Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 63

Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 63
Sálmessutónleikar fara fram í Hallgrímskirkju á allraheilagra- messu á morgun klukkan 17.00. Þar mun Mótettukór Hallgríms- kirkju flytja hrífandi sálumessu eftir ítalska tónskáldið Ildebrando Pizzetti og aðra eftir franska tón- skáldið Gabriel Fauré. Sálumessa Pizzettis er samin fyrir stóran kór án undirleiks í rómantískum, ítölskum stíl. Hún hefur ekki áður verið flutt hér- lendis. Sálumessa Faurés er ein vinsælasta sálumessa tónbók- menntanna og hefur oft verið flutt í kirkjum landsins. Í Sálumessu Faurés fara þau Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran og Bene- dikt Ingólfsson bassi með ein- söngshlutverk, en Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgríms- kirkju, leikur á Klais-orgelið. Mótettukór Hallgrímskirkju hefur lengi verið meðal fremstu kóra Íslands og er verkefna- listi hans langur og fjölskrúðug- ur. Stjórnandi kórsins er Hörð- ur Áskelsson. Hann hefur verið organisti og kantor Hallgríms- kirkju frá því hann sneri aftur til Íslands að loknu framhaldsnámi í Düsseldorf í Þýskalandi árið 1982. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu listalífs kirkjunn- ar, stofnaði Listvinafélag Hall- grímskirkju og Mótettukór Hall- grímskirkju árið sem hann kom til starfa og kammerkórinn Schola cantorum árið 1996. Almennt miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. Tvær sálumessur Ljósmyndasýning á vegum Blaðamannafélags Íslands verður opnuð í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í dag kl. 13. Heiti sýningarinnar er „Fréttaljósmynd- ir í 110 ár“ og má á henni sjá, líkt og nafnið gefur til kynna, frétta- ljósmyndir sem spanna rúma öld. Málþing í tengslum við sýning- una hefst á Hótel Holti kl. 15. Yfirskrift málþingsins er „Að skrifa fréttir fyrir lýðræðið“ og taka tveir erlendir fyrirlesarar þátt í því, þær Amy Goodman frá Bandaríkjunum og Jelena Larinokova frá Rússlandi. Að málþinginu loknu verður boðið upp á léttar veitingar. Ljósmyndir í Kringlunni Kauptu 3 Tinnabækur og þú færð Tinna bol að gjöf! LAG ERS ALA ! Allir sem versla á bókaveislunni fá bók í kaupbæti! Öll börn sem koma á lagersöluna fá ævintýri eftir H.C. Andersen að gjöf. 20–95% afsláttur SUNDABORG 3 GENGIÐ INN AÐ NEÐAN Hát t í 500 titla r

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.