Fréttablaðið - 07.09.2007, Side 6
„Skemmtibáturinn [Harpa] var í geymslu
fram í október, þar til ég þurfti á húsnæðinu að
halda undir minn bát,“ segir Hafliði Árnason, sem er
eigandi húsnæðisins í Lyngási í Garðabæ þar sem
skemmtibáturinn Harpa var geymdur í fyrra.
Báturinn stóð á plani fyrir utan geymslustaðinn í
nokkurn tíma áður en hann var fjarlægður þaðan.
„Ég veit ekkert hvað varð um bátinn eftir að farið
var með hann,“ segir Hafliði.
Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hafa
vörslusviptingarmenn leitað bátsins fyrir hönd
aðstandenda Matthildar Harðardóttur og Friðriks
Hermannssonar sem gerðu kröfu um að báturinn
yrði kyrrsettur þar til endanlegur dómur félli í máli
Jónasar Garðarssonar. Selja átti bátinn á uppboði og
nota andvirðið til þess að greiða hluta af skaða-
bótaupphæðinni, um tíu milljónir króna, sem Jónas
var dæmdur til þess að greiða aðstandendum.
Matthildur og Friðrik létust þegar skemmtibáturinn
Harpa steytti á Skarfaskeri aðfaranótt 10. sept-
ember 2005 en Jónas var dæmdur í þriggja ára
óskilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.
Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði kröfu um að
báturinn yrði kyrrsettur, nánar tiltekið hafður í
löggeymslu, 26. október í fyrra. Krafan um að
báturinn yrði í löggeymslu þar til endanlegur dómur
yrði kveðinn upp var meðal annars byggð á
framburði Jónasar fyrir dómi. Þá sagðist hann hafa
verið eigandi bátsins, auk þess sem dómari og
lögmenn skoðuðu bátinn ásamt Jónasi við aðalmeð-
ferð málsins. Það var gert í maí sama dag og Jónas
sagðist vera eigandi bátsins. Jónas segist hafa verið
að vitna til þess að hann hafi verið eigandi bátsins
þegar slysið varð en ekki á þeim tímapunkti þegar
spurt var um eiganda bátsins.
Jónas Garðarsson segist hafa selt bátinn fyrri part
árs í fyrra en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um
málið. Hann hefði öll gögn í höndunum sem sönnuðu
það að hann hefði selt bátinn. Þuríður Árnadóttir,
deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segir
embættið ekki hafa staðreynt hvort báturinn var
enn í eigu Jónasar þar sem það sé ekki hlutverk
embættisins samkvæmt lögum. Jóhannes Rúnar
Jóhannsson, lögmaður aðstandenda Matthildar og
Friðriks, segist ekki trúa því að báturinn hafi verið
seldur í byrjun ársins 2006. „Það er ekkert sem
bendir til þess að báturinn hafi verið seldur í byrjun
árs í fyrra. Þegar löggeymslugerðin sjálf var gerð, í
október í fyrra, þá fór ég ásamt fleirum og skoðaði
bátinn þar sem hann var í geymslu í Garðabæ.
Jónasi var boðið að gera athugasemdir við
löggeymslubeiðnina sem hann gerði ekki, en hann
var heldur ekki viðstaddur þegar beiðnin var tekin
fyrir. En komi í ljós að hann hafi selt bátinn, þrátt
fyrir löggeymslubeiðnina, þá verður hann væntan-
lega ákærður eins og lög segja til um,“ segir
Jóhannes Rúnar.
Geymdur í Garðabæ
þar til í október
Skemmtibáturinn Harpa var geymdur í húsnæði Rafvals fram í október á síðasta
ári. Jónas Garðarsson segist hafa selt bátinn fyrra parts árs 2006. Lögmaður að-
standenda efast um að báturinn hafi verið seldur áður en krafist var löggeymslu.
Ferðaskrifstofa
Jón Hersir Elíasson
taugalæknir
hefur opnað læknastofu í Lífsteini,
Álftamýri 1-5, 108 Reykjavík.
