Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 32

Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 32
BLS. 4 | sirkus | 7. SEPTEMBER 2007 Þ óra Sigurðardóttir, eða Birta, sem oftast er kennd við Stundina okkar, hefur sett glæsiraðhús sitt á Framnes- veginum á sölu. Húsið vakti mikla athygli þegar það birtist í tímaritinu Veggfóðri síðasta sumar. Þá var Þóra búin að standa í ströngu við að innrétta húsið upp á nýtt á sérlega smekklegan hátt. ,,Þetta er náttúrlega bara snilldarhús með byggingarrétti og öllu. Þar sem ég er eiginlega alltaf erlendis var ekkert annað í stöðunni en að selja enda er þetta allt of fínt hús til að leigja út,“ segir Þóra og hlær. Hún segist þó kveðja húsið með trega enda tengjast því margar góðar minn- ingar. Til að mynda hafi eiginmaður hennar, undrakokkurinn Völli Snær, séð sér leik á borði þegar fram- kvæmdir voru að hefjast og sent henni iðnaðarmenn í röðum til að heilla hana upp úr skónum. En á þeim tímapunkti var hann sjálf- ur vant við látinn við veit- ingarekstur á Bahama- eyjum. FYRSTU RAÐHÚSIN Á ÍSLANDI Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni sem teiknaði einnig Háskóla Íslands, Þjóðleikhúsið og Landspítalann svo eitthvað sé nefnt. KVEÐUR HÚSIÐ MEÐ TREGA Þóra á eftir að sakna hússins enda geymir það margar góðar minningar. Þ etta eru þýskar sakamálamynd-ir sem gerðar eru eftir sænsk-um sögum,“ segir leikkonan Sólveig Arnarsdóttir, sem er í stuttu fríi á Íslandi áður en hún heldur aftur út til að klára tökur. Myndirnar sem Sólveig leikur í eru hluti af þekktum og virtum dagskrárlið sem sýndur er á laugar- dagskvöldum í Þýskalandi auk þess sem flest Norðurlöndin hafa tryggt sér sýningarréttinn. Meðleikarar Sólveigar eru ekki af verri endanum en margir af vinsælustu leikurum Norðurlandanna og Þýskalands léku með henni. Á meðal þekktra leikara eru hinn danski Nikolaj Lie Kaas sem meðal annars lék í kvikmynd Lars Von Trier, Idioterne og mynd Susanne Bier, Elsker dig for evigt, en Nikolaj er eini leikarinn sem unnið hefur þrjú Bodil-verðlaun fyrir þrítugt. Samlanda hans, Paprika Steen, sem þekkist meðal annars úr Idioterne og Festen, leikur einnig með Sólveigu ásamt hinum norska Bjorn Floberg sem lék í íslensku myndinni Ungfrúin góða og húsið auk sænska ungstirnis- ins Fridu Hallgren sem að sögn Sól- veigar hefur unnið til allra verðlauna sem hægt er að vinna. Karakter Sól- veigar er aðstoðaryfirlögreglukona og er annað aðalhlutverkanna. „Þessar myndir eru ekkert ósvipaðar bresku þáttunum sem sýndir hafa verið hér á landi en í myndunum fylgjumst við með sama lögregluhópnum leysa glæpi,“ segir Sólveig og bætir við að stjörnurnar hafi komið vel fram. „Þetta eru allt frábærir leikarar sem hafa góða reynslu af þessum miðli og haga sér eftir því svo það voru engir stjörnu- stælar í gangi. „Ég velti því nú lítið fyrir mér hversu frægt þetta fólk er en upp- götvaði stundum að fólkið á næstu borðum glápti á þau þegar við vorum úti að borða,“ segir Sólveig og viður- kennir að þátttaka hennar í myndun- um eigi eftir að auka velgengni hennar í Þýskalandi en þar hefur hún starfað síðustu átta árin meðfram vinnu hér heima. „Þetta er mjög gott fyrir frama minn í Þýskalandi en í nóvember mun ég leika í leikhúsi í Berlín í verki eftir sænska leikskáldið Lars Norén sem sýnt verður meðal annars á norrænni leikhúshátíð þar í landi.“ indiana@frettabladid.is LEIKKONAN SÓLVEIG ARNARSDÓTTIR ER NÝKOMIN HEIM ÚR TÖKUM FRÁ ÞÝSKALANDI ÞAR SEM HÚN VAR AÐ LEIKA Í VIN- SÆLUM SAKAMÁLAMYNDUM. PAPRIKA STEEN Danska leikkonan leikur með Sólveigu en Paprika er ein sú þekktasta í Danmörku og lék meðal annars í Idioterne og Festen. Í STJÖRNUFANSI Á GOTLANDI SÓLVEIG ARNARSDÓTTIR „Ég velti því nú lítið fyrir mér hversu frægt þetta fólk er en uppgötvaði stundum að fólkið á næstu borðum glápti á þau þegar við vorum úti að borða,“ segir Sólveig. BIRTA SELUR HÚSIÐ Eivör Mannabarn 2CD Megas Megas og Senuþjófarnir Eivör Human Child Ýmsir Pottþétt 44 Magni Magni Ýmsir Íslandslög 7 Mika Life in Cartoon Motion Millarnir Alltaf að græða Garðar T. Cortes Cortes 2007 Ýmsir Íslandslög 1-6 (6CD) Ljótu Hálfvitarnir Ljótu Hálfvitarnir Smashing Pumpkins Zeitgeist Ýmsir 100 Íslensk 80’s lög Gus Gus Forever KK og Maggi Eiríks Langferðalög Ýmsir Instant Karma (John Lennon) Rúnar Júl Snákar í garðinum Soundspell An ode to the umbrella Björk Gling Gló Creedence Clearwater Chronicle: 20 Greatest Hits 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Það er Eivør sem heldur topp sætinu aðra vikuna í röð með sérútgáfu disksins Human Child. Nýliðinn í vikunni er Rúnar Júl með diskinn Snákar í Garðinum, hann er að fara í Laugardalshallar æði og stefnir á tónleika þar í Október. Eivør Nældu þér í eintak Li st in n g ild ir v ik u n a 06 . - 13 . se p te m b er 2 00 7 A N Lækkar frá síðustu viku Hækkar frá síðustu viku Stendur í staðNýtt á listaAftur á lista Skífulistinn er samantekt af mest seldu plötunum í Skífunni og verslunum BT út um allt land. N N N Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.