Fréttablaðið - 11.10.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 11.10.2007, Síða 8
Hversu margir sitja í gæsluvarðhaldi hér á landi um þessar mundir? Hvað gerði Rindy Sam við málverk listamannsins Cy Twombly í Frakklandi nýverið? Hvaða liði er spáð sigri í kvennaflokki Iceland-Express deildarinnar í körfubolta? „Mjór er mikils vísir,“ segir Kristján L. Möller samgönguráð- herra um 150 milljóna króna heim- ild í fjárlögum sem ætluð er til að jafna flutningskostnað milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðisins. Kristjáni var tíðrætt um nauðsyn þess að jafna flutningskostnað á vörum þegar hann var óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu. Nýverið vísaði Jón Bjarnason, þing- maður Vinstri grænna, í þetta í skriflegri fyrirspurn til ráðherra, og spurði hvernig hann hygðist beita sér fyrir lausn á jöfnun flutn- ingskostnaðar á landsbyggðinni. Kristján hefur ekki svarað fyrir- spurn Jóns, en í samtali við Frétta- blaðið sagði hann að 150 milljóna króna framlag í fjárlögum ársins 2008 væri byrjunin. Þetta væri í fyrsta skipti sem ríkisstjórnin við- urkenndi að þörf væri á því að jafna flutningskostnaðinn milli lands- hluta og það sé mikilvægt skref. Spurður hvernig þessar 150 millj- ónir verði nýttar sagði Kristján það ekki hafa verið útfært enn þá. Stefnt sé að því að lækka flutnings- kostnað til neytenda. Kristján segir ljóst að ýmsar stór- verslanir á borð við Bónus, Krón- una og fleiri jafni flutningskostnaði í sínum rekstri og bjóði upp á sama vöruverð um land allt. Það séu því frekar smærri aðilar og einstakl- ingarnir sjálfir sem þurfi að bregð- ast við. Tyrknesk stjórnvöld búa sig nú undir hugsanlegan hernað gegn Kúrdum handan landa- mæra Íraks. Herflutningar hafa staðið yfir til landamæranna og reglulega má sjá herþotur og þyrlur fljúga yfir svæðið við landamærin. Kúrdískir aðskilnaðarsinnar hafa haft bækistöðvar handan landamæranna og gert þaðan árásir á tyrkneska hermenn og almenna borgara í suðaust- urhluta Tyrklands. Nú síðast á sunnudaginn var féllu þrettán tyrkneskir hermenn fyrir hendi Kúrda við landamærin. Tyrkneski herinn gerði oft árásir á Kúrda í Írak á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, en að þessu sinni virðist fleira í húfi, ekki síst samskiptin við Bandaríkin sem gætu versnað til muna ef af árásum verður. Einnig er óttast að allt fari í bál og brand í Kúrdahéruðum Íraks, sem hingað til hafa að mestu sloppið við ófrið. Enn er þó allt rólegt í landamærabæjunum Cizre, Silopi og Sirnak þar sem íbúarnir hittast á kvöldin að drekka te á litlum útikaffihúsum. Töluverð fátækt er í þessum landshluta, og ekki myndi ástandið skána ef landamærin lokast. „Ef þessu landamærahliði verður lokað vegna stríðs þá munu allir íbúar svæðisins finna fyrir því,“ segir Mehmet Yavuz, tyrkneskur flutningabíl- stjóri sem flytur sement frá Tyrklandi til Kúrda- borgarinnar Irbil í Írak. „Þetta landamærahlið er okkar daglega brauð.“ Búa sig undir árásir inn í Írak Einar Kristjánsson, sölumaður hjá RV RV U N IQ U E 10 07 02 Með réttu úti - og innimottunum - getur þú stoppað 80% af óhreinindunum við innganginn Á tilboði í októberog nóvember 2007Úti- og innimottur af ýmsum gerðum og stærðum Wayfarer grá með kanti, 120x180cm Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Þingmenn Frjálslynda flokksins vilja að þorskkvóti á yfirstandandi fiskveiðiári verði aukinn um 40 þúsund tonn frá því sem sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið. Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður flokksins, mælti fyrir frumvarpi um aukinn kvóta á Alþingi í gær. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að mikill ávinningur felist í vexti og viðgangi loðnu og sandsílis, það tvennt ætti að leiða af sér vaxtarauka þorsks. Því þurfi stjórnvöld að endurmeta veiðar á loðnu með það að markmiði að efla þorskstofninn. Vilja aukinn þorskkvóta

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.