Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 44
Sumir halda að það að forðast almennt fitusýrur
sé rétta leiðin en raunveruleikinn er sá að aðeins
í fitusýrum er að finna tvo undirstöðuþætti sem
eru okkur lífsnauðsynlegir á sama hátt og prótín,
kolvetni, vítamín og steinefni. Af mörgum
tegundum fitusýra hafa aðeins Omega 3 og 6
verið skilgreindar af vísindamönnum sem lífs-
nauðsynlegar fitusýrur (EFAs). Það er vegna þess
að hver einasta fruma í líkamanum þarf á þessum
fitusýrum að halda og líkaminn getur ekki framleitt
þær sjálfur. Alltaf er mælt með að uppspretta
þessara fitusýra sé úr fæðu. Lykillinn að
heilsusamlegri virkni fitusýra er neysla á þeim
í réttum hlutföllum.
Udo’s 3•6•9 olíublandan
hönnuð með heilsuna í huga
Udo’s 3•6•9 olíublandan er sérvalin blanda
náttúrulegra, óunninna, lífsnauðsynlegra fitusýra
sem bragðast vel og bera keim af rjóma og
hnetum. Innihaldið eru ferskar, óunnar og lífrænar
hörfræ-, sesam- og sólblómaolíur ásamt kvöld-
vorrósarolíu og hrísgrjóna- og hafrafræsolíum,
sem tryggja hámarksnæringu í minnsta mögulega
magni. Olíublandan inniheldur einnig óerfðabreytt
soja lesitín sem aðstoðar við meltingu olíanna
og hjálpar til við byggingu frumuhimna. Udo’s
3•6•9 olíublandan inniheldur einnig miðlungs-
langar þríglýseríð-keðjur sem auðvelt er að melta
og frumur líkamans geta nýtt sér beint til orku-
framleiðslu án hættu á fitusöfnun. Udo- ’s 3•6•9
olíublandan er pressuð og síuð samkvæmt bestu
mögulegu leiðum, við lágan hita og án ljóss og
súrefnis til þess að ná fram hámarksnæringu og
ferskleika.
Betri heilsa
Lífsnauðsynlegar fitusýrur gegna lykilhlutverki
í flókinni líkamsbyggingu mannsins. Sérhver
fruma, vefur, kirtill og líffæri reiða sig á
lífsnauðsynlegar fitusýrur. Þær gegna enda
mikilvægasta hlutverkinu í byggingu sérhverrar
frumuhimnu, eru nauðsynlegar vexti frumna og
skiptingu þeirra. Jöfn neysla er því algerlega
lífnauðsynleg heilbrigðri frumumyndun. Neysla
fullnægjandi skammts af lífsnauðsynlegum
fitusýrum og í réttum hlutföllum, eins og finna
má í Udo’s 3•6•9 olíublöndunni, eykur orku,
þol og frammistöðu, bætir svefn, einbeiting eykst,
skapið batnar og húðin verður fegurri. Þær hafa
einnig áhrif á hreyfigetu og liðleika og það að
við náum okkur fyrr upp úr veikindum. Um það
bil þriðjung allra veikinda má rekja til slæms
mataræðis. Þar af leiðandi getum við dregið
verulega úr líkurnum á að fá sjúkdóma með því
að vanda til fæðunnar sem við borðum. Þetta
þýðir í raun að við borðum of mikið af því sem
er slæmt fyrir okkur og ekki nóg af því sem er
okkur hollt. Fyrir það greiðum við með ýmiss
konar kvillum og veikindum.
Omega fitusýrur byggja upp
ónæmiskerfið á marga vegu og
hafa jákvæð áhrif á:
• Hjarta og æðakerfi
• Kólesteról í blóði
• Blóðþrýsting
• Liði
• Orkuflæði líkamans
• Minni og andlega líðan
• Námsárangur
• Þroska heila og miðtaugakerfi
fósturs á meðgöngu
• Rakastig húðar
Tvær frábærar uppskriftir
sem eru bæði hollar og
góðar á bragðið:
Exotic prótein hristingur
Frábær heilsuhristingur með frískandi
ávaxtabragði. Góður sem morgun-, hádegis-
eða kvöldverður.
250ml Exotic safi frá Biotta
1 mæliskeið Spirutein vanilla prótein duft
1 matskeið UDO’S 3,6,9 Olía
Allt hráefnið sett í blandara og hrært saman á
mesta hraða í u.þ.b eina mínútu og þá hellt í glas.
Gott er að setja klaka út í.
Granat eplahristingur
200ml Pomegranate safi frá Biona
1 mæliskeið Spirutein vanilla prótein duft
1 matskeið UDO’S 3 • 6 • 9 Olía
1 matskeið Beyond greens frá UDO’S
10 stk frosin hindber
Allt hráefnið sett í blandara (ef notuð eru frosin
hindber þá látið þau seinast út í) öllu blandað
saman á mesta hraða í u.þ.b eina mínútu.
Þessi blanda er fyrir einn. Gott er að nota fersk
íslensk bláber ef þau eru til.
Verði ykkur að góðu...
Udo‘s 3•6•9 fæst í apótekum og heilsubúðum.
Sannleikurinn um fitusýrur
í fitusýrum er að finna tvo undirstöðuþætti sem eru okkur lífsnauðsynlegir á
sama hátt og prótín, kolvetni, vítamín og steinefni
Udo's choice er fullkomin blanda
af lífsnauðsynlegum fitusýrum.
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt
fram á jákvæða eiginleika þeirra
fyrir heilsu okkar.Udo’s 3•6•9
olíublandan er sérvalin blanda
náttúrulegra, óunninna,
lífsnauðsynlegra fitusýra.