Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 2
Akureyringurinn sem
vann rúmar 105 milljónir í
Víkingalottóinu í byrjun október
fékk vinninginn greiddan út
síðasta miðvikudag. Fjárhæðin
var millifærð á bankareikning
hans. Enga skatta þarf að greiða
af vinningnum, fyrir utan
fjármagnstekjuskatt af vöxtum
sem fjárhæðin ber.
Guðbjörg Hólm, þjónustufull-
trúi hjá Íslenskri getspá, segist
sjálf hafa millifært upphæðina á
reikning vinningshafans. Aðspurð
hvort vinningshafinn hafi fengið
fjármálaráðgjöf segist hún ekki
vita það. Þau bendi fólki aðeins á
hverjir geti ráðið þeim heilt
varðandi fjármál en fylgist ekki
með því hverjir taki boðinu.
Milljónirnar
millifærðar
Starfsmenn
Grunnskólans á Hólmavík þiggja
ekki 1.500 króna styrk úr
sveitarsjóði Strandabyggðar til að
kaupa flíspeysur vegna skilyrða
sveitarstjórnar
um að peysurnar
verði merktar
skólanum.
„Þá er einnig
gefin sem skýring
að sveitarstjórn
var ekki sammála
við afgreiðslu
málsins sem sýni
vilja og viðhorf
sveitarstjórnar
gagnvart starfs-
mönnum, hræðslu sveitarstjórnar
við almenningsumræðuna, skort á
starfsmannastefnu og þakklæti til
starfsmanna sem mætti koma
fram í jólakortum, jólagjöfum og
að árshátíð sé haldin fyrir
starfsmenn með pomp og prakt,“
segir í fundargerð sveitarstjórn-
ar.
Hafna peysum
en vilja árshátíð
og jólagjafir
Eiturefnakafarar
slökkviliðsins á höfuðborgarsvæð-
inu voru kallaðir að Hraunsholti í
Garðabæ í gær til að fjarlægja tvö
miltisbrandssýkt kúahræ. Hræin
voru fjarlægð og eru nú geymd í
vatnsþéttum og vöktuðum skipa-
gámi. Grafa kom niður á tvö dýra-
hræ við framkvæmdir á lóðinni á
fimmtudagskvöld, og var yfir-
dýralækni gert viðvart. Grunur
lék á að hræin væru af kúm sem
drápust úr miltisbrandi árið 1941.
Þá var grafið aftur yfir þau og
ákveðið að fjarlægja þau morgun-
inn eftir með aðstoð slökkviliðs.
Gunnar Örn Guðmundsson hér-
aðsdýralæknir staðfestir að um
sýkt hræ hafi verið að ræða. Þau
voru fjarlægð og flutt til Keflavík-
ur þar sem átti að brenna þau í
sorpbrennslu Suðurnesja, en
hætta þurfti við það vegna þess að
starfsfólk brennslunnar treysti
sér ekki til þess.
Í staðinn var hræjunum komið
fyrir í vöktuðum og vatnsþéttum
skipagámi þar til önnur lausn
fyndist á málinu. Aðspurður vill
Gunnar ekki gefa upp hvaða fyrir-
tæki sjái um vöktun gámsins, né
hvar gámurinn sé. „Við teljum að
við séum búnir að hreinsa svæðið
í Hraunsholti þannig að engum
stafi hætta af.“
Vitað var að hræ miltisbrands-
sýktra kúa voru grafin á þessu
svæði. Á bæjarstjórnarfundi í
Garðabæ hinn 12. desember 2005
lagði Sigurður Björgvinsson bæj-
arfulltrúi fram fyrirspurn um
hvaða ráðstafanir bæjaryfirvöld
hygðust gera í ljósi þess að skepn-
ur sem sýktar voru af miltisbrandi
hefðu verið urðaðar á landinu.
Gunnar Einarsson bæjarstjóri
segir að í kjölfar fyrirspurnarinnar
hafi verið útbúin viðbragðsáætlun
um hvað skyldi gera þegar og ef
hræin kæmu í ljós. Málið hafi verið
kynnt lóðareigendum og verktök-
um sagt hvað gera skyldi ef hræin
fyndust. „Við settum þessa áætlun í
gang um leið og við fengum til-
kynninguna,“ segir Gunnar Einars-
son.
Miltisbrandssýkt hræ
vöktuð í læstum gámi
Eiturefnakafarar fjarlægðu miltisbrandssýkt kúahræ af lóð í Garðabæ í gær.
Þau eru vöktuð í læstum og vatnsþéttum skipagámi því ekki var hægt að
brenna þau. Bæjaryfirvöld vissu að sýktar kýr hefðu verið urðaðar á landinu.
