Fréttablaðið - 18.10.2007, Síða 26

Fréttablaðið - 18.10.2007, Síða 26
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... Ákveðið var á hluthafafundi Stoða í gær að taka upp nýtt nafn og mun félagið eftirleiðis heita Landic Property. Skarphéðinn Berg Stein- arsson, forstjóri félagsins, segir breytinguna lið í samþættingu Stoða við fasteignafélagið Keops, sem keypt var í síðasta mánuði, og danska fasteignafélagið Atlas Ejendomme, sem meðal annars á Magasin du Nord og fleiri fast- eignir í Danmörku. „Ætlun okkar er að byggja félag- ið frekar upp og fara inn á aðra markaði. Við þurftum því að koma fram undir einu nafni og þetta var niðurstaðan sem hentaði alþjóð- legu fyrirtæki,“ segir Skarphéð- inn og bætir við að ekkert þeirra nafna sem áður voru á félögum Stoða hafi hentað. Landic Prop- erty, sem vísar til landrýmis og eigna, starfar í fjórum löndum á Norðurlöndunum en gert er ráð fyrir að félagið nemi fleiri lönd á næstu misserum. „Þegar það verð- ur erum við með nafn sem stendur til að gera að vörumerki í fast- eignabransanum,“ segir Skarp- héðinn. Heildareignir Landic Property, áður Stoða, eru 32,5 milljarðar danskra króna, jafnvirði rúmlega 379 milljarða íslenskra króna. Kanadísk yfirvöld hafa heimilað Landsbankanum að reka útibú í Kanada og er bankinn þar með fyrstur íslenskra banka með banka- leyfi í Norður-Ameríku. Landsbankinn hefur um hríð starfrækt umboðsskrifstofu bæði í Halifax og Winnipeg, að því er segir í tilkynningu, en hefur nú heimild til þess að stunda bankastarfsemi, þar á meðal útlán og taka innlán frá fyrirtækjum. Landsbankinn stofnaði skrifstofu í Halifax í nóvember 2005 og aðra í Winnipeg síðasta vor. Haft er eftir Sigurjóni Þ. Árnasyni bankastjóra að bankinn telji mikil tækifæri í Kanada, enda sé markaðurinn þar stór og hagkerfið þróað. Fyrstur banka með leyfi vestra Askar Capital hefur selt lúxusíbúð- ir í Hong Kong eftir mikið umbreyt- ingaferli frá því í júní í fyrra. Sam- kvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteign- anna um 1,3 milljarðar íslenskra króna. Þá er ekki tekið tillit til kostnaðar við að breyta húsunum, sem var nokkur að sögn Karls Pét- urs Jónssonar, verkefnisstjóra hjá fasteignaráðgjöf Askar. Þetta sé eitt af fyrstu verkefnunum sem fasteignaráðgjöf Askar ljúki og ávöxtunin hafi verið umfram vænt- ingar. Askar hafði milligöngu um fast- eignakaupin fyrir hönd íslenskra fjárfesta í samstarfi við aðila í Hong Kong. Í júní 2006 voru keypt- ar fasteignir við Horizon Drive, sem er í öðru af tveimur dýrustu hverfum Hong Kong. Samtals voru húsin tæplega þúsund fermetrar. Úbúnar voru tvær lúxusíbúðir í tveimur húsum. Annað húsið er um 437 fermetrar og hitt um 532 fer- metrar að stærð. Samanlagt nam kaupverðið um 2,2 milljörðum íslenskra króna miðað við gengis- skráningu í gær. Samkvæmt þessu kostar hver fermetri á þessu svæði í Hong Kong um 2,4 milljónir króna. Til samanburðar kostaði fermetrinn í íbúð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, á Manhattan í New York um 2,3 milljónir króna og var tilefni fréttaskrifa í þar- lendum blöðum. Meðalverð á fer- metra í Reykjavík í sérbýli hefur verið um 250 þúsund krónur það sem af er þessu ári. Kaupandinn er heimamaður sem vill flytja inn sem fyrst sam- kvæmt Hong Kong Economic Times. Gengið verður frá viðskipt- unum innan þrjátíu daga. Innrétt- ingar og húsbúnaður fylgja með í kaupunum. Í fréttinni kemur fram að fáar lúxusíbúðir séu á mark- aðnum og því fýsilegur fjárfest- ingarkostur. Askar selur lúxusíbúðir í Kína
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.