Fréttablaðið - 07.09.2007, Síða 66
Nú eru tæpar sex vikur þangað til Iceland Airwaves-hátíðin 2007
skellur á og þess vegna alveg kominn tími til að kíkja aðeins á dag-
skrána. Þegar þetta er skrifað eru komin 130 nöfn á listann yfir þá sem
koma fram á hátíðinni á þeim fimm dögum sem hún stendur yfir (17.–
21. október) þannig að það er ljóst að eins og undanfarin ár verður
erfitt að velja og hafna.
Af erlendu atriðun-
um verða þessi að
teljast algjört möst:
!!! – Ein af braut-
ryðjendasveitum NY
pönk-fönk bylgjunnar.
Bonde do Role – ásamt
CCS heitasta nafnið í
brasilísku poppi.
Platan hennar With
Lasers er skemmtileg
og bandið ku vera villt
á sviði.
Buck 65 – Hip-hop-blús
snillingur frá Kanada.
Deerhoof – San
Francisco-indísveit
sem er búin að vera að
lengi. Nýja platan hennar, Friend Opportunity, er afbragð.
Chromeo – 80’s litaður danstónlistardúett frá Kanada.
Lali Puna – Þýskt gæðarafpopp frá Morr.
Late Of The Pier – Ný bresk sveit sem lofar mjög góðu. Rafrænt
glysrokk.
Loney, Dear – Sænskur eðall.
Of Montreal – Heitasta bandið í ár. „Arcade Fire ársins 2007“ eða
þannig …
The Teenagers – Stórskemmtileg ensk/frönsk sveit í miklu uppáhaldi
hjá músíkpressunni. Laganöfnin Scarlett Johansson og Fuck Nicole
segja kannski eitthvað um stemninguna.
Og svo má ekki gleyma Bloc Party, Kasper Björke, Khonnor og
Trentemöller …
Íslenska deildin er svo algjört allsnægtaborð og allir að gera sitt
besta. Hvað með Bloodgroup, Esju, Gavin Portland, Hjaltalín, Jakobín-
arínu, Motion Boys, Mr. Sillu & Mongoose, Retro Stefson, Skáta og
Sprengjuhöllina? Eða kannski Cocktail Vomit, Mig, FM Belfast,
Hairdoctor, I Adapt, Kimono, múm, Reykjavík!, Seabear, Severed
Crotch og Úlpu? Nú eða …
Tóndæmi og tengla má finna á icelandairwaves.com
Talið niður að Airwaves
Bretinn viðkunnanlegi
James Blunt mun um
miðjan mánuðinn senda frá
sér sína aðra breiðskífu.
Á platan að fylgja eftir
ofurhittaraplötunni Back
to Bedlam sem kom út
árið 2005. Steinþór Helgi
Arnsteinsson forvitnaðist
um nýju plötuna.
James Hillier Blount, betur
þekktur sem James Blunt, fæddist
árið 1974 í Englandi en faðir hans
var háttsettur innan breska
hersins. Seinna gekk Blunt sjálfur
til liðs við herinn og gegndi stöðu
kapteins í Kosovo. Aðeins ári eftir
að Blunt hætti í hernum hafði
hann landað samningi hjá EMI-
plötufyrirtækinu. Hann vakti líka
athygli hjá Lindu Perry,
fyrrverandi meðlimi í 4 Non
Blondes og heilans á bak við Pink,
sem fékk hann til liðs við sig hjá
plötufyrirtækinu Custard í
Bandaríkjunum.
Eftir misvel heppnaðar tilraunir í
Bretlandi á smáskífumarkaðnum
gerði lagið You’re Beautiful allt
vitlaust. Lagið fór á toppinn og
platan, Back to Bedlam, skaut X &
Y plötu Coldplay ref fyrir rass á
breiðskífulistanum. Lagið fór síðan
eins og eldur um sinu um allan
heim og ekki leið á löngu áður en
það toppaði bandaríska Billboard-
listann. Hafði breskt lag ekki náð
þeim áfanga síðan Candle in the
Wind með Elton John hafði gert
slíkt.
Síðan þá hefur frægðarsól Blunt
risið hátt. Aðrar smáskífur af
Back to Bedlam hafa gert garðinn
frægan og sjálfur hefur Blunt
verið mikið í sviðsljósinu og komið
fram meðal annars í Saturday
Night Live og hjá Opruh Winfrey.
Blunt hefur samt ítrekað reynt að
forðast sviðsljósið og vill yfirleitt
lítið segja um sitt einkalíf. Slíkt
hefur hins vegar reynst sem
bensín á bál pressunnar.
Nýja platan, All the Lost Souls,
var tekin upp í Los Angeles hjá
Tom Rothrock sem einnig annað-
ist upptökustjórn á Back to
Bedlam. Blunt hefur hins vegar
sagt að mikið af plötunni hafi
hann samið á Ibiza.
Fyrsta smáskífulagið, 1973,
varð þannig til eftir eitt hressi-
legt kvöld á skemmtistaðnum
Pacha á partíeyjunni frægu.
