Fréttablaðið - 07.09.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 07.09.2007, Síða 1
Föstudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í júlí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 36% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið D V 44% 71% 12% Frakkar eru frægir fyrir sína matarmenningu. Því vekur það forvitni hvað Roman Me Guy býður upp á á fyrsta franska veitinga t ð Íslandi L R áður hingað og hreifst af landinu,“ segir Ro andi. Laugavegi 51 • s: 552 2201 Leita alltaf að besta hráefninu Fer heljarstökk milli húsþaka heilsa & hreyfing FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 Ný kápusending 7. SEPTEMBER 2007 Ættfræði fræga fólksins Leikur með stórstjörnum í Evrópu Lóa Pind gefur út skáldsögu... Spaugstofumenn ætla að fá málsmetandi fólk til liðs við sig í þáttunum í vetur. Þetta staðfesti Örn Árnason, einn Spaugstofu- manna, í samtali við Fréttablaðið. „Við erum með óskalista en ég vil helst ekki gefa upp hverjir eru á honum,“ sagði Örn. Hann bætti þó við að úrvalslið leikara hefði tekið vel í að aðstoða við að skrifa og leika í þáttaröð vetrarins. Þá útilokaði Örn ekki að þeim sem yrðu mest í umræðunni hverju sinni myndi bregða fyrir í eigin persónu í þáttunum. Gestaleikarar í hverri viku „Flakkið á furusneiðinni sýnir vel meinlega stöðu sýningamála þegar kemur að náttúrufræði,“ segir Hilmar Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs. Furusneiðin sem um ræðir var gjöf ríkisstjórnar Bandaríkjanna til íslensku þjóðarinnar árið 1985 og þykir hún hinn mesti kjörgripur. Á sínum tíma var því ákveðið að Náttúrufræðistofnun Íslands fengi sneiðina til umráða – þegar stofnunin fengi húsnæði þar sem hægt væri að hýsa hana með sómasamlegum hætti. Þar til yrði hún í Háskóla- bíói. Síðan hafa liðið 22 ár. Nýverið tilkynnti Háskóli Íslands að ekkert pláss væri lengur fyrir furuna innan skólans. Var þá ákveðið að Náttúrufræðistofnun Íslands tæki sneiðina til sín. „Náttúrufræðistofnun hefur séð um sýningarsalinn á Hlemmi. Ekki var þó hægt að setja hana upp þar enda aðgengi slæmt og sýningarsvæðið aðeins tvö lítil herbergi,“ útskýrir Hilmar. Var þá ákveðið gamla furan færi í nýstofnað Náttúruminjasafn Íslands. „Sú stofnun er aðeins ein skrifstofa og einn maður,“ útskýrir Hilmar enn. Hann segir vilyrði ekki hafa fengist til að reisa Náttúruminjasafn og því ekki útséð enn um framtíðarstað þessa merka grips. Náttúrufræði- stofa Kópavogs geymi því furuna um þessar mundir. Heildarvelta með hlutabréf í Glitni er komin yfir 500 milljarða króna það sem af er ári og er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist hjá Kauphallarfélagi. Til samanburðar var heildarvelta allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 554 milljarðar króna árið 2003. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, bendir á að markaðsvirði Glitnis sé um 427 milljarðar og því hafi hvert hluta- bréf í bankanum skipt um hendur að minnsta kosti einu sinni á árinu. Hreyfingar stórra hluthafa í Glitni skýra einkum mikla veltu með hlutabréf félagsins frá áramótum. Glitnir fór yfir 500 milljarða Sjálfsvígum meðal bandarískra stúlkna á tánings- aldri hefur fjölgað mikið og henging hefur slegið skotvopn út sem algengasta sjálfsvígs- aðferðin. Frá þessu greindu yfirvöld vestra í gær. Sjálfsvígum meðal bandarísks æskufólks á aldrinum 10 til 24 ára fækkaði um 28 prósent á tímabilinu 1990 til 2003, en árið 2004 fjölgaði þeim á ný um 8 prósent. Munaði þar mestu um fjölgun sjálfsvíga meðal stúlkna á aldrinum 10 til 19 ára og drengja á aldrinum 15 til 19 ára. Sjálfsvíg eru þriðja algengasta dánarorsök ungra Bandaríkja- manna, á eftir bílslysum og morðum. Þó eru sjálfsvígin færri en eitt á hverja 100.000 íbúa. Sjálfsvígum táninga fjölgar Samkeppniseftirlitið á að rannsaka samþjöppunina á fiskmarkaðnum því hún er óhagstæð fyrir neytendur, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um fyrir- tækið Fiskisögu sem talið er ráðandi á fiskmarkaðanum á höfuðborgarsvæðinu. Fiskisaga rekur tíu af þeim fimmtán eða sextán fiskbúðum sem eru á höfuðborgarsvæðinu. Jóhannes segir undarlegt að Sam- keppniseftirlitið hafi enn ekki rannsakað þessa miklu sam- þjöppun. Haukur Víðisson, fram- kvæmdastjóri Fiskisögu, segir að fyrirtækið sé með um sjötíu prósenta markaðshlutdeild á innanlandsmarkaðnum, að með- töldu systurfyrirtækinu Sjófiski, sem selur fisk til skóla, mötuneyta og veitingastaða. Eiríkur Auðunn Auðunsson, fisksali í Kópavogi, segir að samkeppnin á fisk- markaðnum sé að mestu leyti horfin. Haukur neitar þessu og segir það ljóst að enn sé samkeppni á fiskmarkaðnum. Haukur segir að Fiskisaga sé að reyna að lyfta fiskbúðum á hærra plan og gera þær að sælkeraversl- unum. Hann telur þróunina á fisk- markaðnum vera til góðs. Samkvæmt könnun ASÍ frá því í janúar var Fiskisaga með hæsta fiskverðið í tólf af fimmtán tilfell- um. Eiríkur segir að fólk sé farið að átta sig á þessu og versli því í auknum mæli við aðra en Fiskisögu: hann segir sölu hafa aukist í fiskbúðinni sinni um 120 prósent á milli ára. Hann segir samþjöppun- ina ekki hafa skilað sér til neytenda. Samkeppni að mestu horfin af fiskmarkaði Fiskisaga sögð hafa sjötíu prósenta hlutdeild á fiskmarkaði hérlendis. Formaður Neytendasamtakanna telur samþjöppunina óhagstæða fyrir neytendur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.