Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 68

Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 68
Phil Hall, blaðafulltrúi Heather Mills, fyrrum eiginkonu Sir Paul McCartney, hefur sagt upp störfum vegna tveggja sjónvarpsviðtala þar sem Mills gagn- rýndi fjölmiðla fyrir að stimpla sig sem „hóru“ og „gullgrafara“. Hall telur að Mills hafi gert slæm mistök með ummælum sínum í viðtöl- unum, sem fjallað var um í fjölmiðlum um heim allan, og ákvað því að taka pokann sinn. „Þetta var tvímælalaust röng ákvörðun hjá henni. Mér þykir þetta mjög leitt. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt á síðustu tveim árum og þess vegna er þetta algjör synd,“ sagði Hall, sem réð sig til Mills á síðasta ári þegar hún tilkynnti um skilnað sinn við McCartney. „Þeir hafa kallað mig hóru, gullgrafara og lygara, sem hefur sært mig ótrúlega mikið,“ sagði Mills í öðru viðtalinu og virtist í miklu upp- námi. Hall, sem er fyrrum ritstjóri dagblaðs- ins News of the World, hafði ráðlagt henni að tjá sig ekki um slæma útreið sína hjá fjölmiðlum en hún lét ekki segj- ast. „Mín skoðun er sú að þú verður að eiga góð samskipti við fjölmiðla til að snúa einhverju neikvæðu í jákvæðan hlut og mín ráð eru ávallt sú að fólk eigi að láta sem það heyri ekki óhróðurinn sem rignir yfir það í fjölmiðlum.“ Mills hefur verið illa liðin hjá ýmsum fjölmiðlum í Bretlandi síðan hún giftist McCartney og hafa sögur af vafasömu líferni hennar áður en þau kynntust verið áberandi í fjölmiðlum. McCartney er aftur á móti í dýrlingatölu þar í landi sem landsþekktur tónlistarmaður og fyrrverandi bítill. Mills gerði alvarleg mistök Nærfataverslunin Systur var opnuð á Lauga- vegi 70 á fimmtudag en þar selja systurnar Sigrún Edda og Ragnheiður Eðvarðsdætur nærföt í hæsta gæðaflokki eftir þekkta hönn- uði í Englandi og Danmörku. Meðal vöru- merkja eru Myla, Damaris & Mimi Holliday, Buttress & Snatch, Mint Siren, Tiom Binns, Viola Sky og Afterwear by Signe Tolstrup. Margt var um manninn á opnuninni og segir Ragnheiður viðtökurnar góðar. „Þetta gekk alveg glimrandi og fólk talaði um að hér væri loksins komin búð sem býður upp á öðruvísi nærfatnað og fylgihluti.“ Þær systur hönnuðu búðina sjálfar en þar er til að mynda afar áber- andi veggfóður. „Við byrjuðum á því að velja veggfóðrið og völdum svo annað út frá því,“ segir Ragnheiður. Í vikunni birtist frétt á vísi.is þess efnis að í búðinni yrðu seldar dýrustu nærbuxur Íslands, skreyttar Swarowski-kristöllum. „Það var nú reyndar smá misskilningur, nærbuxurnar eru ekki komnar ennþá og munu sennilega ekki kosta alveg 30 þúsund eins og fram kom í frétt- inni. Dýrustu nærbuxurnar sem við erum með núna kosta um 25 þúsund og eru án kristalla. Þessi frétt vakti engu að síður bæði mikla athygli og lukku,“ segir Ragnheiður og hlær. Systur opnuðu nærfataverslun Grínistinn Jerry Seinfeld segir að eiginkona sín Jessica hafi ekki gerst sek um ritstuld. Hún hefur verið sökuð um að hafa stolið hug- myndinni að nýrri matreiðslubók sinni. Í henni er greint frá leiðum fyrir foreldra til að setja grænmeti í hefðbundna rétti til að börnin þeirra borði þau frekar. Önnur bók um svipað málefni kom út nokkru áður, en Seinfeld segir að Jessica sé alsaklaus því hún hafi aldrei lesið um hina bók- ina. „Ég hef mjög gaman af orð- inu ritstuldur í tengslum við þessa litlu uppákomu. Áður fyrr tengdist það útgáfu á stórum skáldsögum en núna tengist það smákökum og spínati,“ sagði Seinfeld. Eiginkonan er saklaus

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.