Fréttablaðið - 11.10.2007, Page 50

Fréttablaðið - 11.10.2007, Page 50
Mér finnst fátt eins skemmtilegt í lífinu og að ferðast. Aldrei finnst mér ég vera meiri heimsborgari en þegar ég sit um borð í flugvél með rauðvínsglas og rjúk- andi omelettu að lesa Heat, vandlega innpökk- uðu í The Economist. Því miður leggja ríkið og lána- drottnarar stöðugt á ráðin til að gera mér ókleift að komast í öll þau ferðalög sem mig langar í og þannig varð ég til dæmis af lúxusferð til Kína á dögunum. Þið getið rétt ímyndað ykkur vonbrigðin þegar ég komst ekki heldur til Glasgow, París og Dubaí. Þessi óþægilega og ósanngjarna staða hefur þvingað mig til að upp- hugsa ýmsar aðferðir, til að slá á ferðabakteríuna. Sú árangursrík- asta hingað til er þykjustuleikur sem ég fer gjarnan í á stöðum sem mér þykir draga dám af helstu unaðsreitum heimsins. Langi mig óstjórnlega til upp- áhaldsborgarinnar minnar Barce- lona bregð ég mér til dæmis í búð- arrölt niður Laugaveginn sem breytist í Römbluna á góðum degi með góðu ímyndunarafli. Svo kíki ég í Kolaportið og kem við hjá grænmetisbásunum sem - barba- brella - umbreytast í Mercat de la Boqueria. Kolaportið er sá staður, ásamt Bónus á Laugaveginum, sem kemst næst því láta mér líða eins og ég sé í útlöndum. Það er bara nóg að loka augunum og hlusta á öll þau ólíku tungumál sem þar eru töluð til að finnast maður vera kominn til Taí- lands eða Póllands. Vilji ég heimsækja Rússland þykist ég sjá Dómkirkjuna í Sánkti Pétursborg þar sem ég horfi á Háteigskirkju úr heita pottinum í Sundhöllinni. Samt eru kirkjurnar ekki beinlínis líkar og svo hef ég ekki einu sinni komið til Rúss- lands. Þótt ég viti vel að þessar ímynd- uðu uppákomur jafnist ekki á við raunveruleikann, eru þær samt sem áður sárabót sem gefur lág- gjaldaferðum sannarlega nýja merkingu. Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Óhapp! eftir Bjarna Jónsson LEG söngleikur eftir Hugleik Dagsson og Flís Ný íslensk verk „Óhapp! er æðisleg leiksýning, hröð og örugg...“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is Gott kvöld Áslaugu Jónsdóttur „Gott kvöld er eins konar lofgjörð til ímyndunaraflsins, lýsing á lækningarmætti þess og krafti.“ Jón Viðar Jónsson, DV Tólf tilnefningar til Grímunnar „Óhikað get ég fullyrt að Leg er skemmti-legasta leikrit sem ég hef séð.“ Margrét Hugrún Gústavsdóttir, Fréttablaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.