Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 54

Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 54
H alló Hong Kong. Hvað er klukkan þarna hjá þér? Hún er eitthvað á milli dags og nætur. Hljómar eins og titill á dægurlagi ekki satt? En þetta er alveg satt. Ég er að setja upp tískusýningu hérna. Ertu búinn að jafna þig á Iceland Airwaves? Vá! Já, er rétt að jafna mig núna . En ég var ansi hakkaður á sunnudeginum. Föstudagurinn var skemmtilegastur. Laugardag- urinn var líka fínn en þá fór ég á Kaffibarinn. En það sem verra var er að skrítin stelpa stal veiðihattin- um mínum. Þetta var gamall hattur sem ég fann þegar við vorum á tón- leikaferð um Kanada. Það stendur SNAP ON á hattinum. Ef þið sjáið stelpu með SNAP ON-hatt gætuð þið beðið hana að skila honum? Hversu lengi hefurðu spilað á trommur með Trentemøller og hvernig kom það til? Ég hef þekkt gítarleikarann hans í fimmtán ár, við vorum í hljómsveit saman. En ég spilaði á plötu Trentemøllers „The Last Resort“ og hef spilað með honum „live“ í tæp þrjú ár. Þú ert listamaður, tónlistarmaður og fatahönnuður og þekktastur fyrir það síðarnefnda. Hvernig blandar þú þessu saman og ef þú yrðir að velja eitt hvað myndirðu velja? Þetta er eins og ávaxtakokkteill. Hann væri frekar leiðigjarn ef hann væri bara úr banönum en bragðbetri ef þú bætir smá kíví eða jarðarberjum út í. Reyndar hef ég spilað á trommur síðan ég var tíu ára þannig að hljóðfæraleikur er fyrir mér jafn sjálfsagður hlut- ur og að ganga. Ég vil ekki velja eitt. Ég er góður svona. En þú varst í annarri hljómsveit? Og ert kannski enn þá? Ég er með tónlistarverkefni í gangi sem heit- ir Trommefredag ( trommuföstu- dagur) ásamt djassleikaranum Mikkel Hess. Við spilum bara á föstudögum og við ferðumst um Kaupmannahöfn frá því klukkan sjö á kvöldin og fram á morgun. Við fáum bókanir frá fólki sem vill að við kíkjum í partí til sín. Til dæmis heimsækjum við allt frá lesbískum pitsupartíum upp í rússnesk afmæli og endum svo venjulega á næturklúbbi klukkan þrjú að morgni. Þetta er alveg ókeypis enda erum við frekar lélegir. Ég er líka í listahópi sem heitir Powerplant en við erum tut- tugu samtals – listamenn, kvik- myndagerðarfólk, götuleikarar, sem klæða sig upp og látum eins og brjálæðingar á götum úti. Hvernig tónlist hlustar þú á? Hefur tónlist bein áhrif á hönnun þína? Ég hlustaði á múm í Reykjavík, hún spilaði á eftir okkur. Ég ætlaði að hlusta á Bloc Party, Kasper Bjørke og Magga Legó en endaði á Kaffibarnum að hlusta á Trente- møller. Þessi Maggi gaur var líka að spila á Sirkus kvöldið áður. Hann er mjög fínn. Já úllallala ... ég hlusta á svo margt. Til dæmis var sýningin mín í París, The Fantabul- ous Bicycle Music Factory algjör- lega innblásin af tónlist, en það eru átta reiðhjól sem spila tónlist þegar fyrirsæturnar byrjuðu að hjóla á þeim. Algjörlega kaótískt. Hefurðu meira frelsi þegar þú skap- ar list en þegar þú ert að hanna föt? Nei, ég sé það ekki svoleiðis. Á báðum sviðum ertu á endanum að skapa einhvern söluvarning. Ef maður vill lifa af sköpun sinni þá verður maður að búa til eitthvað sem einhver kaupir einhvern tíma. En þess á milli getur maður svo gert eitthvað brjálað. Þetta er allt sami hluturinn hvort sem það er list, kvikmyndir eða tónlist. Danska tískuritið COVER lýsti síð- ustu línunni þinni sem hinni full- komnu blöndu af list og tísku. Hvað segir þú um það? Segjum sem svo að ég skemmti mér konunglega með The Fantabulous Bicycle Music Factory. Ef maður hættir að hafa gaman af hlutunum, þá á maður að gefa skít í þá. Þegar ég spjallaði við þig á Airwa- ves var ég dónaleg og sagðist hafa haldið að tískuhönnuðir væru yfir- borðslegir en þú ert einstaklega hógvær og jarðbundinn maður. Já, þú varst dónaleg! Manstu hverju ég svaraði, híhíhí? Hvernig kemst maður á alheimskortið þegar maður er frá Danmörku? Hafði Central St. Mart- ins