Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 4

Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 4
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að koma á laggirnar starfshópi um hluta- félagavæðingu Orkuveitu Reykja- víkur. Stjórn OR samþykkti á fundi sínum á mánudag að beina því til eigenda sinna, Reykjavíkur- borgar, Akranesbæjar og Borgar- byggðar, að breyta fyrirtækinu úr sameignarfyrirtæki í hlutafélag. Formaður hópsins verður Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs. „Það liggja miklar upplýsingar fyrir um þetta mál en það þarf að huga að þeim álitaefnum sem hafa komið upp í umræðunni um þessa rekstrar- formsbreytingu. Við munum einnig fara yfir á hvaða þáttum þarf að vera hægt að taka væntanlegu lagafrumvarpi um málið,“ segir Björn Ingi. Starfshópur fari yfir málið Ísraelsk hersveit útbúin skriðdrekum og jarðýtum fór inn á suðurhluta Gazasvæðis- ins í gær til að ráðast á bækistöð herskárra Palestínumanna. Sex Palestínumenn féllu í bardaganum, daginn eftir að ísraelskir stjórn- málaleiðtogar lýstu því yfir að ekki yrði gripið til stórtækra hernaðaraðgerða til að stöðva sprengiflaugasendingar frá Gaza á ísraelska bæi. Átökin áttu sér stað á sama tíma og Tony Blair, sérlegur erindreki stórveldakvartettsins svonefnda sem reynir að miðla friði við botn Miðjarðarhafs, átti viðræður við Mahmoud Abbas, forseta Palest- ínumanna, í Ramallah á Vestur- bakkanum. Sex menn falla í bardögum Prentsmiðjan Oddi og Birtíngur gerðu í gær einn stærsta samning um prentun tímarita sem gerður hefur verið hér á landi. Hann felur í sér prentun á öllum tímaritum Birtíngs. Engar upphæðir eru nefndar en Jón Jósafat Björnsson, fram- kvæmdastjóri Odda, segir þetta slaga hátt í tímamótasamninginn sem fyrirtækið gerði um prentun Símaskrárinnar fyrir um 15 árum. „Þetta er langtímasamningur sem gerir okkur kleift að fjárfesta í tólum og tækjum og þróa ýmsa þjónustu,“ segir hann. Oddi prentar tímarit Birtíngs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir óviðunandi að ríkisfyrirtækið Íslandspóstur ohf. fari í samkeppni við einkaaðila í sölu á skrifstofuvörum. Heimdallur telur tímabært að fyrirtækið verði einkavætt líkt og önnur ríkisfyrirtæki sem ekki sé lengur þörf fyrir þar sem virk samkeppni sé fyrir á markaði. Gagnrýna Íslandspóst Hlutfall fjármagns- tekjuskatts í skatttekjum ríkisins jókst um tæp 66 prósent frá árinu 2003 til ársins 2006. Fjármagnstekjuskattur nam 24 milljörðum króna í fyrra sem var 6,3 prósent af heildarskatttekjum og tryggingagjöldum það árið samkvæmt Vefriti fjármálaráðu- neytisins sem kom út í gær. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs námu fjármagnstekjur Íslendinga tæplega 209 milljörðum króna sem eru meiri fjármagnstekjur en fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu á öllu árinu að því er kemur fram á heimasíðu Samtaka iðnaðarins. Er því spáð að fjármagnstekjur Íslendinga eftir árið geti numið á bilinu 300 til 400 milljörðum króna. Myndi það skila ríkissjóði 30 til 40 millj- örðum króna í fjármagnstekju- skatt sem er umtalsverð aukning frá árinu í fyrra. Af tólf liðum hlutfallslegrar skiptingar skatttekna og trygg- ingagjalda voru fjármagnstekjur sjötti stærsti liðurinn í fyrra. Aðeins