Fréttablaðið - 11.10.2007, Síða 26

Fréttablaðið - 11.10.2007, Síða 26
greinar@frettabladid.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Þjónusta er mikilvægasti atvinnuvegur heims. Hefjum söguna 1971. Þá stóð þjónusta á bak við tæpan helming lands- framleiðslunnar hér heima á móti röskum 60 prósentum í Banda- ríkjunum. Nú er skerfur þjónustu til þjóðarbúsins kominn upp fyrir 70 prósent hér á móti tæpum 80 prósentum í Bandaríkjunum (tölurnar eru frá 2005). Sums staðar eru tölurnar orðnar enn hærri en fyrir vestan. Í Lúxem- borg stendur þjónusta nú á bak við 83 prósent af þjóðar- búskapnum og 90 prósent í Hong Kong. Þróunarlöndin eru á sömu siglingu. Skerfur þjónustu til framleiðslunnar þar á heildina litið er nú kominn upp fyrir helming á móti röskum þriðjungi 1971 og stefnir hærra. Þetta er nútíminn. Hlutur þjónustu í mannaflanum er yfirleitt svipaður og í framleiðslunni. Meiri og betri fjármálaþjónusta hefur verið snar þáttur í þjón- ustuvæðingu undangenginna ára. Það er þó ýmsum vandkvæðum bundið að slá máli á skerf ýmislegrar bankaþjónustu til efnahagslífsins á hverjum stað. Einn vandinn er sá, að ýmis fjármálaþjónusta, svo sem ráðgjöf, er ekki verðlögð beint eins og til að mynda fótsnyrting, og þá er að því skapi erfitt að meta bankaþjónustuna til fjár eins og aðra þjónustu. Annar vandi snýr að ýmsum óbeinum áhrifum bankastarfsemi. Bankar greiða fyrir framkvæmdum og viðskiptum og rétta atvinnulífinu örvandi hönd, án þess að þeim sé þakkað framlagið í þjóðhags- reikningum. Það flækir málið enn, að bankar hafa tekjur af því að annast viðskipti með hluta- bréf, þar sem hagnaður eins er annars tap. Hér er í mörg horn að líta, og þess vegna eru sambærilegar tölur um vægi fjármálaþjónustu í ólíkum löndum ekki auðfundnar í skýrslum. Alþjóðabankinn birtir ekki slíkar tölur í öllu talnaflóð- inu, sem frá bankanum berst. Hagstofa Íslands birtir tölur um samsetningu landsframleiðsl- unnar hér heima og þá einnig um hlut fjármálaþjónustu í fram- leiðslunni. Þar kemur fram, að skerfur sjávarútvegs, bæði veiða og vinnslu, hefur skroppið saman um meira en helming frá 1997. Þá stóð útvegurinn á bak við 13 prósent af landsframleiðslunni, en hlutfallið var 6 prósent 2005 og stefnir neðar. Sömu sögu er að segja af landbúnaði: skerfur hans til þjóðarbúsins minnkaði úr 1,8 prósentum 1997 í 1,4 prósent 2005. Framlag iðnaðar til þjóðarbúsins stóð nokkurn veginn í stað; það var 24 prósent 1997 og 22 prósent 2005. Eftir stendur þá þjónustan, sem jók hlut sinn í þjóðarbúskapnum úr 61 prósenti 1997 í 71 prósent 2005. Fjármálaþjónusta er þó ekki stór hluti þjónustugeirans í heild. Fjármálaþjónusta og tengd starfsemi nam 5 prósentum af landsframleiðslu 1997 og tæpum 10 prósentum 2005. Það gerir næstum tvöföldun á átta árum. Þessar tölur Hagstofunnar vitna um þá langþráðu atvinnubylt- ingu, sem er að eiga sér stað á Íslandi og annars staðar. Einkavæðing banka og fjárfest- ingarsjóða lagði grunninn að grósku bankaþjónustunnar nú. Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans 1999-2003 dróst að vísu of lengi, en hún hvíldi hér heima líkt og annars staðar á þeim rökum, að einkabankar standa jafnan betur að vígi en ríkisbankar, því að ríkisbönkum hættir til að taka atkvæði fram yfir arðsemi. Íslenzk stjórnvöld þurftu af staðbundnum og sögulegum ástæðum lengri tíma til að átta sig á yfirburðum einkarekstrar í fjármálaþjónustu líkt og á öðrum sviðum. Enn virðist vanta talsvert á fullan skilning á því, hvernig einkavæðing þarf að ganga fyrir sig, svo að hún geti skilað fullum árangri. Reynsla Austur-Evrópulandanna bregður birtu á málið. Þar höfðu menn snör handtök og seldu talsverð- an hlut í bönkunum í hendur útlendinga; nær allur banka- rekstur Eistlands er nú í erlendum höndum. Tilgangurinn var tvíþættur: að tryggja samkeppni og virkja erlenda reynslu og sérþekkingu, enda var engri þekkingu á nútímabankarekstri til að dreifa í Austur-Evrópu á valdaskeiði kommúnista þar. Einn mæli- kvarði á samkeppni í banka- rekstri er vaxtamunurinn. Samkeppni í bankarekstri tryggir jafnan lægri útlánsvexti en ella og hærri innlánsvexti, það er minni vaxtamun. Tökum dæmi. Litháar minnkuðu hlut ríkisins í bankarekstri úr 44 prósentum 1999 í 12 prósent 2003. Vaxtamunurinn á mæli- kvarða Alþjóðabankans minnk- aði eins og hendi væri veifað úr 8 prósentum 1999 í 4 prósent 2005. Pólverjar minnkuðu hlut ríkisins í bankarekstri úr 44 prósentum 1999 í 24 prósent 2003 og Rússar úr 68 prósentum í 36 prósent. Vaxtamunurinn minnkaði úr 6 prósentum 1999 í 4 prósent 2005 í Póllandi og úr 26 prósentum 1999 í 7 prósent 2005 í Rússlandi. Hér heima jókst vaxtamunurinn úr 5 prósentum 1999 í 7 prósent 2004 samkvæmt tölum Alþjóðabank- ans. Samkeppni minnkar vaxtamun Umhverfisþing umhverfisráðuneytis-ins fer fram dagana 12. og 13. október næstkomandi. Þetta er í fimmta sinn sem Umhverfisþing er haldið og mun það að þessu sinni fjalla um náttúruvernd og líf- fræðilega fjölbreytni. Búist er við um 300 þátttakendum á þinginu, þar á meðal eru fulltrúar frjálsra félagasamtaka, stjórn- málaflokka, sveitarfélaga, atvinnulífs og stofnana. Heiðursgestur þingsins er Achim Steiner, fram- kvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Hann mun flytja erindi um náttúruvernd við setningu þingsins. Þátttaka Achim Steiner er mikið fagnaðarefni fyrir áhugafólk um umhverfisvernd því að UNEP er í fararbroddi í alþjóðlegri stefnumótun á sviði umhverfismála og veitir ríkisstjórnum og Sameinuðu þjóðunum vísindalegar ráðleggingar um umhverfismál. Hér er því á ferðinni einn merkasti málsvari umhverfis- verndar í heiminum um þessar mundir. Meðal umfjöllunarefnis þingsins er náttúruvernd. Starfshópur á vegum umhverfisráðuneytis- ins vinnur nú að undirbúningi næstu náttúruverndaráætlunar og verða fyrstu drög að nýrri náttúruverndaráætlun kynnt á þinginu. Einnig má geta þess að efnt verður til málstofu um náttúruvernd á 21. öld og um náttúru og byggð. Umhverfisráðuneytið mun sýna beint frá Umhverfisþinginu á heimasíðu ráðuneytis- ins, www.umhverfisraduneyti.is. Með því er komið til móts við þá sem vilja fylgjast með umræðunum en eiga ekki heimangengt. Útsending sem þessi er í anda framkvæmda- áætlunar Dagskrár 21 og stefnu stjórnvalda um nýtingu upplýsingatækni, sem báðar gera ráð fyrir að stjórnvöld auki tækifæri almennings á að afla sér þekkingar og hvetji til aukinnar þátttöku almennings í umræðum og ákvörðunartöku. Það er von umhverfisráðuneytisins að Umhverfis- þing verði vettvangur upplýstrar umræðu og skoðanaskipta um náttúruvernd og líffræðilega fjölbreytni, sem nýtist stjórnvöldum við þá stefnu- mótun sem nú er unnið að, og almennt til að efla umræðu um þessi mál hér á landi. Höfundur er upplýsingafulltrúi umhverfisráðu- neytisins. Umhverfisþing