Fréttablaðið - 07.09.2007, Qupperneq 50
BLS. 14 | sirkus | 7. SEPTEMBER 2007
Á að nota haustið
til að koma sér í form?
„Það er ekkert meiri áhersla á það á
haustin en á öðrum tímum en ef ég er
hreinskilin verð ég að viðurkenna að ég
er ekki mikill íþróttaálfur. Ég hleyp inn og
út úr bílnum og upp og niður stiga. Ég er
alltaf á hlaupum og læt það bara duga.”
Sóley Kristjánsdóttir plötusnúður.
„Að sjálfsögðu, TT-átak í JSP. Ég er að
fara að byrja og er komin með hnút í
magann. Mun mæta 6.15 þrisvar í viku.
Er maður ruglaður eða hvað?”
Bryndís Ásmundsdóttir leikkona.
„Jú, það á að gera það. Planið er að
nota kortið í World Class og hætta að
vera bara styrktaraðili. Ég ætla að
gerast notandi.”
Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumaður.
„Já, það má segja það. Allavega ætla ég
að láta laga á mér ökklann svo þetta er
pínu bókstaflegt hjá mér. Ég er kominn
með álagsmeiðsli eftir allan djöfulgang-
inn og ætla að láta herða upp á mér
ökklann.”
Ívar Örn Sverrisson leikari.
A ndrea er nía en nían er alheimstala og getur lagað sig að öllu,“ segir spákonan Sigríður Klingenberg um athafnakon-
una Andreu Róberts. „Andrea er að
koma úr frekar erfiðu ári, þá er ég
að meina árið 2006, en miklar
breytingar hafa orðið á högum
hennar á þessu ári. Þetta ár verður
skemmtilegt og óvenjulegt sem er
kannski ekkert nýtt fyrir Andreu.
Hún á eftir að ferðast mikið á árinu
og hitta margt og spennandi fólk
og margt fólk sem hana hefur lengi
langað að hitta. Hún er að hugsa
sér nýjar brautir í lífinu og er komin
í tengingu við nýtt fólk sem á eftir að lyfta
henni á nýjan stall, hvort sem hún vill það eða
ekki. Andrea hefur óvenju skemmtilega orku
og hefur sérstakt lag á að koma
öllum í gott skap í kringum sig.
Eins og Andrea er nían sterk og
mikill leiðtogi og leiðtogaorkan
skín sterk í gegnum Andreu og hún
á eftir að nýta sér hana og verða
miklu sýnilegri persóna en hún
hefur nokkurn tímann verið.
Á næsta ári, árið 2008-9, eru frjó-
semisár fyrir Andreu svo það er um
að gera að æfa sig vel svo egg klekist
(nú verður kærastinn ánægður). Eitt
er víst að Andrea
er á góðu tíma-
bili.“
Næstu ár verða frjósöm
Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus
www.klingenberg.is
ANDREA RÓBERTS
„Eins og Andrea er
nían sterk og mikill
leiðtogi og leiðtoga-
orkan skín sterk í
gegnum Andreu og
hún á eftir að nýta sér
hana og verða miklu
sýnilegri persóna en
hún hefur nokkurn
tímann verið.“
SPURNINGAKEPPNI sirkuss
Helgi Seljan
1. Pass.
2. LA Galaxy.
3. Garðar Cortes.
4. Hann reyndi að fremja sjálfsvíg.
5. Stefán Máni.
1. Hvað heitir fimmta og nýjasta
plata Eivarar Pálsdóttur?
2. Með hvaða knattspyrnuliði leikur
David Beckham?
3. Hvaða íslenski tónlistarmaður
hefur slegið í gegn í Grikklandi með
lagið In My Place?
4. Af hverju komst Hollywood
leikarinn Owen Wilson í fréttirnar á
dögunum?
5. Hver skrifaði bókina Skítadjobb
sem kom út árið 2002?
6. Hver leikstýrir söngleiknum
Gretti?
7. Hvernig er fáni Skotlands á litinn?
8. Hvað heitir eiginkona Dr. Phil?
9. Hver er talin áhrifamesta kona
heims um þessar mundir af tímarit-
inu Forbes?
10. Hver er ritstjóri Blaðsins?
6. Rúnar Freyr Gíslason.
7. Hvítur og blár.
8. Nancy.
9. Hillary Clinton.
10. Ólafur Stephensen.
