Fréttablaðið - 07.09.2007, Qupperneq 10
„Við höfum verið að
vinna í því að leita leiða til að efla
samvinnu hinna sjálfstætt reknu
tónlistarskóla og hinna borgar-
reknu grunnskóla,“ segir Júlíus
Vífill Ingvarsson, formaður
menntaráðs.
Tilraunaverkefni til þriggja
ára sem gengur út á að tengja
saman einkarekna tónlistarskóla
og borgarrekna grunnskóla var
kynnt í Fossvogsskóla í gær.
Fimm tónlistarskólar og tíu
grunnskólar koma að verkefninu
en þó mun hver skóli vinna það
með sínu sniði. Sumir munu
einbeita sér að þjóðlegum kór-
söng en aðrir munu taka fyrir
dægurlög eða djass. Í sumum
skólunum verður kennt á hljóð-
færi en í öðrum munu tónlistar-
kennarar laga sig að þeim
verkefnum sem unnið er að innan
grunnskólanna.
Júlíus segir enga tvo skóla vera
eins og það sé í höndum þeirra
sjálfra að finna út hvernig þeir
geti eflt tónlistariðkun og tónlistar-
hlustun meðal grunnskólanema.
„Við erum með mjög ólíkum hætti
að koma tónlistinni inn í skólana.
Tónlistin verður tengd inn í
námsefnið með virkum hætti og
þetta er ekki háð námskrá heldur
viðbót við það sem fyrir er í
skólunum.“ Júlíus segist búast
við því að ímynd skólanna styrkist
og sýnileiki þeirra aukist með
samstarfinu.
Tónlistinni komið inn í skólana
NÝTT SYKURLAUST
SÓLBERJA
ÞYKKNI
Ríkt af C-vítamíni
Þú
get
ur b
land
að
8 lí
tra
af b
rag
ðgó
ðum
djús
!
RV
U
ni
qu
e
08
07
04
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Lotus Professional
Heildarlausn fyrir snyrtinguna
WC SmartOne statíf blátt
WC SmartOne statíf hvítt
3.982 kr.
1.865 kr.
Þú spar
ar bæð
i
pappír
og sápu
með
nýju Lo
tus Pro
fession
al
skömm
turunu
m
Lotus enMotion blár snertifrír skammtari
Lotus enMotion hvítur snertifrír skammtari
Lotus sápuskammtari Foam blár
Lotus sápuskammtari Foam hvítur
1.865 kr. „Við höfum ekki
fengið þessar upplýsingar frá
íslensku nefndinni. Ég vonast til að
af því verði afar fljótlega,“ segir
Mechthild Rössler, yfirmaður hjá
Menningarmálastofnun Samein-
uðu þjóðanna (UNESCO) í París.
Rössler sendi beiðni um umsögn
vegna erindis Péturs M. Jónas-
sonar vatnalíffræðings, eftir að
hann sendi bréf til Parísar, 10. júlí.
Í bréfinu vakti Pétur athygli á
hugsanlegum áhrifum Gjábakka-
vegar á Þingvallavatn og stöðu
Þingvalla á heimsminjaskrá. Sagði
hann að vegurinn myndi skemma
vatnasvið Þingvallavatns.
„Í svona beiðnum spyrjum við
hvort nýju upplýsingarnar [bréf
Péturs] skipti máli fyrir staðinn og
stöðu hans á heimsminjaskrá.
Síðan tökum við ákvörðun,“ segir
Rössler. Ekki sé hægt að taka
afstöðu til erindisins fyrr.
Fyrrum heimsminjanefnd
Íslands hafði lýst yfir áhyggjum af
áhrifum Gjábakkavegar á stöðu
Þingvalla á heimsminjaskrá.
Björn Bjarnason, núverandi for-
maður nefndarinnar, sagði í tölvu-
pósti í gær að verndarsvæði Þing-
vallavatns hefði „að sjálfsögðu
ekki [verið] neitt meginatriði“
þegar Þingvellir fóru á heims-
minjaskrá sem menningarminjar.
Spurður um afstöðu nefndarinnar
svaraði hann ekki beint en sagði
nefndina hafa svarað UNESCO
„með vísan til skilmála um vegamál
í skráningu á Þingvöllum“ og nefndi
ákvæði um hámarkshraða. Svarið
er líklega á leiðinni út.
UNESCO bíður
svars Íslands