Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 33

Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 33
Skótíska karla tekur oft ekki eins miklum stakkaskiptum og skótíska kvenna. Nú er fjöl- breytni í vetrartískunni hjá herrunum þótt hún sé kannski ekki eins áberandi og hjá konunum. Hjá karlmönnum eru þægindin oft í fyrirrúmi þegar kemur að vali á skóm. Vissulega vilja konur líka þægilega skó en láta sig kannski frekar hafa það að tipla um á himinháum hælum í nafni tískunnar. Unnur Lára Bryde, annar eigenda Bianco- skóverslananna á Íslandi, leiðbeindi okkur í gegnum helstu strauma og stefnur í skófatnaði karla í vetur. „Nú er mikið af sléttum ökklaskóm sem eru renndir innanfótar eða reimaðir og einnig eru mokkasínur áberandi eða óreimaðir skór,“ segir Unnur Lára og bætir við að óreimuðu skórnir séu mjög vinsælir. „Tærnar eru alls konar en mjög breið tá er afar vandfundin og er hún frekar að mjókka. Þessi gamla rúnaða og fremur mjóa danstá er áberandi en þessir alveg támjóu skór eru lítið núna. Skórnir eru því frekar támjóir en þó rúnaðir,“ útskýrir Unnur Lára. Skóbotninn er þó fremur skynsamlegur og í takt við árstíðina. „Vetrarskórnir eru yfirleitt með grófari gúmmí- botni og gripi. Botninn er orðinn heldur þykkari en það fer þó eftir tilefninu. Ef það eru spariskór sem um ræðir þá er botninn fínlegri en grófari týpur eru algengar og hællinn er orðinn svolítið þykkur aftur,“ segir Unnur Lára og er það breyting frá því í fyrra en þá voru skórnir mun flatari. Varðandi liti þá segir Unnur Lára að oft sé erfitt að fá karlmenn til að vera í mjög litríkum skóm og því frekar fyrir- sjáanlegt hvað verður í þeim málum. „Svarti og brúni liturinn eru náttúrulega alltaf vinsælir en þó eru núna alveg hvítir og ljósir skór líka auk þess sem rauðbrúni liturinn er að koma sterkt inn í vetur. Brúni koníaksliturinn er að verða dekkri og við erum með gráa skó í bland,“ segir Unnur Lára sem finnst skemmtilegra að búðin sé ekki bara í einum lit. Rauði liturinn er einnig áberandi í fylgihlutum karla í vetur til dæmis í bindum og eru jarðlitirnir líka vinsælir og má þar nefna grá jakkaföt sem dæmi. Skótískan er því í takt við fatatískuna líkt og endranær. Herraskórnir eru nær eingöngu leðurskór að innan og utan en Unnur Lára segir að það þýði ekkert annað því það sé það sem karlmennirnir vilja. „Þeir vilja þægilega skó og skórnir frá okkur eru með sérstaklega mjúkum botni og tvöföldu innleggi þannig að þeir eru einstaklega þægilegir. Auk þess eru þeir breiðari en skór almennt og því taka menn oft númeri minna hjá okkur,“ segir Unnur Lára sem nú er með fulla búð af freistandi vetrarvörum á dömur og herra. Danstá og mokkasínur G O T T F O L K Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.