Fréttablaðið - 18.10.2007, Page 26

Fréttablaðið - 18.10.2007, Page 26
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... Ákveðið var á hluthafafundi Stoða í gær að taka upp nýtt nafn og mun félagið eftirleiðis heita Landic Property. Skarphéðinn Berg Stein- arsson, forstjóri félagsins, segir breytinguna lið í samþættingu Stoða við fasteignafélagið Keops, sem keypt var í síðasta mánuði, og danska fasteignafélagið Atlas Ejendomme, sem meðal annars á Magasin du Nord og fleiri fast- eignir í Danmörku. „Ætlun okkar er að byggja félag- ið frekar upp og fara inn á aðra markaði. Við þurftum því að koma fram undir einu nafni og þetta var niðurstaðan sem hentaði alþjóð- legu fyrirtæki,“ segir Skarphéð- inn og bætir við að ekkert þeirra nafna sem áður voru á félögum Stoða hafi hentað. Landic Prop- erty, sem vísar til landrýmis og eigna, starfar í fjórum löndum á Norðurlöndunum en gert er ráð fyrir að félagið nemi fleiri lönd á næstu misserum. „Þegar það verð- ur erum við með nafn sem stendur til að gera að vörumerki í fast- eignabransanum,“ segir Skarp- héðinn. Heildareignir Landic Property, áður Stoða, eru 32,5 milljarðar danskra króna, jafnvirði rúmlega 379 milljarða íslenskra króna. Kanadísk yfirvöld hafa heimilað Landsbankanum að reka útibú í Kanada og er bankinn þar með fyrstur íslenskra banka með banka- leyfi í Norður-Ameríku. Landsbankinn hefur um hríð starfrækt umboðsskrifstofu bæði í Halifax og Winnipeg, að því er segir í tilkynningu, en hefur nú heimild til þess að stunda bankastarfsemi, þar á meðal útlán og taka innlán frá fyrirtækjum. Landsbankinn stofnaði skrifstofu í Halifax í nóvember 2005 og aðra í Winnipeg síðasta vor. Haft er eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni bankastjóra að bankinn telji mikil tækifæri í Kanada, enda sé markaðurinn þar stór og hagkerfið þróað. Fyrstur banka með leyfi vestra Askar Capital hefur selt lúxusíbúð- ir í Hong Kong eftir mikið umbreyt- ingaferli frá því í júní í fyrra. Sam- kvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteign- anna um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Þá er ekki tekið tillit til kostnaðar við að breyta húsunum, sem var nokkur að sögn Karls Pét- urs Jónssonar, verkefnisstjóra hjá fasteignaráðgjöf Askar. Þetta sé eitt af fyrstu verkefnunum sem fasteignaráðgjöf Askar ljúki og ávöxtunin hafi verið umfram vænt- ingar. Askar hafði milligöngu um fast- eignakaupin fyrir hönd íslenskra fjárfesta í samstarfi við aðila í Hong Kong. Í júní 2006 voru keypt- ar fasteignir við Horizon Drive, sem er í öðru af tveimur dýrustu hverfum Hong Kong. Samtals voru húsin tæplega þúsund fermetrar. Úbúnar voru tvær lúxusíbúðir í tveimur húsum. Annað húsið er um 437 fermetrar og hitt um 532 fer- metrar að stærð. Samanlagt nam kaupverðið um 2,2 milljörðum íslenskra króna miðað við gengis- skráningu í gær. Samkvæmt þessu kostar hver fermetri á þessu svæði í Hong Kong um 2,4 milljónir króna. Til samanburðar kostaði fermetrinn í íbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, á Manhattan í New York um 2,3 milljónir króna og var tilefni fréttaskrifa í þar- lendum blöðum. Meðalverð á fer- metra í Reykjavík í sérbýli hefur verið um 250 þúsund krónur það sem af er þessu ári. Kaupandinn er heimamaður sem vill flytja inn sem fyrst sam- kvæmt Hong Kong Economic Times. Gengið verður frá viðskipt- unum innan þrjátíu daga. Innrétt- ingar og húsbúnaður fylgja með í kaupunum. Í fréttinni kemur fram að fáar lúxusíbúðir séu á mark- aðnum og því fýsilegur fjárfest- ingarkostur. Askar selur lúxusíbúðir í Kína

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.