Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 24
Verðhækkun á íbúðarhúsnæði, útsölulok og verðhækkanir á elds- neyti og matvöru stuðlaði að 0,5 prósenta hækkun vísitölu neyslu- verðs milli september og október. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 4,5 prósent. Hækkun vísitölunnar var í samræmi við spár Greiningar Glitnis en eilítið undir spám grein- ingardeilda Kaupþings og Lands- bankans. Greiningardeildir bankanna eru sammála um að verðbólga muni haldast há fram til upphafs næsta árs, þegar áhrif matarskattslækk- ana detta út úr tólf mánaða verð- lagsbreytingum. Þá megi búast við því að 2,5 prósenta verðbólgu- markmið Seðlabankans muni nást fyrir lok næsta árs. Alcoa Fjarðaál hefur samið við Samskip um að annast flutninga á framleiðslu fyrirtækisins til Evr- ópu næstu fimm árin. Virði samn- ingsins er ekki gefið upp, en ætlað er að verðmæti útflutnings Fjarða- áls nemi um 50 til 60 milljörðum króna á ári, miðað við álverð og gengi gjaldmiðla. Samkvæmt heim- ildum blaðsins gæti virðið legið nálægt 600 milljónum króna á ári. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls og Ásbjörn Gísla- son, forstjóri Samskipa, skrifuðu undir samning um flutningana í upplýsingamiðstöð Alcoa Fjarðaáls og Fjarðabyggðar við Sómastaði í Reyðarfirði í gær. Í sameiginlegri tilkynningu Fjarðaáls og Samskipa kemur fram að árleg framleiðslugeta álversins í Reyðarfirði sé áætluð um 346 þús- und tonn og að meginhluti fram- leiðslunnar verði sendur á Evrópu- markað. Ásbjörn Gíslason segir umsvif Samskipa hér stóraukast með samningnum, en flutningar félagsins héðan ríflega tvöfaldast. Heildarvöruútflutningur frá Íslandi eykst hins vegar um tæpan fjórð- ung í tonnum talið með tilkomu Fjarðaáls. Hann segir ráð fyrir því gert að álverið nái fullri fram- leiðslugetu í febrúar eða mars á næsta ári. „Framleiðslan fór af stað í apríl og hefur verið að byggjast upp síðan,“ segir hann. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir samninginn bæði mikilvægan og hagstæðan fyrir fyrirtækið. Þá kveðst hann reikna með að flutningarnir komi Norðausturlandi öllu til góða og breyta flutningamunstri á landinu öllu. Undir það tekur Ásbjörn enda stefnt að enn frekari uppbyggingu Samskipa eystra, en félagið hefur þegar fengið úthlutað lóð á athafna- svæði Mjóeyrarhafnar og í kjölfar- ið á þessum samningi verður sigl- ingakerfi félagsins eflt enn frekar og skip stækkuð. Hann segir hins vegar að flutningar sem félagið hafi þegar annast vegna framkvæmda við Kárahnjúka, bæði fyrir Impreg- ilo og Bechtel, hafi gert það að verk- um að það hafi verið í stakk búið til að taka að sér þetta verkefni. „En skipin verða stækkuð á nýju ári til að anna þessu magni.“ Ásbjörn segir útflutninginn fyrir Fjarðaál allan vera í gámum, en á Reyðarfirði er jöfnum höndum framleitt hreint ál, margvíslegar álblöndur og álvírar sem notaðir eru í háspennustrengi. Flutt er út til Hollands og Bretlands og þaðan er álvarningnum dreift á áfangastaði í Evrópu. „Við eigum svo eftir að sjá um eitthvað af þeim flutningum líka,“ segir hann, en umfang þeirra viðskipta skýrist ekki fyrr en á næsta ári. Samskip flytja fjórðungsviðbót Samskip flytja ál frá Reyðarfirði til Evrópu og tvöfalda flutninga sína frá landinu. Verðbólgan eykst [Hlutabréf] Ármúla 22 108 Reykjavík Sími 533 5900 Fax 533 5901 skrifstofa@skrifstofa.is Opnunartími: mánudaga - föstudaga 9:00 - 18:00 www.skrifstofa.is Góður skrifstofustóll er það sem þú saknar mest þegar þú þarft að vinna annars staðar ka ld al jó s 20 07 Margverðlaunaður skrifstofustóll sem hentar vel fyrir þá sem aðeins velja það besta. Í þessum stól sameinast bæði glæsileg hönnun og framúrskarandi gæði. • Umhverfisvænn heilsustóll • Fylgir hreyfingum notandans • Hvetur til hreyfingar • Mótstöðustilling • Hæðarstillanlegur bakpúði • Dýptarstillanleg seta • Hæðar- og breiddarstillanlegir armar með leðurklæðningu • Fæst með hærra baki og höfuðpúða • Parkethjól Framúrskarandi HÅG H09 Hönnuður: Svein Asbjørnsen Þessi skrifstofustóll er með 10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð á hæðarpumpu. Tilboð kr. 99.900.- Mjög sterkur og endingargóður skrifstofustóll, hannaður fyrir mikla notkun. Þetta er einstak- lega þægilegur og notendavænn stóll sem slegið hefur í gegn hjá íslenskum notendum. • Umhverfisvænn heilsustóll • Fylgir hreyfingum notandans • Hvetur til hreyfingar • Mótstöðustilling fram og aftur • Stærðarstilling og hæðarstillanlegt bak • Hæðar- og breiddarstillanlegir armar • Fæst með höfuðpúða • Parkethjól Þessi skrifstofustóll er með 10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð á hæðarpumpu. Þægilegur og sterkur HÅG H05 Hönnuður: Peter Opsvik Tilboð kr. 75.760.- Hönnuður: SørenYran Þessi skrifstofustóll er með 10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð á hæðarpumpu. Stóllinn sem uppfyllir allar helstu kröfur um heilsu- og umhverfisvæna stóla. Hann er unninn úr gosflöskutöppum og öðru endurunnu plasti sem gerir hann einstakan í sinni röð. • Umhverfisvænn heilsustóll • Fylgir hreyfingum notandans • Hvetur til hreyfingar • Mótstöðustilling • Stærðarstilling og dýptarstillanleg seta • Hæðarstillanlegir armar • Fæst með lægra baki • Parkethjól Einstakur HÅG H03 Tilboð kr. 43.900.- Þessi skrifstofustóll er með 10 ára ábyrgð og lífstíðarábyrgð á hæðarpumpu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.