SÉRSVIÐ: MÍGRENI/HÖFUÐVERKJASJÚKDÓMAR
Tímapantanir í síma 530 8300
Auglýsingasími
– Mest lesið
Gunnar Örn Guðmunds-
son, héraðsdýralæknir Gullbringu-
og Kjósarumdæmis, hefur kært
niðurfellingu embættis lögreglu-
stjóra höfuðborgarsvæðisins á
meintu dýraníðsmáli til ríkis-
saksóknara.
Gunnar Örn kærði barsmíðar
hestamanns á hrossi sem sýndar
voru í Kompássþætti Stöðvar 2 í
apríl síðastliðnum til embættis lög-
reglustjóra. Hann fór síðan fram á
rökstuðning embættisins fyrir því
að ákæra ekki í málinu. Í bréfi þess
efnis frá lögfræðideild embættis-
ins segir meðal annars:
„Sönnunarstaða í málinu er erfið.
Í málinu liggja ekki fyrir gögn um
hvaða andlegar eða líkamlegar
afleiðingar verknaður sakbornings
hafði á hestinn. Ekki liggur heldur
fyrir almennt mat fagaðila á
líklegum afleiðingum verknaðarins
miðað við myndbandsupptöku sem
er meðal gagna málsins. Erfitt er
að sanna að höggin sem sakborn-
ingur veitti hestinum hafi verið
svo þung að þau hafi meitt hestinn.
Í málinu skortir skrifleg gögn um
hvað teljist til viðurkenndra tamn-
ingaaðferða sem torveldar sönnun
ákæranda á því að sakborningur
hafi ekki beitt viðurkenndum tamn-
ingaraðferðum.“
Er rétt að hlutafélagavæða
Orkuveituna?
Vissir þú að Þingvellir væru
ekki á mörkum heimsálfa?
Fulltrúar pólskra og
bandarískra stjórnvalda sögðust í
gær nálgast samkomulag um þátt
Pólverja í eldflaugavarnaáætlun
Bandaríkjanna. Samninganefndir
þeirra funduðu í Varsjá í gær og
funda áfram í dag, föstudag.
Witold Waszczykowski, aðstoðar-
utanríkisráðherra Póllands, sagði
rætt um „mjög flókin lagaleg
atriði“ en að sínu mati væri hægt
að ljúka málinu á tveimur til
þremur mánuðum.
Bandaríkjastjórn vill koma upp
í Póllandi skotstöð fyrir gagneld-
flaugar, sem yrðu liður í hnatt-
rænu eldflaugavarnakerfi þeirra.
Samningum
miðar vel
„Þetta er hneisa
fyrir hinn vinnandi mann og
íslenska alþýðu. Vinnumálastofnun
hefði átt að vinna vinnuna sína og
klára málið,“ segir trúnaðarmaður
Arnarfells, Björgvin Ómar
Hrafnkelsson, um aðgerðir
Vinnumálastofnunar í gær.
Í stað þess að stöðva vinnu
tveggja fyrirtækja við Hraunveitu
Kárahnjúkavirkjunar, eins og boðað
hafði verið, settust fulltrúar Vinnu-
málastofnunar að samningaborði
við Arnarfell, yfirverktaka fyrir-
tækjanna.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, kom tæpum fjórum
tímum síðar og lauk við samning-
ana. Tveir lögregluþjónar biðu
átekta á meðan.
Gissur segir að fulltrúar sínir frá
Egilsstöðum hafi verið fullfærir um
að leiða málið til lykta. Hann hafi
bæst í hópinn til halds og trausts, en
skrifstofan í Reykjavík hafi átt í
tölvusamskiptum við fulltrúana um
daginn.
„Vinnan hefði verið stöðvuð, ef
ekki hefði verið samið,“ segir hann.
Spurður segist Gissur vona að
þetta þýði ekki að stofnunin þurfi
hér eftir að mæta með lögreglu til
samninga, en neitar ekki að sett
hafi verið ákveðið fordæmi.
Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðar-
maður starfsmanna við Kárahnjúka,
virðir niðurstöðu Vinnumála-
stofnunar. Hann telur þó að
stofnunin hefði átt að stöðva vinnu
fyrst og semja svo.
Hneisa fyrir íslenska alþýðu