Fréttablaðið - 07.09.2007, Page 74
Það hefur lítið farið fyrir
Dananum Allan Dyring í sumar
enda lítið sem ekkert leikið með
FH-ingum og fjöldi manna heldur
að hann sé löngu farinn heim. Svo
er alls ekki. Allan er atvinnumaður
á fullum launum hjá Íslands-
meisturunum og hann er með
samning við FH fram í desember.
Mínútur Allan í deildinni eru
klárlega þær dýrustu enda hefur
hann aðeins leikið í 43 mínútur í
sumar. Það er ekki einu sinni einn
hálfleikur. Allan hefur aðeins
tekið þátt í fjórum leikjum og það
gegn fjórum neðstu liðunum í
deildinni. Lengst fékk Allan að
spila í 19 mínútur en styst í 5 mín-
útur.
Allan hefur ekki spilað síðan 3.
júlí og það sem meira er þá var
hann síðast í leikmannahópi FH
28. júlí. Allan hefur því ekki kom-
ist í leikmannahóp FH í síðustu
sex leikjum.
„Málið er að ég hef reynt að tala
við Óla en hann vill alls ekkert tala
við mig. Ég veit ekki af hverju en
það verður að segjast að Óli er
frekar furðulegur,“ sagði Allan
við Fréttablaðið.
„Þetta er samt allt í lagi. Nú er
ég bara að reyna að standa mig á
æfingum og ég tel mig hafa sýnt
fram á að ég sé nógu góður til að
komast í hópinn en Óli er því
greinilega ekki sammála. Þetta
fór illa í mig til að byrja með en nú
er ég farinn að hlæja að þessu því
ég veit ég er nógu góður til að
spila. Ég geri mér einnig grein
fyrir því að ég mun ekki spila
meira með FH.“
Allan segir að ekki hafi kastast í
kekki á milli hans og Ólafs þrátt
fyrir þessa stöðu og þá staðreynd
að Ólafur vilji ekki tala við hann.
Daninn bað á endanum um að fara
á lán til annars félags áður en
félagaskiptaglugginn lokaði en
það vildu FH-ingar ekki þýðast.
Því hefur verið fleygt að ástæð-
an fyrir því að Allan fái svo lítið að
spila sem raun ber vitni sé sú að
hann fái greidda ákveðna upphæð
fyrir hvern leik og FH sé því að
spara sér peninga. Allan segir þær
sögur ekki eiga við rök að styðj-
ast.
„Þetta hefur ekkert að gera með
minn samning. Ég er atvinnu-
maður á föstum launum og svo fæ
ég bónusa fyrir titla. Þess vegna
óska ég þess innilega að við
vinnum alla titla. Þá fæ ég í það
minnsta góðan pening á endanum
og það án þess að gera nokkurn
skapaðan hlut.
Ég get ekki kvartað, venjulega
myndi ég ekki hugsa um pening-
ana en fyrst ég er ekki að spila þá
hugsa ég eðlilega um peningana
og það er smá sárabót að fá góðan
bónus áður en ég hætti hjá FH,“
sagði Allan, sem segist hafa áhuga
á því að vera að minnsta kosti eitt
ár í viðbót á Íslandi en þegar hafa
nokkur félög sett sig í samband
við hann og lýst yfir áhuga á við-
ræðum þegar samningur hans við
FH rennur út.
Knattspyrnumaðurinn Allan Dyring hjá FH hefur aðeins leikið í 43 mínútur
í sumar. Hann fær því klárlega best borgað á mínútu í Landsbankadeildinni
enda er Allan atvinnumaður. Hann hugsar meira um peninga en fótbolta.
Eiður Smári Guðjohn-
sen byrjar á varamannabekkn-
um í leiknum á móti Spáni á
laugardaginn að eigin sögn.
Hann er að jafna sig af meiðslum
sem hafa haldið honum frá
æfingum og keppni um tíma.
Það er langt síðan Eiður hefur
verið í þeirri stöðu að sitja á
varamannabekk landsliðsins.
Það gerðist síðast fyrir tæpum
átta árum, í frægum leik við
Frakka á Stade de France 9.
október 1999.
Eiður Smári var þar að leika
sinn fjórða landsleik og kom þá
inn á sem varamaður fyrir Rík-
harð Daðason á 54. mínútu leiks-
ins. Staðan var þá 1-2 fyrir
Frakka en Eiður Smári átti mik-
inn þátt í jöfnunarmarki íslenska
liðsins sem Brynjar Björn
Gunnarsson skoraði aðeins
tveimur mínútum eftir að Eiður
kom inn á.
Þetta var fjórði landsleikur
Eiðs Smára en hann hafði komið
inn af bekknum í hinum þremur.
Í fyrsta leiknum hafði hann leyst
föður sinn af hólmi og í öðrum
leik skoraði hann sitt fyrsta
landsliðsmark.
Eiður Smári var síðan í byrj-
unarliði Íslands í næsta lands-
leik sem var 2-1 sigurleikur gegn
Svíum 16. ágúst árið eftir og
hefur verið í byrjunarliðinu í síð-
ustu 42 landsleikjum.
Ekki á bekknum í átta ár
BANDARÍKIN ERU NÆR EN ÞÚ HELDUR
Nú brúar DHL bilið til Bandaríkjanna. Með beinum og betri tengingum við þéttriðið flutningsnet DHL um gjörvöll
Bandaríkin getum við afhent sendingar þínar til Bandaríkjanna næsta virka dag. 34.000 starfsmenn DHL í Bandaríkjunum
eru til þjónustu reiðubúnir. Kynntu þér þjónustuna á www.dhl.is og prófaðu hana næsta virka dag.
DHL afhendir sendingar þínar til Bandaríkjanna næsta virka dag
www.dhl.is