Einar, ertu með skilríki?
Dularfullt hvarf á hljómflutningstækj-
um, hljóðfæri og myndavél í Smáraskóla hefur verið
vísað til lögreglu.
Í kjölfar erindis fræðslustjóra Kópavogs sam-
þykkti bæjarráðið á fimmtudag að leita liðsinnis
lögreglu í málinu þar sem eftirgrennslan bæjar-
starfsmanna hafði engan árangur borið. Ekki fékkst
aðgangur að greinargerð fræðslustjórans um málið
þar sem Þórður Þórðarson bæjarlögmaður telur
hana undanþegna upplýsingarétti sem hluti opin-
berrar rannsóknar.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að
ræða tækjabúnað sem keyptur var til skólans á allra
síðustu árum og er um 650 þúsund krónur að
verðmæti. Hvarf þeirra kom í ljós þegar farið var
yfir vörukaup í grunnskólum bæjarins. Ástæða þótti
þá til að gera frekari fyrirspurnir um Smáraskóla.
Fullvíst mun vera að tækin hafi komið í skólann en
enginn segist vita hvenær eða hvernig þau hurfu.
Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Kópavpogsbæj-
ar, segir að málið hafi verið sent til lögreglu í gær.
Á meðan það sé til rannsóknar verði ekkert um
það sagt af hálfu bæjaryfirvalda.
Skólastjóraskipti urðu í Smáraskóla í haust og
munu hvorki nýi skólastjórinn né forveri hans
hafa getað útskýrt hvað varð af tækjunum.
Fréttablaðið náði í hvorugan skólastjórann
síðdegis í gær.
Græjur á 650 þúsund horfnar
Stjórnvöld í Marokkó
staðfestu í gær að þau hefðu
kallað sendiherra sinn í Madríd
heim í mótmæla-
skyni við að
spænsku kon-
ungshjónin ætla
sér að fara í
opinbera heim-
sókn til bæjanna
Ceuta og Melilla,
sem eru spænsk-
ar hólmlendur á
strönd Norður-
Afríku sem
Marokkóstjórn krefst yfirráða
yfir.
Marrokkóstjórn lýsti furðu
sinni á hinni áformuðu konungs-
komu og sagðist vonast til að
henni yrði aflýst. Síðasta heim-
sókn Spánarkonungs til Ceuta og
Melilla var árið 1927. Það var
Alfons XIII, afi Jóhanns Karls,
núverandi konungs, sem fór í þá
ferð.
Sendiherrann
kallaður heim
Stóru flokkarnir tveir í
Danmörku, hægriflokkurinn Ven-
stre og Jafnaðarmannaflokkurinn,
mælast með nánast hnífjafnt fylgi
í skoðanakönnunum nú þegar tíu
dagar eru til kosninga.
Í Gallup-könnun, sem niðurstöð-
ur voru birtar úr í Berlingske
Tidende, er Jafnaðarmannaflokk-
urinn undir forystu Helle Thorn-
ing-Schmidt með rétt tæplega 25
prósenta fylgi en Venstre, undir
forystu Anders Fogh Rasmussen
forsætisráðherra, 25,7 prósent.
Venstre fékk 29 prósent atkvæða
í síðustu kosningum árið 2005 svo
að þetta þýðir yfir tveggja pró-
senta fylgistap. Talsmenn Venstre
telja það þó ekki sérstakt áhyggju-
efni þar sem jafnaðarmenn virðast
ekki vera að auka sitt fylgi og sam-
anlagt fylgi vinstriflokkanna, að
meðtöldum miðflokknum Radikale
Venstre, myndi ekki skila þeim
nema 79 þingsætum samtals. Útlit
er fyrir að flokkurinn sem lengst
er til vinstri í dönsku flokkaflór-
unni, Einingarlistinn, falli út af
þingi þar sem hann nái ekki tveggja
prósenta þröskuldinum. Alls 179
fulltrúar eiga sæti á danska þjóð-
þinginu, þar af tveir frá Færeyjum
og tveir frá Grænlandi.
Thorning-Schmidt og Fogh
Rasmussen mættust í sjónvarps-
kappræðum á TV2 fimmtudags-
kvöld, en stjórnmálaskýrendur eru
ekki á einu máli um hvort hafi haft
betur. Stjórnandi kappræðnanna,
Jes Dorph, var gagnrýndur fyrir
að hafa ítrekað tekið orðið af
Thorning-Schmidt.
Fylgi stóru flokkanna mælist hnífjafnt