Fréttablaðið - 07.09.2007, Síða 45
stórum sýningarpöllum sem eru í
höfuðstöðvum Ilse Jacobsen fyrir
framan hundrað boðsgesti. Við
höfðum unnið baki brotnu við að
undirbúa sýninguna, útlitið í heild
sinni með tónlist og öllu tilheyrandi.
Góð vinkona mín, Guðbjörg Huldís,
kom frá Íslandi til að farða módel-
in. Ég treysti engum nema henni til
þess. Á svona degi er allt á fullu
bakvið tjöldin og við biðum
spenntar eftir viðbrögðunum. Inn
gengu níu módel og sýndu yfir 50
sett af fötum. Á 25 mínútum var
afrakstur hálfsárs vinnu sýndur.
Viðbrögðin voru rosalega góð og
skálað var í kampavíni.“
Fyrir sýninguna í Øxnehallen
sendir hvert fatamerki inn fjögur
sett af fötum og svo sjá stílistar sýn-
ingarinnar um að velja það úr sem
þeim þykir flottast. Helga segir að
það sé mikill fengur í því að vera
valinn en stílistarnir völdu tvö sett
frá Ilse. Eftir sýninguna fengu þær
ákaflega jákvæð viðbrögð og mikla
umfjöllun í dönsku pressunni.
Helga er frumkvöðull þegar
kemur að eigin klæðaburði. Hún á
fjöldann allan af fallegum kjólum
og er óhrædd við að skarta litríkum
og mynstruðum fötum.
„Ég get ekkert gert að þessu, hef
alltaf verið svona. Ég elska hönnuði
sem kunna að blanda litum fallega
saman. Það má kannski segja að
smekkurinn minn sé svolítið
„sætur“ með „baby-doll“ ívafi.
Uppáhaldshönnuðurinn minn
hefur verið Marc Jacobs. Það sem
ég fíla svo vel við hann er hvað fötin
hans eru klæðileg, ekki skúlptúrar
sem erfitt er að klæðast.“
Verslanir eru að fyllast af hlýleg-
um og notalegum fatnaði. Þegar
Helga er spurð út í hausttískuna
segir hún að þetta verði glamúr-
veturinn mikli. Það verði mikið um
latexáferð á fötum, lakkáferð á
skóm og beltum og pallíetturnar
verði ekki hafðar ofan í skúffu.
„Blár litur verður líka áberandi í
vetur. Það er mjög gaman að því
enda er langt síðan hann hefur
verið inni. Og svo verður allt svart,
svart í svart. „Black is the new
black“ stóð á auglýsingaskiltum í
Kaupmannahöfn um það leyti sem
tískuvikan var í hámarki. Hvað snið
varðar þá er helsta nýjungin hvað
mittislínan hefur hækkað mikið, er
nánast komin upp að brjósti.“
Hvað um öll þessi víðu snið,
hvernig á að nota þau?
„Það þarf að nota vítt með
þröngu. Það gengur ekki að vera í
víðu frá toppi til táar. Það er til
dæmis mjög sniðugt að nota belti
við víðu fötin til að forma þau
betur.“
Klæða Danir sig öðruvísi en
Íslendingar?
„Já, ég myndi segja það. Danir
eru aðeins afslappaðri, þeir eru
ekki eins uppstrílaðir og Íslending-
ar. Held það sé líka af því þeir hjóla
svo mikið og svo er hippa- og
bóhem-bragur á þjóðinni. Þetta
endurspeglast mikið í daskri hönn-
un.“
Þegar Helga er spurð út í verstu
mistök sem fólk gerir í klæðaburði
hugsar hún sig um í smá stund áður
en hún svarar.
„Mér finnst hræðilega ljótt þegar
fólk er ofhlaðið glingri, mér finnst
fallegra að bera fáa en veglega
aukahluti.“
Þegar Helga er spurð út í Kaup-
mannhafnarlífið játar hún því að
lifa öðruvísi lífi þar en á Íslandi.
„Kaupmannahöfn er æðisleg.
Það er miklu meira í boði í fata-
bransanum og menningarlífið er
mun blómlegra. Það er sagt að
Kaupmannahöfn verði fimmta
tískuborgin á eftir New York, París,
London og Mílanó. Því trúi ég
alveg. Tískuvikurnar hérna eru
orðnar svo stórar og fara stækk-
andi. Það er mjög gaman að taka
þátt í þessu.
