Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 73
Valdimar Þórsson
skoðar það alvarlega þessa dagana
hvort hann eigi að fara í hart gegn
handknattleiksdeild Fram.
Ástæðan er sú að Fram vildi ekki
skrifa undir félagaskipti til
sænska félagsins HK Malmö fyrr
en Valdimar hefði endurgreitt fé
sem hann fékk frá Fram er hann
skrifaði undir samning við
Safamýrarliðið í sumar.
„Ég er að skoða mína stöðu í
málinu og er að íhuga lögsókn
enda taldi ég ekki rétt af Fram að
krefja mig um þessa peninga,“
sagði Valdimar við Fréttablaðið.
Ef Valdimar lætur verða alvöru úr
málinu verða tveir handboltamenn
í málaferlum við félagið en Sigfús
Páll Sigfússon hefur þegar farið
með sitt mál alla leið í héraðsdóm
til að fá sig lausan frá Fram.
Í samningi Valdimars við Fram
er tekið fram að hann sé laus frá
félaginu berist tilboð í hann upp á
20 þúsund evrur, sem eru tæplega
1,8 milljónir króna. Malmö var
tilbúið að greiða þessa upphæð
fyrir Valdimar, sem fer út til
Svíþjóðar eftir að Malmö fær það
staðfest frá Fram að Valdimar sé
laus fyrir áðurnefnda upphæð.
„Eftir að ég er kominn út byrja
Framarar allt í einu að biðja um
endurgreiðslu á peningagreiðslu
sem ég fékk við undirskrift samn-
ingsins. Mér fannst þeir ekki eiga
rétt á því enda var ekkert ákvæði
um slíkt,“ sagði Valdimar en sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
hljómar þessi greiðsla upp á tíu
þúsund evrur, eða tæplega 900
þúsund íslenskar krónur.
Fram neitaði að skrifa undir
félagaskiptin fyrr en það fengi
peningana til baka. Valdimar leit-
aði þá aðstoðar lögfræðinga og í
kjölfarið var haft samband við
HSÍ og þess krafist að sambandið
gæfi út leikheimild fyrir Valdimar
með sænska félaginu. Við þeirri
bón varð HSÍ ekki. Lögmaður
Valdimars taldi enn fremur að ef
Fram teldi sig eiga inni pening hjá
leikmanninum ætti félagið að
sækja það sjálfstætt. Fram ætti
aftur á móti að samþykkja félaga-
skiptin þar sem HK Malmö væri
búið að fullnægja ákvæðum samn-
ings Valdimars.
Valdimar bauð að lokum sátt í
málinu, sem var samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins 5.000
evrur. Því tilboði var hafnað af
Fram. Að lokum sættist Valdimar
á kröfur Framara svo hann gæti
gengið í raðir sænska félagsins,
þar sem hann var þegar byrjaður
að æfa með félaginu og var fluttur
út með konu og barn.
„Þetta var eina leiðin í stöðunni.
Það var ekkert hægt að bíða með
þetta lengur. Félagið hefði hugsan-
lega leitað að öðrum leikmanni ef
félagaskiptin hefðu ekki gengið í
gegn og ég vildi ekki missa af því að
spila með liðinu. Þess vegna samdi
ég þó svo að ég væri ekki sáttur. Ég
er fyrst og fremst feginn að vera
laus frá Fram og kominn til Malmö.
Við sjáum svo hvað setur,“ sagði
Valdimar en samningar náðust ekki
fyrr en um síðustu helgi og félaga-
skiptin fóru í gegn síðastliðin
mánudag.
Handknattleikskappinn Valdimar Þórsson íhugar alvarlega þessa dagana að
lögsækja handknattleiksdeild Fram. Valdimar segir félagið hafa þvingað sig til
að endurgreiða peninga sem hann telur sig hafa rétt á að halda.
Opið: Mán. 10 - 18, þri.-fös. 9 - 18, lau. 12 - 16.Sævarhöfða 2 Sími 525-8000
Akureyri
464-7940
Njarðvík
421-8808
Höfn í Hornafirði
478-1990
Umboðsmenn
um land allt
Jón Eggert Hallsson,
formaður handknattleiksdeildar
Fram, segir að viðbrögð Valdi-
mars Þórssonar komi sér á óvart
enda taldi hann félagið hafa gert
samkomulag við Valdimar í
góðu.
„Þetta kemur mér mjög á
óvart. Við ræddum nær eingöngu
við föður hans og við náðum sátt-
um við hann. Það var allt í mesta
bróðerni. Öll okkar samskipti við
þá hafa verið í góðu lagi þannig
að þessi tíðindi koma mér á
óvart. Þó svo að við höfum verið
að deila um þessa greiðslu voru
samskiptin í lagi og við enduðum
á að skrifa undir samkomulag
sem ég taldi menn vera sátta
um,“ sagði Jón Eggert við Frétta-
blaðið í gær.
Jón staðfestir að Fram hafi
neitað að skrifa undir félaga-
skiptin við Malmö fyrr en sátt
hafi náðst vegna eingreiðsl-
unnar.
„Samskipti okkar við Malmö
voru alltaf á þann veg að ákveðin
upphæð sem þeir vildu greiða
væri ekki nóg enda stóð í samn-
ingnum að Valdimar mætti fara
fyrir þessa ákveðnu upphæð ef
um stórlið væri að ræða. Við
litum á þessa fyrirframgreiðslu
sem laun og við teljum mjög eðli-
legt að hann endurgreiði okkur
þann pening. Meðan þeir neituðu
að greiða okkur aftur kom ekk-
ert til greina að samþykkja
félagaskiptin enda stóðum við í
öðrum skilningi en þeir á túlkun
samningsins,“ sagði Jón Eggert
en voru eingreiðslan og félaga-
skiptagreiðslan ekki tvö óskyld
mál?
„Hann var samningsbundinn
og það var ekki búið að ná sam-
komulagi við Malmö um loka-
greiðslu. Meðan það var ekki
búið að ná samkomulagi skrifuð-
um við ekki undir félagaskiptin,“
sagði Jón.
Mjög undrandi á
hegðun Valdimars