magnús
Einarsson sem nýverið hóf störf
sem veðurfréttamaður í Ríkis-
sjónvarpinu. Einar birtist fyrst á
skjánum á miðvikudaginn í síð-
ustu viku og hefur sýnt fína takta
þrátt fyrir reynsluleysið. „Það
var auðvitað eitthvert stress
þegar maður byrjaði en það hefur
eiginlega komið mér á óvart
hversu vel þetta hefur gengið,“
segir Einar sem er tæplega 28 ára
gamall, kvæntur og á barn. Með-
fram starfinu í sjónvarpi starfar
hann á reiknistofu í veðurfræði
sem heldur meðal annars úti vefn-
um Belgingur.is.
Aðspurður segist Einar kunna
nýja starfinu ágætlega, launin
séu þokkaleg og hann sjái alveg
fyrir sér að halda þessu áfram
meðan hann nenni og fólk vilji
hafa hann áfram. Hann á þó nokk-
uð erfitt með að meta eigin
frammistöðu í sjónvarpinu, sér í
lagi þar sem hann á ekki sjón-
varp. „Já, sjónvarpið mitt eyði-
lagðist rétt áður en ég byrjaði í
sjónvarpinu. Ég hef eiginlega
bara séð sjálfan mig í litlum
glugga á tölvuskjá,“ segir hann
og hlær.
Einar er um þessar mundir að
leggja lokahönd á meistaraverk-
efni sitt í jarðeðlisfræði, en veð-
urfræðin er grein innan hennar. Í
lokaverkefninu fjallar Einar um
óvissu í veðurspám, hann skoðaði
þrjú óveður og markmiðið er að
greina af hverju langtíma tölvu-
spá er stundum töluvert frá-
brugðin skammtímaspám.
Ekki eru margir sem leggja
stund á nám í veðurfræði við
Háskóla Íslands. Spurður hvað
fái ungan mann út á þessa braut
segir Einar: „Ja, það var nú eigin-
lega Halla, Haraldi Ólafssyni, að
kenna. Ég tók eitt námskeið hjá
honum og hann kynnti mig fyrir
töfrum veðurfræðinnar.“
Hefur varla séð sig í sjónvarpinu
„Ég vil meina að Jónas sé að tala í
gegnum mig,“ segir kvikmynda-
gerðarmaðurinn Valdimar Leifs-
son sem er að ljúka tökum á sjón-
varpsmynd í fullri lengd um Jónas
Hallgrímsson, einn af Fjölnis-
mönnum okkar á nítjándu öld.
Myndin er samansett af leiknum
atriðum og viðtölum og er að sögn
leikstjórans eins konar ljóð til
Jónasar í kabarettstíl.
Valdimar skrifaði handritið í
samvinnu við Þorstein Marelsson
rithöfund sem lést áður en tökur
hófust. „Það kom í raun ekkert á
óvart að hann skyldi deyja, hann
var veikur og bjóst allt eins við
því. Við göntuðumst með það að
hann myndi þá tala við Jónas.
Hann hlýtur að hafa gert það því
það hafa margir undarlegir hlutir
gerst í tökunum.“ Valdimar hefur
ítrekað fengið köllun frá Jónasi í
miðjum tökum um að breyta atrið-
um og breytingarnar hafa alltaf
verið til hins betra. Eins virðist
Jónas hafa átt orð við veðurguðina
því þeir hafa verið einstaklega
hliðhollir tökufólkinu. Kannski
þetta sé skýringin á góða veðrinu
sem hefur verið hér í sumar.
„Þetta hefur verið mikið ævin-
týri. Við tókum meðal annars upp
senu í Kaupmannahöfn þar sem
Skafti Tímóteus vinur Jónasar
drukknar eftir fyllerí þeirra
félaga. Við ákváðum að taka bara
áhættuna og taka þetta upp án
þess að biðja borgaryfirvöld um
leyfi. Það fylltist allt af túristum
og svo þegar við vorum búin að
taka upp stungum við af í leigu-
bíl.“ Valdimar er viss um að þarna
hafi Jónas vakað yfir þeim og
komið í veg fyrir handtöku.
Í myndinni er einnig fjallað um
beinamálið svokallaða. Bein Jónas-
ar voru sem kunnugt er flutt heim
frá Kaupmannahöfn og grafin
fyrir norðan en voru að lokum
flutt í þjóðargrafreitinn á Þing-
völlum. „Það eru uppi efasemda-
raddir um að þetta hafi í raun
verið bein Jónasar sem voru flutt
heldur jafnvel bara einhver dansk-
ur bakari.“ Valdimar hefur talað
við Íslenska erfðagreiningu sem
er tilbúin til að greina beinin fái
hún þau til að skera úr um hvort
þau séu íslensk eða dönsk. „Ég
skora hér með á Þingvallanefnd-
ina að gefa mér leyfi til að grafa
beinin upp og fá endanlega úr
þessu skorið,“ segir Valdimar að
lokum.
Auglýsingasími
– Mest lesið