Hér eru tækifæri fyrir fólk með
metnað. Íslendingar eru líka mjög
áberandi hérna, kaupandi upp
fyrirtæki og það er gaman. Einu
sinni var ekki borin virðing fyrir
Íslendingum. Dönum fannst bara
að þeir kæmu hingað til að lifa á
kerfinu en það hefur heldur betur
breyst á síðustu árum og í dag líta
þeir upp til Íslendinganna. Þeir tala
um Íslendinga sem duglegt fólk
sem þorir.“
R.O.O.M.
Nørregade 12
1165 Kaupmannahöfn
www.room.dk
Höll fagurkerans, hátt til lofts og vítt til
veggja. Í versluninni eru vörur frá
Habitat, Bestlite og Designers Guild og
því auðvelt að ofhita platínukortið.
FN.92
Larsbjørnstræde 6
1454 Kaupmannahöfn
www.fn92vintage.com
Ævintýraheimur
„vintage“-fatnaðar.
Verslunin er í sérlegu
uppáhaldi hjá danska
tískublaðinu Eurowom-
an sem matar danskar
skvísur á gömlu góssi. Það sem
er sérstakt við búðina er hvað
vörurnar eru í miklum háklassa.
NØ/ Lea Nørtved Pedersen
Larsbjørnstræde 22
1454 Kaupmannahöfn
Ef þig langar í skrautlega púða
úr smiðju Leu, plastdúka, skraut
á ísskápinn eða bara hangandi
alheimshnött þá er þetta rétta verslunin.
Urban Living
Frederiksborggade 50
1360 Kaupmannahöfn
www.urban–living.dk
Hér er skandinavísk hönnun í
hávegum höfð, hægt að kaupa falleg
húsgögn í bland við bolla, barnavagna
og hillur.
The Moood
Galleri K
Pilestræde 12 B
1112 Kaupmannahöfn
www.themoood.com
Mögnuð verslun sem selur
allt frá heitu kakói upp í
Kenzo-ullarteppi. Í versluninni
er líka snyrtistofa og frábært
kaffihús. Þetta er verslun
fyrir þá sem nenna að rogast með allt
of þunga tösku í handfarangrinum. Í
sama verslunarklasa er líka Malene
Birger, Day og H&M.
Fisk
Sankt Peders Stræde 1
1453 Kaupmannahöfn
www.noedhjaelp.dk/fisk
Í þessari verslun er hægt
að kaupa endurunnin föt, lesa bækur, fá
sér kaffi og dást að öllum gömlu fallegu
handmáluðu húsgögnunum sem eru
ekki til sölu heldur hluti af innréttingun-
um.
Notabene
Kronprinsensgade 10
1114 Kaupmannahöfn
Það er hættulegt að fara inn í þessa
verslun nema vera með nokkra fimm
hundruð króna (danska) seðla í
vasanum. Um það bil fallegustu skór í
alheiminum eða
allavega í þessum
hluta borgarinnar.
Í versluninni fást
líka Marc Jacobs-
skór en þeir eru
allt annað en ljótir!
KEYPT Í KÖBEN!
7. SEPTEMBER 2007 | SIRKUS | BLS. 9
Verðdæmi
VW Polo, nýskráður: 18.6.2004
Ekinn 57 þús. km - Verð 990.000 kr.
aðeins16.162 kr. á mán. í 72 mánuði.
Verðdæmi
Skoda Fabia, nýskráður: 28.1.2004
Ekinn 32 þús. km - Verð 950.000 kr.
aðeins15.531 kr. á mán. í 72 mánuði.
Nú býður Bílaþing HEKLU nokkra vel valda bíla með sumar-
og vetrardekkjum á einstökum kjörum. Viðskiptavinir munu
að auki fá glæsilega Hewlett Packard fartölvu.
HP Pavilion dv6331
Örgjörvi: AMD Turion 64 X2 1,8 GHz (dual core)
Vinnsluminni: 2 GB
Skjár: 15,4" WXGA
Harður diskur: 160GB SATA
Geisladrif: Lightscribe dual layer DVD skrifari
Minniskortalesari: 5 í 1
Vefmyndavél og fjarstýring
Skjástýring: Nvidia GeForce Go 7200, allt að 256 MB
Stýrikerfi: Microsoft Windows Vista Home Premium
Glæsilegur hugbúnaðarpakki
2ja ára ábyrgð frá Opnum kerfum
Listaverð: 119.900 kr.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
-
0
7
-1
2
0
5
Númer eitt í notuðum bílum
100%
lán
Laugavegur 174 | Klettháls 11 | Sími 590 5040 | Opið mánudaga–föstudaga kl. 10–18 og laugardaga kl. 12–16
FRÁ 15.500 kr. Á MÁNUÐI
BÍLL + TÖLVA