Lagið var samið í samvinnu við
Mark Batson, sem er helst
þekktastur fyrir að vinna með
bandarískum hip-hop lista-
mönnum, til dæmis Dr. Dre, The
Game, Beyoncé og Jay-Z.
Lagið 1973 er nú þegar tekið
að hljóma á útvarpsstöðvum um
allan heim en hefur ekki slegið
eins rækilega í gegn og til dæmis
You’re Beautiful enda 1973 frá-
brugðið flestu öðru sem Blunt
hefur sent frá sér. Lagið náði þó
inn á topp tíu í Bretlandi.
„Fyrir mér er engin pressa í
gangi,“ útskýrir Blunt. „Eftir að
hafa selt yfir 11 milljón plötur veit
ég að líkurnar á að það endurtaki
sig eru hverfandi. Í stað þess að
setja það sem markmið reyni ég
frekar að gera plötu sem ég hef
virkilega gaman af og er virkilega
sáttur með. Platan er eitthvað sem
ég get sagt að sýni þroska minn og
þróun sem lagahöfundur og sem
tónlistarmaður, sýnir breyting-
arnar í mínu lífi og skráir og ritar
á þann hátt.“
Blunt hefur einnig sagt að lögin
á plötunni hafi meira verið samin
með hljómsveit í huga en lögin á
Back to Bedlam. Í fréttatilkynn-
ingu segir jafnframt að platan eigi
sérstaklega að heilla aðdáendur
Carly Simon og James Taylor.
Hvað sem því líður geta allir
James Blunt-aðdáendur fagnað
útgáfu All the Lost Souls um miðj-
an septembermánuð.
Þriðja plata íslensku harðkjarna-
sveitarinnar I Adapt, Chainlike
Burden, er komin út. Upptökur á
plötunni hófust í febrúar á síð-
asta ári og hefur mikið vatn runn-
ið til sjávar síðan þá. „Þetta er
langur tími fyrir stutta plötu,“
segir söngvarinn Birkir Fjalar
Viðarsson um upptökuferlið. „Ég
fékk söngvírus í hálsinn og síðan
vorum við ekki með nógan pen-
ing til að bóka stúdíó lengi í einu.
Þetta gekk allt rosalega hægt.
Svo kom tímabil þar sem við
vorum ekki sáttir við hljóminn og
byrjuðum að „mixa“ allt upp á
nýtt. Það er búið að leggja mikið í
þetta þannig að þetta geti komið
sæmilega út. Við vildum að þetta
væri langbesta platan okkar,“
segir hann.
I Adapt fer í tveggja vikna tón-
leikaferðalag um austurströnd
Bandaríkjanna í byrjun október,
en platan kemur einnig út þar í
landi og í Kanada. „Við fórum síð-
ast til Bandaríkjanna í mars á
þessu ári. Það gekk miklu betur
en við þorðum að vona þannig að
um leið og sá túr var búinn ákváð-
um við að fara strax út aftur.“
I Adapt spilar næst á Sköllfest
í Tónlistarþróunarmiðstöðinni 11.
september ásamt Blacklisted frá
Bandaríkjunum, Celestine, Dys,
Kimono, Drep, Retron, The South
Coast Killing Companu, Diabolus
og Skít.
Langt upptökuferli I Adapt
Dagskrá Iceland Airwaves, sem hefst í októ-
ber, er óðum að taka á sig endanlega mynd og
stefnir í afar fjölbreytta og skemmtilega
tónlistarhátíð. Auk bandarísku hljómsveitar-
innar Grizzly Bear, sem staðfesti nýverið
komu sína, hefur Amiina ásamt bresku
sveitunum Slow Club og Late of the Pier skráð
sig til leiks. Koma þær tvær síðastnefndu
fram á tónleikum bresku útgáfunnar Moshi
ásamt hinni efnilegu íslensku sveit Retro
Stefson. Á síðasta ári spiluðu The Klaxons,
sem vann Mercury-verðlaunin fyrir skömmu,
og Tilly and the Wall á tónleikum Moshi-
útgáfunnar í Hafnarhúsinu og því ljóst að um
spennandi viðburð verður að ræða.
Nýsjálenska hljómsveitin Cut Off Your
Hands, sem þykir sjóðheit á tónleikum, hefur
einnig boðað komu sína á Airwaves. Verður
þetta í fyrsta sinn sem nýsjálensk sveit
kemur fram á hátíðinni. Á meðal fleiri sveita
sem hafa bæst í hópinn eru Jagúar,
Búdrýgindi, Hraun, Changer, Morðingjar,
Computer Club frá Bretlandi, XXX
Rottweiler og Worm is Green. Miðasala á
hátíðina hefst miðvikudaginn 12. september.
Fjölbreytni í fyrirrúmi
specials
föstudaginn 20. og laugardaginn 21. apríl
Nýtt band
Specials sérhæfa sig í
sjöunda áratugnum
- Bítlunum, Stones og Pretty Things
Sérfræðingarnir lofa
stanslausu stuði á Kringlukránni.
Smeygjum okkur í dansskóna
og mætum tímanlega.
p