í beinni útsendingu V instrihreyfingin – grænt framboð hefur flutt tillögu til þingsályktunar um athugun á því sem kallað er mark- aðsvæðing samfélagsþjónustu. Þetta er allsendis óvit- laus hugmynd ef réttilega er að slíkri rannsókn stað- ið og til verksins fengnir sjálfstæðir fræðimenn eða rannsóknarstofnanir. Umræða um einkavæðingu einskorðast gjarnan við stór við- fangsefni eins og banka, auðlindir eða heilbrigðisþjónustu. Mark- aðsvæðing felst þó ekki bara í sölu á stóreignum. Hún tekur líka til tekjuöflunar þar sem einkafyrirtæki hafa verið kölluð til að kosta margvíslega opinbera þjónustu. Fjölmörg opinber viðfangs- efni hafa sannarlega blómstrað með þess háttar markaðsvæðingu. Þessi óbeini en ótvírætt jákvæði þáttur markaðsvæðingarinnar má ekki gleymast þó að verkefnin séu ekki öll stór í sniðum. Forseti Íslands hefur til að mynda haft forgöngu um einka- kostun opinberra samfélagsverkefna á vegum embættisins með athyglisverðum hætti. Má þar nefna umfangsmikið forvarnar- verkefni í baráttunni gegn eiturlyfjum. Menntaverðlaun forset- ans eru ekki síður mikilvæg í þessu sambandi með því að þau fela í sér opinbera viðurkenningu á gildi samkeppni fyrir skólastarf. Í báðum tilvikum leggja einkafyrirtæki til nauðsynlega fjármuni. Fjölmargar opinberar stofnanir hafa fetað í þessi fótspor. Þannig kosta fyrirtæki atburði á vegum sendiráða og greiða aðgangseyri almennings að menningarstofnunum, svo dæmi séu nefnd. Landgræðslan hefur hagnýtt áhrifamátt slíkrar mark- aðsvæðingar. Jafnvel vöktun arnarhreiðra er markaðsvædd. Háskólarannsóknir tengjast markaðnum í vaxandi mæli. Fyrir- tækin sjá einfaldlega margvíslegan hag í þátttöku í opinberum verkefnum af þessu tagi. Einhverjir hafa orðið til þess að gagnrýna forseta Íslands fyrir að nota einkaþotur stórfyrirtækja og fjárfesta vegna þátttöku í viðburðum á þeirra vegum. Sú gagnrýni er óyfirveguð. Forseti Íslands er afar sterk lyftistöng fyrir atburði sem stórfyrirtækin og fjárfestarnir skipuleggja hvort heldur er erlendis eða á Bessa- stöðum til þess að vekja athygli á starfsemi sinni. Þetta þarf ekki að fela í sér einhvers konar fyrirtækjavæðingu forsetaembætt- isins. Stórfyrirtækin eiga réttilega að borga fyrir þá opinberu þjón- ustu sem ríkið veitir með þessari árangursríku athafnasemi for- setans. Ekki er óeðlilegt að þau greiði hluta af þeim kostnaði með því að auðvelda ferðalög forsetans í þeirra þágu. Pukur með þetta getur valdið grunsemdum. Þessir hlutir eru hins vegar í góðu lagi ef þeir lúta opnum og gegnsæjum reglum stjórnsýslunnar. Flug- ferð í þessu samhengi á þannig að bóka sem tekjur hjá ríkissjóði rétt eins og ferðafríðindi eru bókuð sem tekjur á skattskýrslu almennra skattgreiðenda. Þjónusta sendiráða við fyrirtæki er seld. Eðlilegt er að sam- bærileg þjónusta á hærra plani við stórfyrirtæki sé seld með sama hætti. Ef allir hlutir eru réttilega bókfærðir fer vel á því að æðsta embætti þjóðarinnar vinni eins og verið hefur að fram- gangi íslenskra atvinnufyrirtækja á erlendum vettvangi. Verði tillaga Vinstri græns samþykkt þarf hún að ná til allra þessara smáu en afar jákvæðu þátta í markaðsvæðingu opinberr- ar þjónustu. Slík rannsókn má ekki beinast einvörðungu að ein- hverju sem menn fyrir fram telja neikvætt. Allur pakkinn þarf að vera með. Allur pakkinn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.