Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 71

Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 71
Heimasíðan hiphop.is hefur göngu sína á ný á laugar- dag eftir tveggja ára hlé. Af því tilefni verða haldnir tónleikar á Organ þar sem Bent, Sesar A, Dabbi T, Móri og Beatur troða upp. Ætla þeir að flytja töluvert af nýju efni. „Það komu upp tæknimál og út af vinnu og öðru hef ég ekki haft tíma til að koma henni í gang,“ segir Ómar Ómar, sem starfrækir síðuna. „Ég hef verið í sumar að púsla síðunni saman. Það er búið að vera þvílíkur þrýstingur á mig allan tímann sem hún hefur verið niðri að koma henni aftur í gang. Þannig að það er mikil eftirvænting eftir vefnum.“ Á tónleikunum stendur gestum til boða að kaupa nýja plötu, Lifandi orð, sem inniheldur nýtt og áður óútgefið íslenskt rapp með fjölda flytjenda. Verður hún seld í takmörkuðu upplagi. Á meðal flytjenda eru Sesar A ásamt Rósu, Class B ásamt Earmax, 1985!, Beatmakin Troopa, Grænir fingur og Heimshugar. „Mig langaði að gera „mix“-diskinn til að sýna fram á breiddina sem er komin í hiphopið. Þetta er orðin rosalega fjölbreytt sena og það er kominn tími til að fólk átti sig á því að þetta er ekki bara einhver krakka- tónlist,“ segir Ómar. Húsið verður opnað klukkan 20 og er 20 ára aldurs- takmark. Miðaverð er 800 krónur. Hiphop er ekki krakkatónlist KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 0 7 -1 2 0 4 Kia Picanto er lipur og nútímalegur smábíll sem sameinar glæsilegt útlit og frábæra aksturseiginleika. Nú bjóðum við takmarkað magn af Picanto Dísil með sumar- og vetrardekkjum á frábæru verði, aðeins 1.430.000 kr. Með bílnum fylgir bílastæðaskífan sem færir þér ókeypis bílastæði í miðborginni. Engin útborgun 20.302 kr. á mánuði* Fallegur og sparneytinn DÍSIL KIA PICANTO eyðir aðeins 4,2 lítrum á hundraði í blönduðum akstri Frábær kaup * Afborgun miðast við 100% lán til 84 mánaða í blandaðri myntkörfu frá AVANT og 1,5% lántökugjald Takmarkað magn!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.