Fréttablaðið - 07.09.2007, Side 41

Fréttablaðið - 07.09.2007, Side 41
FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 AUKEFNI AUKA OFVIRKNI Sumar tegundir matarlitar og annarra aukefna í matvælum geta aukið ofvirka hegðun barna á aldrinum þriggja til níu ára. Þetta kemur fram í nýlegri breskri rannsókn sem sagt er frá á fréttavef Reuters. Yfir 300 börn á aldrinum þriggja, átta og níu ára voru skoðuð og kom í ljós töluverð hegðunarbreyting hjá þeim börnum sem drukku safa með miklu magni af rotvarnar- og litarefnum. Höfðu efnin ekki aðeins áhrif á þau börn sem greind höfðu verið mjög ofvirk held- ur einnig á önnur börn. Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri stendur fyrir ráðstefnu um sorg og sorgar- úrvinnslu laugardaginn 22. september. Ráðstefnan verður haldin í húsnæði háskólans að Sólborg og stendur frá klukkan 8.30 til 18.00. Ráðstefnan er hluti af þverfaglegu meistaranámi í heilbrigðisvísindum við heil- brigðisdeild Háskólans á Ak- ureyri en er opin öllum sem hana vilja sækja. Meðal fyr- irlesara eru prestar, lækn- ar, hjúkrunarfræðingar, sál- fræðingar og músikþerapist- ar en nánari upplýsingar má finna á slóðinni http://rad- stefnaumsorg.muna.is/. - eö Ráðstefna um sorgarúrvinnslu Erfitt getur verið að eiga við sorgina. Láttu þér líða vel Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Sveinn ÓmarGunnar Már Niki David Fjóla Guðrún María Sóley DrífaSólrún Númi Snær Jóhannes Bjargey Rakel Elín Viðar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.