Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 36
BLS. 8 | sirkus | 7. SEPTEMBER 2007
H elga Ólafsdóttir fatahönnuður starfar hjá danska merkinu Ilse
Jacobsen. Á dögunum sýndu þær
afraksturinn á tískuvikunni í Kaup-
mannahöfn sem fram fór í Øxne-
hallen. Þetta er í fyrsta skipti sem
Ilse sýnir heila fatalínu en hún er
þekkt sem skóhönnuður.
Viðbrögðin fóru fram úr öllum
vonum og var Helga himinlifandi
þegar Sirkus hitti hana á heimili
hennar í Kaupmannahöfn.
Helga lærði fatahönnun í Heller-
up textil college í Kaupmannahöfn.
Hún útskrifaðist árið 2000 og hélt
heim til Íslands. Á þeim tíma var
litla vinnu að hafa í faginu í Dan-
mörku svo hún réði sig hjá íslenska
merkinu xtra.is sem sérhæfði sig í
unglingafatnaði. Í millitíðinni starf-
aði hún hjá Nikita, All Saints og
fleiri fatamerkjum. Nú er hún komin
aftur til Kaupmannahafnar enda
hefur landslagið tekið miklum
breytingum síðan Helga bjó síðast í
Danmörku.
„Þetta er eiginlega gömul nost-
algía. Síðan ég útskrifaðist hef ég
verið dugleg að heimsækja Kaup-
mannahöfn og fylgst vel með því
sem er að gerast í fatabransanum í
Danmörku. Síðustu þrjú til fimm ár
hefur verið mikill uppgangur í
danskri fatahönnun og mig var farið
að klæja í puttana að komast aftur
út. Þegar mér bauðst starfið hjá Ilse
var ekki aftur snúið.“
Við tók átakanlegur tími. Helga
vildi ekki rífa börnin og manninn
upp með rótum svo hún byrjaði á
því að kynna sér aðstæður og dvaldi
í Kaupmannahöfn á virkum dögum
og var á Íslandi um helgar. Svona
gekk það í þrjá mánuði.
„Eftir þann tíma tókum við
ákvörðun, ákvörðunin var ekki stór
en verkefnið að flytja alla fjöl-
skylduna var aðeins stærra. Mér
hefur aldrei þótt neitt mál að flytja,“
segir hún og bætir því við að samt
sem áður elski hún Ísland alltaf
heitast.
,,Ef það væri bullandi vinna á
Íslandi og tækifæri í fatahönnun á
hverju strái þá væri ég ekki hér.“
Helga kynntist Ilse í gegnum
Ragnheiði Óskarsdóttur sem á Ilse
Jacobsen-verslun í Garðabænum.
Þegar hún réð sig til starfa hjá henni
var hún að byrja að leggja drög að
heilsteyptri fatalínu.
,,Mér fannst spennandi að fá að
vera með frá byrjun. Ilse er þekkt
sem skóhönnuður og hafði aldrei
gert heila fatalínu áður. Þetta var
því mikil áskorun,“ segir Helga.
Spurð um línuna segir hún hana
fyrst og fremst skandinavíska með
ítölsku ívafi.
,,Okkar inspírasjón er fyrst og
fremst skandinavísk þar sem ein-
föld og hrein form ráða ríkjum, en
við sóttum líka mikið til Ítalíu. Ilse
er ákaflega hrifin af því landi og
meðan á vinnunni við línuna stóð
borðuðum við mikið af ítölskum
mat og hlustuðum á ítalska tónlist
til að komast í réttu stemninguna,“
segir hún og brosir.
Þær tóku því það besta frá báðum
og blönduðu því saman.
„Við vorum ein af fáum merkjum
sem sýndum sterka liti á sýningunni
á Øxnehallen. Okkar litapalletta
samanstóð af djúpfjólubláum,
blóðappelsínulituðum, miðnætur-
bláum og beigelituðum. Með þessu
notuðum við lúxuslitina gull, silfur
og brons.“
Kynningin á línunni, sem kemur
vorið 2008, var tvíþætt. Annars
vegar héldu Helga og samstarfsfólk
hennar tískusýningu í Hornbæk þar
sem höfuðstöðvar Ilse Jacobsen eru.
Og svo sýndu þær línuna einnig í
Øxnehallen.
,,Sýningin í Hornbæk fór fram á
HELGA ÓLAFSDÓTTIR HANNAR FYRIR ILSE JACOBSEN
HELGA ÓLAFSDÓTTIR Flutti fjölskylduna sína með sér. Hér er hún með börnin sín, Viktoríu Þóru og Baldvin.
GULLKÁPAN ÓGURLEGA Sumarlínan frá Ilse skartar mörgum lúxuslitum eins og gulli, silfri og bronsi.
Í SKÝJUNUM Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir, make-up listamaður, Helga og Line
Rebecca Rumhult sem báðar starfa sem hönnuðir hjá Ilse.
SKVÍSUGANGURINN Í ALGLEYMINGI! Mjúkir litir eru áberandi.
GERIR ÞAÐ GOTT Í KAUPMANNAHÖFN
Tískuráð:
Blanda saman dýru og ódýru er alltaf
klassískt. Ef fólk kaupir sér dýra hluti
á að velja þá vel, eyða í töskur og
yfirhafnir og hafa grunninn svo
ódýrari. Þá er líka auðveldara að
grisja úr fataskápnum sínum og kaupa
nýtt án þess að vera með mikinn
móral.
Hvað finnst þér um
gervibrúnku:
Mér finnst fallegt að vera með hvíta
húð á veturna og fínt að verða útitekin
á sumrin. Appelsínugulur er ekki fyrir
mig.
Mikilvægast í lífinu?
Auðvitað fjölskyldan!
Hvað langar þig í?
Mig langar í nýja tösku....
Besti bitinn í Köben?
Ég elska Avocado samlokuna á Joe &
the Juice í Magasin.....uuuhhhh. Þegar
ég er ein á ferð þá borða ég hana í
kvöldmat.