Fréttablaðið - 07.09.2007, Side 78

Fréttablaðið - 07.09.2007, Side 78
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Ljósmyndarinn Áslaug Snorra- dóttir varð fyrir þeirri ógæfu að aðalvinnutæki hennar, myndavél af gerðinni Fuji GX 680 var stolið í síðasta mánuði. „Hún var í stórri svartri ferðatösku á hjólum, sem hvarf af heimili mínu á Dalbraut þrjú um miðjan ágúst. Í töskunni er medium-format filmumynda- vél, fjórar linsur og fylgihlutir,“ útskýrði Áslaug, sem segir miss- inn mikinn. „Þetta er vinnutæki mitt til síðustu tólf ára. Það eru ekki til nema þrjár svona vélar á Íslandi í dag,“ sagði hún. Áslaug segir vélina vera ómetan- lega með öllu. „Hún er tólf ára gömul, þannig að þetta er ekki heldur mjög spennandi þýfi, og svo er ég tilfinningalega tengd henni líka. Þess vegna langar mig svo ofboðslega að fá hana aftur og býð mjög góð fundarlaun,“ sagði Áslaug, sem nú vinnur að gerð mat- reiðslubókar ásamt Rúnari Marvinssyni. Vélin hvarf á sama tíma og framkvæmdir stóðu yfir á heim- ili Áslaugar, en hún var sjálf í útlöndum. „Myndavélin er ekki tryggð, af því að húsið var allt galopið á meðan á vinnunni stóð. Ég held að þjófar ímyndi sér að þetta sé allt í lagi, af því að það sé allt saman tryggt,“ sagði Áslaug. „Þessi græja fæst ekki einu sinni lengur. Það er til ein í Taívan, svo ég þyrfti að fara þangað til að kaupa nýja,“ bætti hún við. Hægt er að hafa samband við Áslaugu í síma 862 9098 eða á lupina@ internet.is. Hún heitir veglegum fundarlaunum fyrir gripinn góða. Myndavél Áslaugar stolið „Við vorum ágætis mátar þótt við stæðum aldrei á sviðinu saman. Við skiptumst á sýningum um allan heim og hann var mikill lista- maður,“ segir Kristján Jóhannsson stórtenór, sem heldur tónleika á Akureyri nú á sunnudaginn. Eins og fram kom í fjölmiðlum í gær andaðist hetjutenórinn Luciano Pavarotti eftir harða baráttu við krabbamein og Kristján dregur ekki dul á virðingu sína fyrir honum, segir hann hafa verið kon- ung söngvaranna. „Pavarotti söng fram á síðasta dag og dó sem tenór. Þetta var mikill listamaður en eins og svo oft hjá svona snillingum hélt hann sig mikið til hlés. En þetta var ágætis maður og fráfall hans gerir það að verkum að ég mun beita mér enn frekar á sunnudaginn,“ útskýrir Kristján. Hann mun til- einka starfsbróður sínum eitt lag á tónleikunum og heiðra þannig minningu hans. Kristján er kominn heim í heið- ardalinn, norður á Akureyri, og þar hefur honum verið tekið með kostum og kynjum. Sveitungar tenórsins stöðva hann úti á götu til að ræða málin og þá þótti honum vænt um þegar afgreiðslu- maður í fataverslun bað hann um eiginhandarárit- un eftir að hann hafði keypt pils. „Konunni minni finnst ég alltaf breytast þegar ég kem heim. En ég veit ekkert hvort það er til góðs eða ills,“ segir Kristján og skellir upp úr. Hann var þá staddur við Pollinn og horfði á lítinn bát sigla meðfram bænum. „Ég væri sko alveg til í að vera þarna um borð,“ bætir óperu- söngvarinn við. Kristján var nýkominn af æfingu með stjórnanda Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands, Guð- mundi Óla Gunnarssyni, og píanó- leikaranum Daníel Þorsteinssyni. Þótt fráfall Pavarotti setji ein- hvern svip á tónleikana ætlar Kristján þó helst að syngja til móður sinnar, Fanneyjar Oddgeirs- dóttur, sem verður níræð 14. september næstkomandi. „Ég er virkilega spenntur og mér finnst ég vera í góðu formi. Vonandi get ég gefið áheyrendum góða kvöld- stund,“ segir Kristján. Með honum á sviðinu verður gríska sópr- ansöngkonan Sofiu Mitropoulos og einn fyrsti nemandi Kristjáns, ítalski barítóninn Corado Alessandro Cappitt. „Við ætlum nú að haga þessu eftir veðri og vindum en auðvitað erum við með okkar óskalista þótt ég vilji nú síður gefa hann upp,“ segir Örn Árnason, einn forsprakka hinnar sívinsælu Spaugstofu. Nokkrar breytingar verða hjá fimmmenningunum því þeir hafa í hyggju að bjóða úrvali góðra gesta að taka þátt í að skrifa og leika í þáttaröð vetrarins. Örn vildi ómögulega gefa upp hverjir þetta væru en bætti því við að þetta þyrftu ekkert endilega að vera leikarar heldur gætu gestirnir verið fólkið sem hefði verið hvað mest í umræðunni hverju sinni. „Við ætlum að poppa og peppa þáttinn aðeins upp, síðasti vetur gekk mjög vel og við ætlum auðvitað að reyna að gera enn betur núna,“ segir Örn. Það er reyndar engin nýlunda hjá Spaug- stofunni að hafa aukaleikara hjá sér en að þessu sinni verður þetta aðeins meira í ætt við hinn bandaríska Saturday Night Live, sem nýtur gríðarlegra vinsælda þar vestra. Fyrsti fundurinn hjá þeim félögum var áætlaður í gærkvöldi en þó gat brugðið til beggja vona enda Sigurður Sigurjónsson fastur fyrir norðan að leikstýra Óvitunum eftir Guðrúnu Helgadóttur hjá Leikfélagi Akureyrar. Tökur hafa hins vegar verið skipulagðar í næstu viku. Spaugstofan varð til árið 1985 en hefur starfað í núverandi mynd síðan 1989. Þrjúhundruðasti Spaugstofuþátturinn fór í loftið í mars síðastliðnum. Spaugstofan með breyttu sniði í vetur „Þetta var hreinn þrældómur og ég hef aldrei lagt eins hart að mér á ævinni.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.