Fréttablaðið - 07.09.2007, Síða 26

Fréttablaðið - 07.09.2007, Síða 26
Smurbrauðsstofa Sylvíu á Laugavegi verður fimmtán ára á morgun og þar standa nú yfir færeyskir dagar, enda er eigandinn, Sylvía Locke Gunn- stein, frá Færeyjum. „Ég býð upp á smurt brauð og snittur á Smurbrauðsstofunni,“ segir Sylvía og bætir við: „Við erum með fyllta bakka og diska sem eru eins og lítið kalt borð, til dæmis með þremur tegundum af kjöti, eggi, síld og ávöxtum og svo fylgir auðvitað brauð með og svo- leiðis.“ Nú standa yfir færeyskir dagar á Smurbrauðsstofunni hjá Sylvíu og þá býður hún upp á færeyska rétti. „Ég er með smurt brauð með færeysku áleggi, knetti, rúllu- pylsu, steiktar fiskibollur og skerpukjöt sem er líklega vin- sælast hérna þessa daga,“ segir Sylvía. Sylvía er frá Færeyjum en hefur búið hér á landi í nær fjörutíu ár. „Ég kom hingað þegar Hótel Loft- leiðir var opnað árið 1966 og var þar í nokkur ár. Svo var ég í fjórtán ár á Kjarvalsstöðum til ársins 1992,“ segir Sylvía og bætir því við með stolti að hún hafi tekið á móti öllum þjóðhöfðingjum sem heim- sótt hafa landið frá því 1981. „Ég hef verið að smyrja fyrir móttökur sem þessir höfðingjar hafa komið í á vegum borgarinnar.“ Spurð hvort hún sé ánægð með lífið á Íslandi segir Sylvía: „Marg- ir halda nú alltaf að grasið sé grænna hinum megin en það er hvergi betra að búa en á Íslandi.“ Færeyskar fiskibollur - leggur heiminn að vörum þér Gvatemalabaunir frá búgarðinum La Union brenndar í vínarbrennslu - keimur af dökku súkkulaði, kryddi og brenndum sykri. Kaffi ræktað af sannri alúð. Frábært í allar gerðir uppáhellingar. H2 hö nn un NY UPPSKERA! Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.