Fréttablaðið - 11.10.2007, Side 72

Fréttablaðið - 11.10.2007, Side 72
Ég var búinn að bíða dögum saman við póstkassann eftir sendli frá Reykjavíkurborg með miða handa mér á súlugillið. Því miður virðist miðinn minn hafa týnst á leiðinni. Þegar ljóst var hvert stefndi, laust eftir sjö á þriðjudaginn, skellti ég mér í skóna, setti soninn í stóru úlpuna yfir náttfötin og brunaði niðrí Sundagarða. Þetta var Bítlatengd- ur stórviðburður og fáránlegt að láta sér nægja beina útsendingu á báðum stöðvum fyrst maður gat séð þetta læf. eru vitanlega besta hljómsveit allra tíma. Það er mun- aður að vera samtímamaður þess- ara snillinga og þegar frá líður mun saga Bítlanna fá á sig enn goðsagnakenndari blæ. Fólk verð- ur jafnvel farið að trúa á Lennon á næstu öld. Það að Yoko Ono skuli hafa valið Viðey er ekki bara ánægjulegt heldur eiginlega stór- furðulegt líka. Viðey af öllum stöð- um?! Þetta andlausa hrökkbrauð sem ekki hefur verið neinum til gagns síðustu áratugina. Yoko talar um að friðarsúlan sé það stór- kostlegasta sem hún og John hafa gert saman, sem er dálítið leiðin- legt fyrir John því hann er jú dáinn. En Yoko er líklega að gefa sér að sál Johns sé einhvers staðar á sveimi yfir Viðey, enn í svaka friðarpælingum og jafnvel semj- andi ný lög. Magnað. Yoko tók að mæra Ísland á heimasíðu sinni – sem er ein mest lesna heimasíða í heimi, skilst mér – tóku sig upp gamlir smáþjóðar- komplexar og orðið „landkynning“ heyrðist á ný. Því orði hefur að mestu verið skipt út fyrir orðið „útrás“ og heyrðist síðast, minnir mig, þegar hvalur var fluttur með ærnum tilkostnaði til Vestmanna- eyja. Vonandi fer ekki eins fyrir súlunni og Keikó. gleymdist að senda fleirum en mér boðskort svo nokkur mann- fjöldi var mættur og mændi á ógreinileg veisluhöldin eins og margar litlar stúlkur með eld- spýturnar. Ljóskastarar lýstu upp partíið og ljósmyndaflöss blikkuðu látlaust. Loksins varð myrkur og í því mátti greina óminn af Imagine. Svo kom ljósið, nokkuð flott bara. Verður kannski enn flottara í meira myrkri og við betri veður- skilyrði. Ekki stimplaðist friðar- boðskapurinn þó sérstaklega inn í viðstadda því það gaf mér enginn séns út úr bílastæðinu þegar fólkið dreif sig í burtu. Nema ein kona sem var næstöftust í bílastroll- unni. Friður sé með yður, systir. Ég sá ljósið F í t o n / S Í A F I 0 2 3 3 1 2 Það var mark! Nú er rétti tíminn til að endurnýja GSM símann því þú færð í kaupbæti 2 miða á landsleik Íslendinga og Letta sem fram fer á laugardaginn. Tilboðið gildir fyrir alla GSM síma til 13. október eða meðan birgðir endast. Þrusu GSM tilboð og við bjóðum þér á landsleik Gríptu augnablikið og lifðu núna Sony Ericsson Z310i Frábær nýr samlokusími með myndavél og MP3 spilara. Þessi sími er sannarlega flottur og spennandi. 12.900 kr. Nokia 6131 Stórglæsilegur og þunnur samlokusími sem hægt er að opna með einni snertingu. Styður Vodafone live! 22.900 kr. Nokia 6085 Nettur, þægilegur og einfaldur í notkun. Stækkanlegt minni. Styður Vodafone live! Fæst einnig í bleiku og svörtu. 16.900 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.