Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2007, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 07.09.2007, Qupperneq 30
BLS. 2 | sirkus | 7. SEPTEMBER 2007 Lífið brosir við Þórunni Lárusdóttur leikkonu og eiginmanni hennar, Snorra Petersen viðskiptafræð-ingi. Í fyrra eignuðust þau sitt fyrsta barn, soninn Kolbein Lárus, og í sumar gengu þau í hjónaband. Á dögun- um fjárfestu þau í einbýlishúsi við Faxaskjól. Húsið er sérlega glæsilegt, um 230 fermetrar og á þremur hæðum. Húsið stendur við sjóinn og eru Þórunn og Snorri með fallegt útsýni út á hafið og geta jafnvel fylgst með lífinu á Bessastöðum þegar skyggni er gott. Það mun því ekki væsa um litlu fjölskylduna. Húsið stendur á besta stað en stutt er út á Gróttu, í Vesturbæjarlaugina og Melabúðina. Þórunn segist vera mjög hrifin af Vesturbænum. „Við vorum búin að leita lengi að húsi og vorum glöð þegar við fundum þetta. Það er mjög gott að búa í Vesturbænum,“ segir Þórunn en þau hjónin bjuggu áður við Sörlaskjól. Það er nóg að gera hjá Þórunni. Um þessar mundir er hún að æfa barnaleikritið Skilaboða- skjóðuna sem er í leikstjórn Gunnars Helgasonar. Leikritið verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um mánaðamótin október/nóvember. Í Skilaboða- skjóðunni fer Þórunn með hlutverk vondu stjúpunnar. „Ég hef leikið nornir áður, það er svo skemmtilegt að leika vondu kerlinguna. Þá hefur maður úr svo miklu að moða enda er þetta svo langt frá manni,“ segir hún og hlær. „Inn- blásturinn fyrir hlutverkið kemur til mín á hverjum degi.“martamaria@frettabladid.is ÞÓRUNN LÁRUSDÓTTIR LEIKKONA KEYPTI EINBÝLISHÚS Á 75 MILLJÓNIR FANN DRAUMAHÚSIÐ ALSÆL Þórunn Lárusdóttir er himinlifandi með nýja húsið. Heyrst hefur Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjórn Marta María Jónasdóttir martamaria@frettabladid.is Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 Sölustjóri Bergur Hjaltested 512 5466 bergurh@365.is Maggi á sendibílnum Tónlistarmaðurinn Magnús Guðmundsson sem áður var meðlimur í fjöllistahópnum Gus Gus hefur söðlað um og hafið störf sem sendibílstjóri. Maggi Legó, eða Herb Legowitz eins og hann er stundum kallaður, sagði skilið við Gus Gus fyrir þó nokkru síðan og hefur lítið látið fyrir sér fara síðan þá. Magnús þykir nokkuð liðtækur í flutningunum og tekur sig vel út undir stýri á sendiferðabílnum. Alltaf í ræktinni Habitatparið Jón Arnar og Ingibjörg hafa sjaldan litið betur út. Margir spyrja sig hver galdurinn sé en þeir sem hafa verið á ferð í World Class í Laugum að morgni til vita svarið. Þau eru nefnilega komin í einkaþjálfun hjá sjálfum Arnari Grant. Hann lætur þau þræla fyrir hverja krónu og hvetur þau áfram meðan þau lyfta lóðum og hlaupa á brett- inu. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, hefur staðið í ströngu við að byggja við einbýlishús sitt í Láglandi 10 í Fossvogin- um. Nú er viðbyggingin tilbúin og búið er að einangra húsið með steinull. Eins og húsið lítur út í dag er eins og listamaðurinn Christo hafi komist í það en húsið líkist meira risastórum pappakassa en húsi. Hús eða pappakassi? L óa Pind Aldísardóttir frétta-kona hefur geyst fram á ritvöll-inn og kemur hennar fyrsta skáldsaga út fyrir jólin. Bókin heitir Sautjándinn og fjallar um fjórar konur. „Þetta er hvorki glæpasaga ná ást- arsaga, þetta er saga um vináttu, pólitík og margbreytileika manneskj- unnar,“ segir Lóa. Er aðalpersónan fréttamaður? „Nei, það er enginn fréttamaður í persónugalleríinu. Ég er búin að starfa við fjölmiðla í tólf ár og sú reynsla nýtist auðvitað. Aðalpersónan í bókinni er fertugur lögfræðingur og fjögurra barna móðir en í bókinni koma vinkonur hennar þrjár líka við sögu, almannatengillinn, auð- kýfingurinn og skrifstofudaman.“ Er einhver „Sex and the city“- fílingur í bókinni? „Nei, vottar ekki fyrir honum. Mig langaði að skrifa bók um það hvernig Ísland gæti orðið ef …“ Lóa er búin að sitja við skriftir í fjögur ár. Hún segist hafa byrjað á einni hugmynd sem hafi svo rang- hvolfast. „Ég byrjaði ekki á neinu plotti held- ur spratt bókin fram af tilfinningum og óljósum hugmyndum,“ segir hún. Eiginmaður Lóu, ljóðskáldið Sigfús Bjartmarsson, hefur gefið út hjá bóka- útgáfunni Bjarti en bók Lóu kemur út hjá Sölku. „Ég vildi ekki fara til sama forlags og maðurinn minn er hjá, vildi gera þetta á mínum eigin forsendum. Ég lagði ekki í þennan risa sem Eddan var. Ég er mjög ánægð að það skuli vera til forlag sem er í eigu kvenna og því valdi ég Sölkuna.“ martamaria@frettabladid.is FRÉTTAKONAN LÓA PIND ALDÍSARDÓTTIR ÞEYTIST FRAM Á RITVÖLLINN LÓA PIND ALDÍSARDÓTTIR THE CITY“ FÍLINGUR ENGINN ,,SEX AND Þ að er fullt af húðflúruðum rokkurum í póstinum,“ segir Bjarni Sigurðarson, gítarleikari í rokkhljómsveitinni Mínus, sem hefur það aukastarf að bera út póstinn í Norðurmýrinni. „Ég er búinn að vera í þessu aukalega síðustu tvö ár en fæ frí ef ég þarf að fara í tónleikaferðalög og svona. Það er gott að hafa eitthvað öruggt í bakhöndinni og svo spillir það ekki fyrir að ég get hlustað á tónlist í friði frá öllu sem er ákveðinn kostur fyrir tónlistarmann.“ Bjarni bréfberi segist á þessum tveimur árum vera að vissu leyti orðinn háður starfinu. „Ég er orðinn háður göngutúrnum sem fylgir starfinu. Hann er eins og hvert annað fíkniefni,“ segir Bjarni bréfberi sem seinn er ekki á fætur. Stekkur fram úr rúminu klukkan sjö og drífur verkið af. „Ég er nú oftast búinn að þessu um hádegi,“ segir Bjarni sem býst við að hætta í bréfberastarfinu þegar æfingar á söngleiknum Jesus Christ Superstar hefjast en þar sér Bjarni um tónlistina ásamt félaga sínum, Bjössa úr Mínus. Rokkari í póstburði BJARNI BRÉFBERI Vinnur við að bera út póst á milli þess sem hann leikur á gítarinn með rokksveitinni Mínus. MYND/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.