SPURNINGAKEPPNI SIRKUS HELDUR ÁFRAM. KASTLJÓSSMAÐURINN HELGI SELJAN HEFUR
REYNST ÓSIGRANDI HINGAÐ TIL. HÉR MÆTIR HANN FRÉTTAKONUNNI RAKEL ÞORBERGSDÓTTUR.
6. Rúnar Freyr Gíslason.
7. Blár og hvítur.
8. Mrs Phil.
9. Hillary Clinton.
10. Ólafur Þ. Stephensen.
Helgi og Rakel fengu bæði fimm stig. Helgi er ósigraður og heldur því áfram. Rakel skorar á fréttamanninn Finn
Beck sem mætir Helga í næstu viku.
Rakel Þorbergsdóttir 5 RÉTT SVÖR
1. Eivör 5.
2. Los Angeles Galaxy.
3. Magni.
4. Hann reyndi að fyrirfara sér.
5. Jón Atli Jónasson.
5 RÉTT SVÖR
1.
H
um
an
C
hi
ld
. 2
. L
os
A
ng
el
es
G
al
ax
y.
3
. B
M
V
eð
a
Br
yn
ja
r M
ár
V
al
di
m
ar
ss
on
.4
. H
an
n
re
yn
di
a
ð
fre
m
ja
sj
áf
sm
or
ð.
5
. Æ
va
r Ö
rn
J
ós
ep
ss
on
. 6
. R
ún
ar
F
re
yr
Gí
sl
as
on
.7
. B
lá
r o
g
hv
ítu
r.8
. R
ob
in
.9
. A
ng
el
a
M
er
ke
l.
10
. Ó
la
fu
r S
te
ph
en
se
n.
S öngkonan Alma í Nylon og fyr-irsætan Edda Björk Pétursdótt-ir fengu hugmyndina að sjálf-
styrkingar- og fyrirsætunámskeiðum
fyrir unglinga og ákváðu að hrinda
henni strax í framkvæmd. Alma segir
að henni hafi fundist vanta almenni-
legt námskeið til að hjálpa unglingum
að fá meira sjálfstraust.
,,Það eru ákveðnir hlutir sem ungl-
ingar læra ekki í skólanum sem er mik-
ilvægt að kunna. Það bjargaði mér
þegar ég byrjaði í Nylon að hafa sótt
bæði leiklistar-og söngnámskeið,“ segir
Alma.
Á námskeiðunum er farið yfir fram-
komu, sjálfsálit, líkamsburð, heilsu,
förðun, átraskanir, fjármál og að láta
drauma sína rætast. Námskeiðin eru
tvö, annars vegar fyrir 13-15 ára og
hins vegar 16-20 ára. Þau eru í
fyrirlestraformi og koma
margir þekktir aðilar við
sögu. Unnur Birna Vil-
hjálmsdóttir fegurðar-
drottning er ein af þeim.
Hún segist þó ekki vilja gefa
nákvæmlega upp hvað hún
ætlar að kenna unglingun-
um.
„Ég get þó lofað því að ég
ætla að segja þeim frá ýmsu
sem hefur drifið á daga mína,
sérstaklega frá tímanum sem Miss
World.“
Hafðir þú nægt sjálfstraust þegar þú
varst kjörin ungfrú Ísland á sínum
tíma?
„Já, ég myndi segja það. Ég var orðin
21 árs þegar ég tók þátt í keppninni og
hafði náð töluverðum þroska. En þetta
námskeið er pottþétt eitthvað sem
hefði hentað mér þegar ég var yngri,“
segir Unnur Birna. Fyrir utan að vera að
kenna á námskeiðunum er Unnur Birna
á fullri ferð í Háskólanum í Reykjavík
þar sem hún leggur stund á lögfræði.
„Svo er ég að byrja aftur að kenna
dans eftir tveggja ára hlé. Ég kenni bæði
í Dansskóla Birnu Björns og Dansstúd-
íói World Class.“
Verður maður svona flottur af dans-
inum?
„Það veit ég ekki, er ekki dómbær
á það því ég er búin að vera í
dansi og fimleikum síðan ég var
fjögurra ára. Dansinn er svo
skemmtilegt sport og af
honum lærir maður að bera
sig betur,“ segir Unnur Birna
klár í slaginn fyrir veturinn.
Skráning á
namskeid.com
martamaria@frettabladid.is
STJÖRNUM PRÝDD SJÁLFSTYRKINGARNÁMSKEIÐ
Alma og Unnur Birna
hjálpa unglingunum
VINKONUR
Unnur Birna
og Alma
hlakka til að
kenna
unglingunum.
SÓLEY ÁSTUDÓTTIR
Veit allt um förðun.