skólinn í London mikil inn áhrif á frama þinn? Já, ég eiginlega „meikaði“ það öfugt, byrjaði á erf- iða endanum. Það er einfalt að meika það í Danmörku. En mér fannst mikilvægt að fá alþjóðlegt sjónarhorn í CSM áður en ég flutti aftur heim til Kaupmannahafnar. Hvaðan færðu allar þessar hug- myndir? Síðasta lína minnti á súr- realíska blöndu af afrískum munstrum og jafnvel stillimyndinni í sjónvarpinu þegar dagskránni er lokið? Já, þessi innsetning er svona blanda af frumhljóðum, náttúru- legri orku, fyrirsætur sem verða leikarar, kaos og litir. Við endur- tökum leikinn á laugardaginn á Spáni í Santiago di Compostela) og vinkona þín Diane Pernet verður líka þarna … hugmyndir bara dúkka upp, aðallega þegar ég er aleinn eða liggjandi. Þú spilar körfubolta! Hvað gerir þú fleira til að slappa af? Já, ég er svona hávaxinn Snoopy-gaur og spila með Copenhagen Crocodiles. Ég spila líka hokkí með vinum mínum í Nansensgade Kulturhuset. Ég bjó við Nansensgade í nokkur ár, ójá, það er frábær gata. Myndirðu einhvern tímann vilja flytja til Parísar til þess að vera í hjarta tískunnar? Nei, nei, ekki til Parísar. Það er nóg fyrir mig að fara þangað fjórum sinnum á ári. Dönsk hönnun er virkilega að slá í gegn á heimsvísu og þið voruð með frábæra tískuviku í haust. Hvað finnst þér um íslenska tísku? Ég þekki villta hrafninn - Raven (Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur) og systur hennar. Og draumateymið Belleville, Önnu og Bjarna. Og ég sel hönnun mína í tipp topp dínamó- ljósunum KronKron. Og ég reynd- ar lagði inn pöntun í Reykjavík fyrir Henrik Vibskov Store hjá íslenskri stúlku, bíddu, hún er enn í skóla og heitir Hlín Reykdal. Ég sá hálsklúta og fiðrildi eftir hana í Belleville. Þurfum að koma svona hlutum út í hinn stóra heim ekki satt? Hoppla! En þinn eigin stíll? Hvernig mynd- irðu lýsa honum? Gengurðu bara í eigin hönnun? Ég blanda bara saman alls konar hlutum. Held ég sé með góða blöndu. Ég kaupi fullt af notuðum fötum. Þess vegna var þetta sérstaklega sorglegt þegar stelpan stal hattinum mínum. Hvort finnst þér skemmtilegra að hanna föt fyrir karlmenn eða konur? Ég fíla karlmannsföt. Ertu með einhver góð ráð handa ungum hönnuðum sem stefna hátt? Ég er vanur að segja við nemendur mína að þeir ættu aldrei að fara út í tískubransann nema þeir hafi virkilegan, brennandi áhuga á því. Þetta er bilaður heimur. Það er ein- faldara og vinalegra að vera í tón- listarbransanum. Fyrstu fimm árin í tískuheiminum eru skelfilega, skelfilega erfið. Hvað ertu að bauka næstu mán- uði? Trentemøller hættir að túra um heiminn 5. desember og þá ætla ég að taka því rólega og hafa það kósí í svona viku. En Henrik Vibs- kov, hinn skapandi Snoopy ætlar að fara til Spánar í næstu viku, og gleymum svo ekki jólunum. Svo kemur ný lína í París í janúar, lista- sýning í Vín árið 2008 og svo er ég í leyniverkefni fyrir bandarískt fyrirtæki. Og svo örugglega fullt annað sem ég man ekki í augna- blikinu, en þetta er alveg nóg, ekki satt? Eitthvað sem þú vilt segja mér að lokum? Já, þið Íslendingar ættuð alltaf að fylgja eigin sannfæringu og halda áfram að gera það sem þið eruð að gera, þá verður alltaf allt í lagi að eilífu. Ég er vanur að segja við nemend- ur mína að þeir ættu aldrei að fara út í tískubransann nema þeir hafi virkilegan, brennandi áhuga á því. Þetta er bilaður heimur. Auglýsir eftir týndum hatti Ofurhönnuðurinn Henrik Vibskov er með mörg járn í eldinum. Hann spil- aði nýverið á Iceland Airwaves með Trentemøller og er auk þess í tveimur öðrum hljómsveitum. Hann hefur stýrt merkinu Henrik Vibskov frá árinu 2001 og selur fatnað sinn í hátískuverslunum um heim allan og þar að auki Henrik Vibskov Store í Kaupmannahöfn. Anna Margrét Björnsson spjallaði við þennan geðþekka Dana þegar hann var nýlentur í Hong Kong ferskur frá Íslandsförinni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.