Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 12
„Þetta er ástæðulaus
árás á alla þá sem aðhyllast íslam.
Vissulega eru til menn sem fara
illa með trúna og mér þykir rétt
að þrýst sé á úrbætur meðal
þeirra stjórnvalda sem líða það,“
segir Salmann Tamimi, formaður
Félags múslima á Íslandi, um
erindi baráttukonunnar Maryam
Namazie, stofnanda Samtaka
fyrrverandi múslima í Bretlandi,
sem flutt var í gær og fyrradag.
Maryam fæddist í Teheran en
fluttist þaðan ásamt fjölskyldu
sinni eftir að klerkastjórnin
komst til valda. Hún er trúleys-
ingi sem berst gegn uppgangi
íslams og þeirri kúgun sem hún
telur trúna hafa í för með sér
fyrir konur. Sagði hún umburðar-
lyndi Vesturlanda gagnvart íslam-
istum vera of mikið og banna ætti
íslamskan alklæðnað kvenna með
öllu. Það segir hún ekki fatnað,
fremur en skírlífsbelti, spenni-
treyju eða Davíðsstjörnu, sem
fest var á gyðinga á tímum
helfararinnar.
„Mér finnst bara eins og fólk
eigi að klæða sig eins og það vill.
Það er ekki rétt að banna konum
að vera með blæju en heldur ekki
rétt að þvinga þær til þess, “ segir
Salmann. Hann tekur undir að
vissulega séu konur kúgaðar
sums staðar en slíkt gerist einnig
á Íslandi.
Maryam deildi einnig hart á
dómskerfi sumra landa þar sem
hafi verið litið léttvægara á
heimilisofbeldi ef múslimar ættu í
hlut því meðal þeirra tíðkaðist víða
að karlmenn berðu eiginkonur
sínar. Salmann tekur undir með
henni að sömu lög eigi að gilda yfir
alla í hverju landi. Hann segist þó
finna fyrir ýmsum misskilningi
meðal fólks um dómskerfið.
Svokölluð heiðursmorð séu til að
mynda hvergi leyfð í íslömskum
ríkjum. „Þetta eru líka bara morð
og ekkert annað. En hins vegar er
ekki nægilega hart tekið á þessum
skelfilega glæp í sumum löndum
og því þarf að breyta.“
Maryam deildi einnig á
vestrænar kvennahreyfingar
fyrir aðgerðaleysi í garð kúgunar
á íslömskum konum. Halldóra
Traustadóttir, framkvæmdastjóri
Kvenréttindafélags Íslands, segir
málið þó afar erfitt viðfangs og
ólíkar meiningar um hvaða leið
eigi að fara í þessum málum.
Amal Tamimi, fræðslufulltrúi
og túlkur í Alþjóðahúsi, segir
baráttuna verða að koma frá
íslömskum konum. Mikilvægasta
skrefið sé að mennta konur. „Ég
hef verið að kenna konum hér að
lesa. Á meðan þær fá alla sínar
upplýsingar í gegnum karlmenn
er ekki von á miklum breyting-
um,“ segir Amal.
Segir ráðist á
alla múslima
Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á
Íslandi, segir ummæli baráttukonunnar Maryam
Namazie ástæðulausa árás í garð allra múslima.
Leikarinn Fred Thompson
er níundi repúblikaninn sem formlega
býður sig fram til að verða forsetaefni
Repúblikanaflokksins í kosningunum, sem
verða haldnar eftir rúmt ár.
Thompson var öldungadeildarþingmaður
á árunum 1994 til 2002, en er einnig þekktur
leikari bæði úr sjónvarpi og kvikmyndum,
nú síðast í hlutverki hranalegs lögmanns í
sjónvarpsþáttunum Law and Order.
Hann hafnaði því alfarið að hann væri
orðinn of seinn til að blanda sér í slaginn.
Þess í stað skaut hann á mótframbjóðendur
sína, sem hafa staðið í baráttunni frá því í
janúar: „Ef menn geta ekki komið boðskap
sínum á framfæri á nokkrum mánuðum, þá
kemur maður honum sennilega aldrei á
framfæri,“ sagði Thompson.
Thompson skýrði frá ákvörðun sinni í
sjónvarpsþætti Jay Leno, sem var sendur út
á sama tíma og hinir frambjóðendur
Repúblikanaflokksins sátu fyrir svörum í
sjónvarpsumræðum. Þeir tóku fréttunum
vel og sögðust fagna því að fá Thompson í
hópinn.
Af hinum frambjóðendunum átta hafa
Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í
New York, og öldungadeildarþingmaðurinn
John McCain þótt einna sigurstranglegastir.
Kjósendur Repúblikanaflokksins hafa þó,
samkvæmt skoðanakönnunum, átt erfitt
með að gera upp hug sinn og virðast ekki
sérlega ánægðir með neinn frambjóðand-
anna.
Thompson tekur af skarið
Heildarnafnverð flokksins er 22.000.000 EUR
Skuldabréfaflokkur að fjárhæð EUR 22.000.000 sem var gefinn út þann 7.
febrúar sl. og er auðkenni flokksins á OMX ICE ATOR 07 1. Skuldabréfin eru
óverðtryggð og skulu bera 3 mánaða EURIBOR vexti að viðbættu 290bp álagi.
Höfuðstóll skuldabréfanna greiðist með einni afborgun þann 7. ágúst 2008.
Bréfin verða skráð á OMX Nordic Exchange Iceland (OMX ICE) þann 7. septem-
ber 2007.
Atorka Group hf., kt. 600390-2289, hefur birt lýsingu vegna skráningar
skuldabréfa á OMX ICE og gert aðgengilega almenningi frá og með 7.
september 2007.
Lýsinguna er hægt að nálgast hjá útgefanda Atorku Group hf., Hlíðasmára 1,
201 Kópavogur, eða á vefsetri útgefanda, www.atorka.is, fram til lokadags
skuldabréfaflokksins. Umsjónaraðili skráningarinnar á OMX ICE er Landsbanki
Íslands.
7. september 2007
NAFNVERÐ ÚTGÁFU:
SKILMÁLAR SKULDABRÉFA:
SKRÁNINGARDAGUR:
SKRÁNINGARLÝSING:
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
B
I
38
84
3
09
/0
7
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
B
I
38
84
3
09
/0
7
Skráning skuldabréfa í OMX Nordic Exchange Iceland
Atorka Group hf.
22.000.000 EUR.
ATOR 07 1
WWW.N1.ISN1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 · SÍMI 440 1200
VARAHLUTIR
Við bjóðum landsins mesta úrval af viðurkenndum varahlutum.
Þriggja ára ábyrgð er á öllum bílavarahlutum frá N1.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Innbrotsþjófur sem
spennti upp hurð og braust inn í
vinnuskúr við Helgadalsveg í
Mosfellsbæ í nótt skildi eftir
brúna íþróttaskó á vettvangi.
Maðurinn greip einnig
ófrjálsri hendi verkfærakassa
úr skúrnum. Í kassanum voru
alls kyns rafmagnsverkfæri til
byggingarstarfsemi.
Varðstjóri lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu segir mjög
óvenjulegt að glæpamenn skilji
skópar eftir á vettvangi.
Þjófurinn hafi líklega talið sig
hafa fundið betri skó en hann
átti.
Þjófurinn skildi
eftir íþróttaskó