Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 68

Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 68
Trommuleikarinn Gunnlaugur Briem farinn til Noregs þar sem hann heldur námskeið fyrir norska trommuleikara í sam- vinnu við Listaskólann í Stafangri. Gulli hefur áður haldið fyrirlestra um trommuleik í Noregi en einnig í Asíu árið 2005 í samvinnu við breska hljóðfæra- framleiðandann Premier. Hann ætlar á námskeiðinu að leika nokkur þekkt lög sem hann hefur útbúið sérstaklega fyrir Norðmennina og tala um trommu- settið og hlutverk þess. Til stendur að þessi dagskrá verði flutt á Íslandi á haustmánuðum. Gulli Briem til Noregs Hljómsveitin Franz Ferdinand, sem spilar á Nasa 14. september, heldur óvænta aukatónleika á skemmtistaðnum Organ kvöldið eftir. Sveitin óskaði sjálf eftir því að halda aukatónleika á enn minni stað í Reykjavík fyrir föruneyti sitt og aðdáendur. Verður tak- markað magn miða sett í sölu. Franz Ferdinand ætlar að kynna efni af væntanlegri plötu sinni á tónleikum sínum hér á landi. Mun Jakobínarína sjá um upphitun á Nasa, en uppselt varð á þá tón- leika fyrir löngu. Sveitin sló í gegn með frum- burði sínum sem hafði að geyma lög á borð við Take Me Out, Michael og This Fire. Ári síðar gaf hún út plötuna You Could Have It So Much Better sem fékk einnig mjög góðar viðtökur. Miðasala á tónleikana á Organ hefst laugar- daginn 8. september. Óvæntir tónleikar Íslenski tenórinn Garðar Thor Cortes er einn fimm söngvara sem gætu erft vinsældir Pavarottis. Greinahöfundurinn Adam Sweeting hjá Telegraph í Bret- landi veltir því fyrir sér hverjir muni nýta sér skarðið sem hafi myndast við fráfall Pavarottis, þessa mesta tenórs fyrr og síðar, og nefnir Garðar til sögunnar auk fjögurra annarra. Garðar Thor var steinsofandi þegar Fréttablaðið vakti hann en hann var nýkominn til eyjunnar Jersey á Ermarsundi þar sem hann á að syngja á styrktar- tónleikum Kiri Te Kanawa í kvöld. Honum þótti óneitanlega mikill heiður að vera nefndur í sömu andrá og ítalski hetjutenórinn en taldi þetta ótímabærar vanga- veltur. „Röddin hans var einstök og það verður erfitt fyrir nokkurn mann að feta í fótspor hans,“ segir Garðar. „Ég var á æfingu áðan með Kiri og það var fátt annað rætt en andlát Pavarottis,“ bætir Garðar við. Sweeting nefnir einnig Ítalann Andrea Bocelli sem lengi hafi dreymt um að verða „alvöru“ óperusöngvari en gagnrýnendur hafi skotið þær hugmyndir í kaf og sagt tenórnum að halda sig við það sem hann geri best, að syngja léttsígild og poppuð lög. Næstur á lista er Alfie Boe og á eftir honum er Russell Watson. Þá nefnir Sweeting einnig Paul Potts, lagerstarfsmanninn sem sló eftirminnilega í gegn í Britain‘s Got Talent.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.