Fréttablaðið - 08.11.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 08.11.2007, Síða 6
 Geir H. Haarde forsætis- ráðherra vill endurnýja íslenska ákvæði Kyoto-bókuninnar um útblástur gróðurhúsalofttegunda. Þetta sagði hann í svari við fyrir- spurn frá Valgerði Sverrisdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, á Alþingi í gær. Í íslenska ákvæðinu er heimild fyrir 1,6 milljóna tonna losun á gróðurhúsalofttegundum árlega umfram losunarheimildir Kyoto- bókunarinnar. „Mín skoðun er sú að við eigum að freista þess aftur að fá sérstakt ákvæði,“ sagði Geir. Kyoto-bókunin rennur út í upp- hafi árs 2013 og mun Ísland koma að samningaborðinu um nýja bókun. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir stefnu Íslands vera að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 50 til 75 prósent fyrir miðja öldina. „Mín persónulega skoðun er sú að sérákvæði fyrir Ísland um áliðnaðinn samræmist ekki þeirri stefnumörkun,“ segir Þórunn. „Geir lýsti þessu sem persónu- legri skoðun sinni, en lýsti því jafnframt yfir að samningsmark- mið ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið ákveðin.“ Þórunn segir að ríkisstjórnar- flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, eigi eftir að ná niður- stöðu í þessu máli. „Flokkarnir tveir í ríkisstjórn hafa ekki haft sömu skoðun á þessu ákvæði. Við í Samfylkingunni börðumst hart gegn þessu ákvæði, en þá var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkis- stjórn,“ segir Þórunn. Þau ríki sem eiga aðild að núver- andi Kyoto-bókun losa um þriðj- ung af gróðurhúsalofttegundum heimsins. „Það skiptir mestu að stóru löndin, Bandaríkin, Kína, Indland og Brasilía, komi og verði með okkur í að leysa loftslags- vandann,“ segir Þórunn. Þingmenn Vinstri grænna lýstu óánægju sinni með orð forsætis- ráðherra. „Ég er gjörsamlega gáttuð,“ sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. „Við erum fyrir ofan meðaltal Evrópuríkja um losun gróðurhúsalofttegunda og stefnum enn hærra.“ Mín skoðun er sú að við eigum að freista þess að fá sérstakt ákvæði.Morgunverðarfundur FVH á Hilton Reykjavík Nordica, sal I og H, föstudaginn 9. nóvember kl. 8.30-10.00. Evran inn bakdyramegin? Skrá›u flig strax – takmarka› sætaframbo›! Vinsamlega skrái› flátttöku á vef FVH, www.fvh.is, e›a í síma 551 1317. Ver› með morgunmat kr. 3.000 fyrir félagsmenn FVH og 4.900 fyrir a›ra. Stærsta fyrirtækið í Kauphöllinni áformar að gera upp í evrum, fyrirtæki áforma að skrá hlutafé í evrum, sífellt fleiri taka lán í evrum og atvinnurekendur og starfsfólk semja um greiðslu launa í evrum. • Hvaða þýðingu hefur það þegar fyrirtæki gera upp og skrá hlutafé í evrum? • Hvað þýðir það fyrir atvinnurekendur að greiða laun í evrum? • Hvað þýðir það fyrir starfsfólk að fá greitt í evrum og taka lán í evrum? F Y R I R L E S A R A R Tekur evran sig upp sjálf? Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. Evran, efnahagslífið og Kauphöllin Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. Laun í evrum – hverra hagsmunir? Sigurjón Pétursson, framkvæmdastjóri Landsteina Strengs ehf. Umræður að erindum loknum. Fundarstjóri: Aðalsteinn Leifsson, forstöðumaður MBA-náms í Háskólanum í Reykjavík. fió r› ur Ól af ur Si gu rjó n Að al st ei nn Geir og Þórunn deila um loftslagssamning Geir H. Haarde forsætisráðherra vill endurnýja íslenska ákvæðið um auknar heimildir fyrir losun gróðurhúsalofttegunda í næstu samningaviðræðum um Kyoto-bókunina. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra er ósammála. Fokker 50-flugvél Flugfélags Íslands þurfti að nauðlenda á Egilsstaðaflugvelli eftir að olíu- þrýstingur í öðrum hreyfli gaf sig um klukkan níu á þriðjudags- kvöld. Alls voru 38 farþegar um borð þegar vélin lagði af stað til Reykjavíkur. Skömmu eftir flug- takið missti vélin olíuþrýsting á öðrum hreyfli svo slökkva þurfti á honum. Auk þess fór jafnþrýst- ingur af farþegarýminu. Axel Ingi Eiríksson, flugmaður í vélinni, segir að venjuleg við- brögð við þessum aðstæðum sé að snúa við og lenda. „Ég held að allir hafi gengið sáttir frá borði og áhöfninni var klappað lof í lófa eftir lendingu,“ segir Axel. Lögregla og björgunarsveitir voru í viðbragðsstöðu á flugvell- inum. Lendingin gekk að óskum og eftir að farþegar voru komnir aftur í flugstöðina fór flugstjóri yfir atvikið með þeim og var þeim boðin áfallahjálp. Engin hætta myndaðist við atvikið, enda geta Fokker 50-flugvélar flogið á öðrum hreyfli. Önnur vél Flugfélags Íslands fór frá Akureyri til Egilsstaða seinna um kvöldið og flutti þá til Reykjavíkur sem vildu. Nokkrir urðu eftir, þar sem þeim hentaði betur að fara að morgni. Fokker sneri við og nauðlenti Finnst þér að auka eigi íþrótta- kennslu í grunnskólum? Ert þú sátt(ur) við hömlur Kaupþings á yfirtöku íbúða- lána? Ekki var staðið nógu vel að undirbúningi og fram- kvæmd sameiningar St. Jósefs- spítala og Sólvangs árið 2006. Draga má í efa að sameiningin hafi átt rétt á sér. Þetta er meðal niður- staðna stjórnsýsluúttektar Ríkis- endurskoðunar á sameinaða spítal- anum. Í úttektinni segir einnig að mikil- vægt sé að heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið geri samning við spítalann þar sem komi fram hvaða verkefnum hann eigi að sinna. Endurskoða þurfi samkomulag spítalans við sérfræðilækna og herða eftirlit svo þeir fari ekki fram úr tilætluðum einingafjölda. Sjálf rökin sem notuð voru þegar sameiningin var ákveðin er síðan dregin í efa; að rétt væri að koma á einni öflugri heilbrigðisstofnun fyrir Hafnarfjörð eins og víða hafi verið gert á landsbyggðinni. St. Jósefsspítali sé fyrst og fremst sérhæft sjúkrahús en Sólvangur sé hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Niðurstöður úttektarinnar eru þó ekki eingöngu neikvæðar, til dæmis segir þar að starfsemi St. Jósefsspítala – Sólvangs einkenn- ist af faglegum metnaði og góðum starfsanda. Spítalinn hafi unnið að þróun lækningaaðferða og náð góðum árangri á ýmsum sviðum þjónustu. Lögregla í borginni Orlando í Bandaríkjunum hefur handtekið mann fyrir líkamsárás. Það sem vekur athygli við málið er að fórnarlambið var látið og lá í opinni kistu í kirkju þegar árásin átti sér stað. Árásarmaðurinn, Timothy nokkur Cleary, mun hafa gengið inn í kirkjuna í miðri jarðarför og ráðist að líkinu í kistu þess með höggum og spörkum. Cleary var handtekinn örfáum mínútum eftir árásina. Svo virðist sem árásin hafi verið með öllu tilefnislaus. Cleary var færður fyrir dómara á laugardag og gert að gangast undir geðrannsókn. Réðst á mann í jarðarför hans Þingmenn Frjálslynda flokksins vilja stofna háskóla á Ísafirði sem taki til starfa næsta haust. Kristinn H. Gunnarsson, Guðjón Arnar Kristinsson og Jón Magnússon fluttu frumvarp þess efnis á þingi í gær. Kristinn segir víst að háskólar á landsbyggðinni verði til góðs, á sama hátt og framhaldsskólar á landsbyggðinni. „Í dag er áætlað að 150 til 200 manns á Vestfjörð- um stundi nám við háskóla, fyrst og fremst í fjarnámi,“ segir Kristinn. Spáir hann því að fyrr eða síðar muni rísa háskólar á Selfossi og á Egilsstöðum. Hann segir betri kost að stofna sérstakan háskóla á Ísafirði í stað útibús frá Háskóla Íslands. Frjálslyndir vilja háskóla á Ísafirði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.