einn liður hefur vaxið meira en fjármagnstekjurnar und- anfarin fjögur ár: skattar á tekjur og hagnað lögaðila. Þær skatttekj- ur námu 8,6 prósentum af heildar- skatttekjum í fyrra eða 32 millj- örðum króna og hafa hækkað um tæplega 69 prósent frá árinu 2003. Starfsleyfi Lauga- fisks á Akranesi hefur verið ógilt af umhverfisráðuneytinu. Ráðuneytið segist ekki hafa valdheimildir til að stöðva starfsemina eins og krafist var í kæru sautján Akurnesinga. Ráðuneytið telur að Heilbrigðis- nefnd Vesturlands hafi ekki gætt þess að leyfa nágrönnunum að koma athugasemdum á framfæri áður en leyfið var veitt. Íbúarnir hafa þegar sent heilbrigðisnefnd bréf þar sem segir að ekki séu til lausnir til að koma í veg fyrir lyktarmengun frá Laugafiski og að þeir muni leita réttar síns verði starfsleyfið endurnýjað. Starfsleyfi ógilt af ráðuneytinu „Samkeppnin er að mestu farin. Ég myndi giska á að Fiskisaga væri með 85 til 90 pró- sent af innanlandsmarkaðnum,“ segir Eiríkur Auðunn Auðunsson, fisksali í Hófgerði í Kópavogi. Eiríkur er fyrrverandi starfs- maður Fiskisögu – sælkeraverslana með fisk, sem nú skyggja á aðrar fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að sú hagkvæmni stærð- ar sem sóst er eftir með stórum rekstrareiningum hafi enn ekki komið fram hjá Fiskisögu. Þar sé verðið þvert á móti hærra en í öðrum búðum. „Fólk er farið að átta sig á þessu og það skýrir líka söluaukninguna hérna hjá okkur, um 120 prósent milli ára,“ segir Eiríkur. Eiríkur telur að söluaukning í sinni búð megi ekki síst rekja til þess að Fiskisaga fari gegn sögu- legri fiskmenningu Íslendinga. „Fólk vill ekki borga fyrir huggu- lega framsetningu þegar það ætlar að kaupa fisk.“ segir hann. „Fólk vill ferskt og gott hráefni sem er unnið á staðnum og persónulega þjónustu. Það er hins vegar búið að slíta hjartað úr búðunum með þeim mönnum sem hurfu á braut þegar Fiskisaga keypti þá út. Kúnnarnir segja okkur að þetta sé eins og að versla í stórmarkaði,“ segir hann. Gamalreyndur fisksali á Freyju- götu sagðist einungis vita um fjór- ar til fimm búðir eftir í bænum, sem ekki tilheyra Fiskisögu. Haukur Víðisson, framkvæmda- stjóri Fiskisögu, segir á móti að búðirnar séu minnst fimm til sex, sem séu í samkeppni við tíu versl- anir þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að Fiskisaga sé með um sjötíu prósent af innanlandsmark- aði, þegar talinn er með Sjófiskur, systurfyrirtæki Fiskisögu sem selur til skóla, mötuneyta og veit- ingastaða. „En það er klárlega samkeppni á þessum markaði í dag. Það er ekki eins og aðrir séu að deyja út, við útilokum ekki aðra. Við erum bara að reyna að lyfta þessum verslun- um á hærra plan og gera þær að sælkeraverslunum. Ég held þetta sé góð þróun. Við erum með mat- reiðslumenn að vinna vöruna og það er meiri þjónusta við viðskipta- vinina. Ungt fólk til dæmis kann að meta að geta gengið að því,“ segir hann. Ein búð allsráðandi á fiskmarkaðnum Fiskisaga rekur nú tíu fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu og systurfyrirtækið Sjó- fiskur selur að auki til margra mötuneyta og veitingastaða. „Samkeppnin er að mestu farin,“ segir fisksali. „Mjög mikil samþjöppun,“ segja Neytendasamtökin.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.