Fréttablaðið - 03.11.2007, Side 1

Fréttablaðið - 03.11.2007, Side 1
KASPER SALTONotagildi ofar fagurfræði GERSEMARGummi Jóns á mynd úr safni ömmu sinnar HEIMILIÐ Þjóðlegtá íslensk heimili hús&heimiliLAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 Áhugi íslenskra knatt- spyrnuáhugamanna á að komast á leiki helgarinnar í ensku knatt- spyrnunni var langt umfram það sem flugfélög og ferðaskrifstofur gátu annað. Í London eigast við í dag topplið- in Arsenal og Manchester United og Íslendingaliðið West Ham tekur á móti Bolton á morgun. „Það hafa lengi verið biðlistar í þessar ferðir,“ segir Helga Eysteinsdóttir hjá Iceland Express, sem ekki vill gefa upp fjöldann sem fer á leiki helgarinnar á þeirra vegum. Þórunn Bjarnadóttir hjá Úrval- Útsýn segir flesta af þeirra farþeg- um um þessa helgi hafa farið til að sjá leik West Ham gegn Bolton. Ferðaskrifstofan hafi einfaldlega mjög fáa miða á leiki stórliðanna. Sumir séu tilbúnir til að borga hátt verð fyrir aðgöngumiðana eina. „Það eru um 30 sem fara frá okkur á Arsenal-leikinn og um 70 á leik West Ham. Við eigum tut- tugu ársmiða sem alltaf eru upp- seldir. Svo reynum við að fá aukamiða en þeir eru mjög dýrir. Dýrustu aukamiðarnir núna voru á milli 30 til 40 þúsund krónur stykkið. Það liggur við að það sé eins og heil ferð en sumir vilja borga fyrir þetta.“ Borguðu 40 þúsund á völlinn Írlandsstjórn hefur lagt fyrir íslensk, dönsk og bresk stjórnvöld málamiðlunartillögu í deilu landanna um réttinn til gas- og olíuleit- ar á Hatton- Rockall- svæðinu suður af Reykjanes- hrygg í Atlants- hafi. Þjóðréttarleg deila landanna um landgrunns- réttindi á svæðinu hafa staðið yfir í fimm ár. Í kjölfar tveggja daga samningafundar í Kaupmanna- höfn lögðu samningamenn Íra fram málamiðlunartillögu í gær, en samkvæmt henni yrði svæðinu deilt upp milli deiluaðila. Að sögn Dermots Ahern, utanríkisráðherra Írlands, voru viðbrögð fulltrúa Færeyja/ Danmerkur jákvæð en Íslands síður. Írar og Bretar gerðu þegar árið 1988 með sér samkomulag um að deila auðlindum sem finnast kynnu á svæðinu. Írsk málamiðl- unartillaga Hundurinn Toby og kötturinn Winnie voru í gær útnefnd „Gæludýr ársins“ af dýraverndarsamtökum Banda- ríkjanna. Eigendur beggja dýra segja þau hafa bjargað lífi sínu. Debbie Pakhurst frá Maryland var við að kafna eftir að eplabiti hrökk ofan í hana þegar hundur- inn Toby, tveggja og hálfs árs gamall golden retriever, stökk ofan á hana svo að bitinn hrökk upp úr henni. Keesling-fjölskyldan var að sofna svefninum langa af kolmónoxíðeitrun á heimili sínu í Indiana þegar kötturinn Winnie hvæsti og klóraði í höfuð húsmóð- urinnar svo að hún rankaði við sér og gat hringt í neyðarlínuna. Hetjudáðir verðlaunaðar Hópur félaga vél- hjólasamtakanna Hell‘s Angels, eða Vítisengla, var vistaður í Leifsstöð í nótt undir strangri öryggisgæslu lögreglu. Vítisengl- arnir voru handteknir við kom- una til landsins í gær og yfir- heyrðir. Til stóð að senda þá til síns heima í morgun. Rökstuddur grunur var um að að minnsta kosti einhverjir þeirra manna sem komu til landsins í gær hefðu hlotið dóma vegna afbrota í heimalandinu. Tilgangur ferðar þeirra var að sitja afmælisfagnað vélhjóla- klúbbsins Fáfnis sem heldur upp á ellefu ára afmæli sitt í dag. Gríðarlegur viðbúnaður var í Leifsstöð í gærdag þegar fyrstu Vítisenglarnir voru væntanlegir. Tugir lögreglumanna voru við öllu búnir í Leifsstöð. Liðið var að mestu skipað sérsveitarmönnum ríkislögreglustjóra af höfuðborg- arsvæðinu og Suðurnesjum, svo og lögregluliði af Suðurnesjum, auk nemenda úr Lögregluskólan- um. Fyrstu Vítisenglarnir komu til landsins frá Osló um fjögurleytið í gær. Mennirnir voru handteknir við komuna. Næsti hópur kom um hálfátta- leytið í gærkvöld, einnig frá Osló. Samtals voru þá sjö Vítisenglar komnir inn í Leifsstöð, þar sem þeir máttu dúsa í nótt. Þriðji hóp- urinn var talinn væntanlegur frá Kaupmannahöfn þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Greiningardeild ríkislögreglu- stjóra fékk fyrir skömmu upplýs- ingar frá erlendum samstarfsað- ilum um að til landsins væri stefnt fjölda Vítisengla vegna afmælisveislu vélhjólaklúbbsins Fáfnis. Dómsmálaráðherra ákvað í gær, að tillögu ríkislögreglu- stjóra, að taka upp tímabundið landamæraeftirlit á innri landa- mærum Schengen-svæðisins og stendur það fram á sunnudags- kvöld. Embætti ríkislögreglustjóra hefur farið með yfirstjórn aðgerðanna. Hópur Vítisengla var vistaður í Leifsstöð Hópur Vítisengla frá Osló var handtekinn í Leifsstöð í gærdag við komuna hing- að til lands. Þeir voru yfirheyrðir og síðan vistaðir í flugstöðinni undir strangri öryggisgæslu lögreglu í nótt. Sumir voru taldir dæmdir afbrotamenn. Formlega í raunveruleikanum Með rauða húfu og englahár

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.