Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 11

Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 11
Uppsett verð fyrir bústað sendi- herra Íslands í Danmörku hefur verið lækkað verulega frá því húsið var sett á sölu í sumar. Utanríkisráðuneytið hefur fest kaup á öðru húsi undir sendiherrabústað í Kaupmannahöfn og hefur verið gert ráð fyrir að Svavar Gestsson sendiherra flytjist þangað í vetrar- byrjun. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í sumar er nýi bústaðurinn í Fredriksberg, nær miðborg Kaupmannahafnar en núverandi bústaður sem er í Charlottenlund. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkis- ráðuneytinu, lét þess getið við Fréttablaðið í júlí að nýja húsið væri talsvert ódýrara en það gamla og að þannig myndi fást nokkurt fé við þessa ráðstöfun. Húsið í Charlottenlund hefur hins vegar ekki enn selst þrátt fyrir að hafa verið í þrjá og hálfan mánuð til sölu. Uppsett verð dansks fasteignasala hefur því verið lækkað úr 35 milljónum danskra króna í 32 milljónir. Miðað við núverandi gengi dönsku krónunnar þýðir þetta að verðið hafi verið lækkað um 35 milljónir íslenskra króna – eða úr 413 milljónum í 378 milljónir. Enn hefur ekki verið upplýst hvað greitt var fyrir húsið í Fredriksberg. Uppfylli hjón, par eða einstaklingur öll skilyrði sem sett eru í lögum um ættleiðingar á Íslandi er ekkert í ættleiðingar- lögunum sem segir til um hversu mörg börn fólk má ættleiða. Ingibjörg Jónsdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir engan ættleiða nema eitt barn í einu. „Það eru til fjölskyldur á Íslandi sem eiga tvö eða þrjú ættleidd börn en það eru alltaf einhver ár á milli barnanna.“ Ingibjörg segir talsvert um að fólk sem sæki um að ættleiða barn eigi eitt eða tvö ættleidd börn fyrir. Ekki hámark á fjölda barna Hópur rúmenskra innbrotsþjófa var handtekinn eftir að hafa stolið sælgæti frá barni. Í innbroti í hús á Ítalíu stálu þjófarnir meðal annars sleikibrjóstsykrum, sem þeir hentu svo frá sér hálfétnum skammt frá. Barn húsráðanda átti sælgætið. Lögregla fann sælgætið og gerði DNA-rannsókn á munnvatni innbrotsþjófanna. Rannsóknin leiddi í ljós að sjö manna glæpahópur, sem framið hafði 78 rán á þremur mánuðum, hafði stolið sælgætinu. Með þessum upplýsingum tókst lögreglunni að hafa hendur í hári sælkeranna. Brutust inn og stálu sælgæti Hvítasunnukirkjan Fíladelfía hefur sótt um 15 þúsund fermetra lóð í Hádegis- móum við Rauðavatn. Skipulags- ráð Reykjavíkur hefur vísað umsókn hvítasunnufólksins til skipulagsstjóra borgarinnar. Í síðustu viku samþykkti borgarráð að úthluta þremur stórum lóðum í Hádegismóum til tiltekinna iðnaðar- og verslunarfyrirtækja. Miðað við greiðslu fyrir byggingarréttinn á þeim lóðum myndi 15 þúsund fermetra lóð Hvítasunnusafnaðarins kosta rúmar 260 milljónir króna. Umbeðin lóð á 260 milljónir Gistinætur á hótelum voru 6,5 prósentum fleiri í júlí í ár en á síðasta ári. Aukn- ingin var mest á Norðurlandi, tæplega 12 prósent, en minnst á Austurlandi, rúmlega 4 prósent. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands. Gistirými á hótelum í júlí jókst um 9 prósent á milli ára. Fjöldi herbergja í ár var 4.444, en á sama tíma í fyrra voru þau 4.076. Fyrstu sjö mánuði ársins fjölgaði gistinóttum um 14 prósent frá fyrra ári. Enn var fjölgunin mest á Norðurlandi, 17 prósent, en minnst var fjölgunin á Suðurlandi, 9 prósent. Mest aukning á Norðurlandi Glerárgötu 34 • Akureyri Sími 515 5160 Opið virka daga kl. 8-18 Borgartúni 29 • Reykjavík Sími 515 5170 • Opið virka daga kl. 8-18 • laugardaga kl. 11-14 Höfðabakka 3 • Reykjavík Sími 515 5105 Opið virka daga kl. 8-18 Flottar fartölvur á frábæru verði! Örgjörvi: Vinnsluminni: Skjár: Skjástýring: Harður diskur: Skrifari: Þráðlaust netkort: Vefmyndavél: Stýrikerfi : Gerið verðsamanburð! Örgjörvi: Vinnsluminni: Skjár: Skjástýring: Harður diskur: Skrifari: Þráðlaust netkort: Vefmyndavél: Stýrikerfi: Vörunúmer: Intel Core Duo T2130 / 1.86 GHz 1024MB 533MHz DDR2 15,4” TFT WXGA 1280 x 800 Intel GMA 900 80GB, S.M.A.R.T 8x DVD±RW Dual layer 802.11 b/g Nei Windows Home Basic TOSL40136 Satellite Pro L40-136 Takmarkað magn! HP Pavilion DV6331EU AMD Turion 64 X2 TL-56 / 1.8 GHz 2048MB DDR2 15,4” Brightview WXGA 1280 x 800 Nvidia GeForce Go 7200 160GB SATA 5400rpm 8x DVD±RW Super Multi 802.11 b/g 1,3Mp vefmyndavél Windows VISTA Home Premium Vörunúmer: HPGH783EA Satellite Pro A200-1KQ Intel Core Duo T2130/1.86 GHz 2048MB 667MHz DDR2 15,4” TrueBrite WXGA 1280 x 800 Intel GMA 945GML 200GB, S.M.A.R.T 8x DVD±RW Super Multi 802.11 b/g Nei Windows VISTA Business Vörunúmer: TOSA2001KQ Satellite Pro A200-1A5 Intel Core 2 Duo T7100P/1.8 GHz 1024MB 667MHz DDR2 15,4” TrueBrite WXGA 1280 x 800 Intel GMA 965 Crestline 120GB, S.M.A.R.T 8x DVD±RW Super Multi 802.11 b/g 1,3Mp vefmyndavél Windows VISTA Business Vörunúmer: TOSA2001A5 Satellite PRO A200-1F9 Intel Core 2 Duo T7300 /2.0 GHz 2048MB 667MHz DDR2 15,4” TrueBrite WXGA 1280 x 800 ATI Radeon HD 2600 256 Mb 250GB, S.M.A.R.T 8x DVD±RW Super Multi 802.11 b/g 1,3Mp vefmyndavél Windows VISTA Business Vörunúmer: TOSA2001F9 2.758kr./mán.* Aðeins 69.900kr./stgr. 3.550kr./mán.* Aðeins 89.900kr./stgr. 3.888kr./mán.* Aðeins 99.900kr./stgr. 4.670kr./mán.* Aðeins 119.900kr./stgr. 4.995kr./mán.* Aðeins 129.900kr./stgr. *Verð miðast við meðaltalsraðgreiðslur í 36 mánuði. Od di h ön nu n P0 7. 07 .8 27

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.