Fréttablaðið - 03.11.2007, Qupperneq 18
Ó
lafur
Davíð
Jóhann-
esson
hefur náð
frábærum árangri á
löngum ferli sem
þjálfari í íslensku
deildinni í knatt-
spyrnu og FH varð
sannkallað stórveldi
þegar liðið vann
deildina þrjú ár í röð
undir hans stjórn.
Það kom því fæstum
á óvart þegar stjórn
Knattspyrnusam-
bands Íslands réði
Ólaf á dögunum til
þess að taka við
íslenska landsliðinu í
þeim krefjandi
verkefnum sem
liggja fyrir á þeim
bænum.
Ólafur hefur
jafnan getið sér orð
fyrir að vera
ákveðinn og
beinskeyttur í
viðtölum, en þó
virðist alltaf vera
stutt í grínið hjá
honum og því beið
blaðamaður Frétta-
blaðsins spenntur
eftir því að spjalla
við samferðamenn
Ólafs og heyra hvað
þeir hefðu að segja
um manninn sem
flestir þekkja sem
Óla Jó.
„Hann er sérstak-
ur persónuleiki og
vill fara sínar eigin
leiðir og á það
jafnvel til að vera
fremur þrjóskur.
Hann er þó afar
hreinn og beinn í
samskiptum sínum
við fólk og ég myndi
segja að heiðarleiki
væri hans helsti
kostur,“ sagði
fyrrverandi
samstarfsmaður
Ólafs hjá FH og
annar innanbúðar-
maður þar tók í
sama streng.
„Hann er heiðar-
legur maður og nær
að skapa mikið og
gott traust milli sín
og leikmanna sinna
og stendur og fellur
með þeim og það er
lykillinn að góðum
árangri hjá honum.
Hann talar líka
alltaf beint út og
segja má því að
hann komi til
dyranna eins og hann er klæddur.“
Klæðaburður Ólafs sem slíkur varð að
sérstöku umræðuefni hjá öðrum viðmælanda.
„Ég get alveg tekið undir það að hann komi til
dyranna eins og hans er klæddur, eins asnalega
og hann klæðir sig nú gjarnan,“ sagði leikmað-
ur FH-liðsins í léttum dúr og bætti við: „Hann
er tvímælalaust eftirminnilegasti þjálfari sem
ég hef nokkurn tíma haft og hann er alveg
ótrúlega flinkur í því að skapa umhverfi þar
sem menn leggja sig hundrað prósent fram og
hafa á sama tíma gaman af því að spila fótbolta.
Hann hefur vissulega ákveðnar skoðanir á
hlutunum, en er samt alltaf til í að hlusta á hvað
aðrir hafa að segja og er auðveldur í samskipt-
um. Hann er ekki beint þessi jakkafatatýpa og
ég hef það á tilfinningunni að honum líði ekkert
sérstaklega vel
þegar hann er með
bindi. Hann vill
miklu frekar vera í
úlpunni sinni með
vasana troðfulla af
einhverju drasli.“
Í ljós kom
reyndar í samtali
við fróðari mann að
hlutirnir sem
Ólafur geymir í
vasa sínum væru
alls ekkert drasl
heldur lukkugripir.
„Ólafur á það til að
vera hjátrúarfullur
og það lýsir sér í
því að hann tekur
ástfóstri við
ákveðna hluti, svo
sem skrúfu, rör- eða
spýtubút eða
eitthvað slíkt sem
hann geymir í
úlpuvasa sínum í
lengri tíma og hefur
alltaf með sér á
leiki,“ sagði félagi
Ólafs sem var af
mörgum viðmæl-
endum sagður vera
sérfræðingur í öllu
háttalagi Ólafs.
„Hann hefur líka
mjög sérstakan kæk
þegar hann er að
undirbúa FH-liðið
fyrir leiki á töflu-
fundum; þá lyktar
hann alltaf hressi-
lega af töflutússinu
þannig að menn
taka eftir, af hverju
veit ég ekki.
Kannski finnst
honum lyktin bara
svona góð,“ sagði
títtnefndur sér-
fræðingur. Haft var
á orði að alls staðar
þar sem Ólafur hafi
þjálfað væri hann
afar vel liðinn. „Það
var gríðarleg
ánægja með Ólaf og
hans störf hjá okkur
og ég er virkilega
stoltur fyrir hans
hönd að hann hafi
verið ráðinn
landsliðsþjálfari, þó
fyrr hefði verið. En
auðvitað gerðum
við Óla að því sem
hann er í dag,“
sagði góður vinur
Ólafs frá tímum
hans í þjálfun
austur á landi.
Sumum viðmæl-
endum leiddist
greinilega ekki að
nota tækifærið og
benda á nokkra
galla í fari Ólafs. „Hann getur ekki hellt upp á
kaffi þegar maður kemur í heimsókn og í raun
eru almenn heimilisstörf ekki hans sterka hlið.
Menn geta eðlilega ekki verið bestir í öllu, en
hann kann hvorki á þvottavél né eldavél og er
gjörsamlega ósjálfbjarga án konunnar,“ sagði
tíður gestur á heimili Ólafs og fyrrverandi
samstarfsmaður kom inn á einn galla við að
vinna með honum. „Hann kann náttúrlega ekki
á síma og SMS og talskilaboð eru fjarri skiln-
ingi hans, þannig að maður þurfti að vinna
dálítið í kringum þetta.“
Rauður þráður í gegnum samtöl blaðamanns
við samferðamenn Ólafs var hins vegar sá að
hann sé maður sem alltaf er gaman að hafa
nálægt sér og menn kunna vel að meta húmor
hans og heiðarleika.
Kemur til dyranna
eins og hann er klæddur
Auglýsingasími
– Mest lesið