Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 58
Tilkynningar um merkisatburði má senda á
netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5000.
Hress heilsurækt er tuttugu ára um
þessar mundir og í tilefni af því verð-
ur boðið til glæsilegrar afmælisveislu
í húsakynnum stöðvarinnar að Dals-
hrauni 11 í Hafnarfirði á morgun.
„Við ætlum að fagna þessum
áfanga með því að bjóða gömlum
og nýjum viðskiptavinum í boð sem
verður haldið hérna frá klukkan 18
til 20 á morgun,“ segir eigandinn og
framkvæmdastjórinn, Linda Hilmars-
dóttir, sem bætir við að þar verði
ávextir og grænmeti í fyrirrúmi ásamt
eins hollu víni og völ er á.
„Við ætlum að hittast á sama stað og
venjulega en sleppum svitagallanum
að þessu sinni,“ segir Linda og hlær.
„Spjalla saman og rifja upp gamla tíma.
Það hefur náttúrlega gengið á ýmsu
síðastliðin tuttugu ár.“
Linda tók við rekstri Hress fyrir
fimmtán árum en þá var stöðin í eigu
Önnu Haraldsdóttur. Athygli vekur að
líkt og margar líkamsræktarstöðvar á
Íslandi hefur Hress verið í eigu kvenna,
en Linda rekur það til níunda áratugar-
ins þegar þolfimiæði tröllreið öllu.
„Þetta byrjaði allt með þolfimi þegar
Jane Fonda kynnti hana á sínum tíma.
Við byrjuðum margar með tíma í ein-
hverjum litlum sölum. Síðan hlóðst
utan á þetta, þannig að úr urðu fyrir-
tæki sem voru lítil fyrir tuttugu árum
en hafa vaxið og dafnað þar sem sífellt
fleiri leita eftir heilsurækt af þessu
tagi.“
Ýmsar breytingar hafa átt sér stað
á starfsemi Hress síðan þá, ekki síður
en á líkamsrækt almennt á Íslandi. Til
marks um það bendir Linda á húsnæðis-
skipti stöðvarinnar, sem var flutt úr
Bæjarhrauni 4 í Dalshraun 11 fyrir
tíu árum, stækkun stöðvarinnar og þá
stöðugu endurnýjun sem á sér stað á
tímum.
„Það er alltaf að koma eitthvað nýtt
og skemmtilegt og við teljum okkur
vera þar í fararbroddi. Við erum með
öfluga tímatöflu, sem samanstendur
af hjólatímum, body steps, body pump,
body combat og fleiru og fylgjum svo-
kölluðu Les Mills-æfingakerfi, sem er
stundað af fjórum milljónum manna í
viku hverri á 11.000 stöðvum um allan
heim. Á þriggja mánaða fresti fáum
við nýja tímatöflu senda að utan. Hér
fer fram kennsla í þessu kerfi, sem er
ætlað kennurunum, rétt fyrir boðið.“
Þá er verið að gera umtalsverðar
endurbætur á stöðinni sjálfri, þar
sem tækjum verður fjölgað, móttaka
stækkuð og lítið og notalegt kaffihús
opnað. Linda vonast þó til að það verði
ekki einu breytingarnar, þar sem Hress
hefur sótt fast eftir rekstri á nýrri
sundlaug og heilsurækt á völlunum í
Hafnarfirði. „Ég vonast þannig til að
bærinn verðlauni okkur fyrir að hafa
staðið fyrir heilsueflingu Hafnfirðinga
síðustu tuttugu ár,“ segir hún.
Þrátt fyrir að ekki hafi náðst að ljúka
ofangreindum endurbótum segir Linda
aldrei hafa komið til greina að fresta
afmælinu. „Þetta átti að vera tilbúið um
helgina, en tekur lengri tíma en maður
ætlaði. Það verður bara fínt að breyta
bekkpressunni í kokkteilstól. Annars
fögnum við á hverjum degi að hafa
verið til í tuttugu ár.“
Tupac Shakur skotinn
„Vel á minnst þá hrósa
ég fólki með því að
kalla það geðveikt.
Manson er sannarlega
geðveikur. Vonandi er
ég það líka.“
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, fósturmóður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Lilju Sigrúnar Óskarsdóttur
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, miðvikudaginn
22. ágúst. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir góða umönnun.
Auðbjörg Eggertsdóttir
Sigurður Eggertsson
Klemenz Eggertsson
Erla Stringer
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
sambýliskona, amma og langamma,
Anna Margrét Tryggvadóttir
Brautarholti, Blönduósi,
lést á Heilbrigðisstofnun Blönduósi föstudaginn
31. ágúst. Jarðsungið verður frá Blönduóskirkju
laugardaginn 15. september kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda
Þóra, Kolbrún, Árni og Ragnar.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Hávarður Hálfdánarson
skipasmiður, áður til heimilis að
Seljalandsvegi 79, Ísafirði,
lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 4. september.
Útför verður auglýst síðar.
Þorleifur Hávarðarson Guðný Þorsteinsdóttir
Markús H. Hávarðarson Svala Stefánsdóttir
Gróa Hávarðardóttir Guðmundur Gunnarsson
Kristjana G. Hávarðardóttir Ásgeir Sigurðsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
70 ára afmæli
Kristinn
Kristmundsson
fyrrverandi skólameistari á Laugarvatni
verður sjötugur á morgun.
Af því tilefni ætlar hann að taka á móti
gestum í FRAM-heimilinu við Safamýri í
Reykjavík í kvöld, 7. september frá klukkan
20 og vonast til að sjá sem allra flesta.
Kristinn biðst undan afmælisg jöfum en
leyfi r sér að benda á nýstofnaðan sjóð til
styrktar efnilegum nemendum við
Menntaskólann að Laugarvatni. Kennitala sjóðsins er 630807-1070,
banka- og reikningsnúmer 0120-05-570537.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
Ingunnar S. Jónsdóttur
áður til heimilis að Sléttuvegi 13.
Sérstakar þakkir færum við til Hjúkrunarheimilisins
Droplaugarstaða fyrir ómetanlega alúð og umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda
Jóna Gróa Sigurðardóttir, Guðmundur Jónsson,
Mattína Sigurðardóttir og Sigurjón Kristjánsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Erna Halldórsdóttir
Kolbeins
kennari, síðast til heimilis að Skjóli,
lést að morgni 5. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Halldór Torfason Védís Stefánsdóttir
Ragnheiður Torfadóttir Gunnar Ingi Hjartarson
Lára Torfadóttir Hafsteinn Pálsson
Ásthildur Gyða Torfadóttir Kristberg Tómasson
Erna Torfadóttir Geir Sæmundsson
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
Jóhann Jón Þorvaldsson
húsgagnasmiður, Furugerði 1,
áður til heimilis að Geitlandi 6, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn
10. september kl. 15.00.
Selma Jóhannsdóttir
Magnús Jóhannsson Elín Guðmundsdóttir
afa- og langafabörn.
Okkar hjartkæra
Anna Einarsdóttir
kjólameistari
Miðholti 3, Mosfellsbæ,
lést 27. ágúst sl. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju
föstudaginn 7. september kl. 13.00. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á ABC barnahjálp.
Ellen Einarsdóttir
Áslaug Einarsdóttir
Sigríður Einarsdóttir
María Einarsdóttir
Alda Sigurðardóttir
80 ára
Ragnar G. Jónasson
fyrrv. slökkviliðsmaður frá Kefl avík,
varð áttræður 5. september sl.
Af því tilefni ætlar hann að bregða undir
sig betri fætinum og halda út á land til að
fagna með stórfjölskyldu sinni um helgina.