Fréttablaðið - 08.11.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 08.11.2007, Síða 8
Hvaða íslenski förðunarfræð- ingur var útnefndur sá besti í faginu í Hollywood í síðasta tölublaði tískutímaritsins WWD-Beauty? Hvaða íslenska vef vill fram- kvæmdastjóri samtaka rétthafa tónlistar á Íslandi láta loka? Hvaða lið í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu sigraði Besiktas 8-0 í fyrradag og setti þar með nýtt met í deildinni? Ákvörðun Kaupþings um að heimila ekki yfirtöku á eldri íbúðalánum bankans, sem voru á betri kjörum en nú eru í boði, kemur til af því að dýrara er nú fyrir bankann að fjármagna starf- semi sína en áður. „Mestu máli skiptir gríðarleg vaxtahækkun hér heima ásamt erf- iðari fjármögnun,“ segir Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings. „Þetta gerir að flóknara er að fjár- magna bankann. Hér hefur orðið svakaleg hækkun á markaðs- vöxtum á stuttum tíma og það er stóra skýringin á þessu.“ Hann segir bankann hins vegar standa við skuldbindingar sínar varðandi eldri lánin. Friðrik segist vona að vaxtastig fái hér að lækka áður en langt um líður, þótt Seðlabankinn hafi látið að því liggja að vextir kynnu að hækka aftur fyrir áramót. „Bæði gætum við þá lækkað vexti aftur og tekið þessa ákvörðun nú til endurskoðunar, þannig að hún sé sértæk.“ Sértæk ákvörðun og afturkræf Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Einar Kristjánsson, framreiðslumaður sölumaður hjá RV Á til boði í nóv emb er 20 07 Serv íettu r, dú kar, d iskam ottu r, yfird úkar og k erti Til hátíðabrigða Í verslun RV að Réttarhálsi eru nú á tilboði ýmsar gerðir af servíettum, dúkum, diskamottum, yfirdúkum og kertum. Takmarkað magn er í boði af sumum jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær. Þjóðminjasafnið mun bjóða upp á leiðsögn á pólsku um grunn- sýningu sína á sunnudaginn. Tilefnið er þjóðhátíðardagur Póllands, sem er á sunnudaginn, 11. nóvember. „Það búa margir Pólverjar á Íslandi og við erum fjölmenningarsamfélag,“ segir Rúna K. Tetzschner, kynningar- stjóri safnsins. „Við viljum höfða til mismunandi hópa og stefnum á að gera meira af því að hafa leiðsögn á hinum ýmsu tungumál- um.“ Á grunnsýningunni er saga íslensku þjóðarinnar rakin frá landnámi og til dagsins í dag. Leiðsögn um sýningu á pólsku Tæplega 66 prósent Íslendinga telja nú æskilegra að nýta jarðvarma en fallvötn til virkjana. Það voru niðurstöður könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Orkuveitu Reykja- víkur. Hefur þeim sem vilja nýta jarðvarmann fjölgað um þriðjung á milli ára. Um 25 prósent aðspurðra töldu að jafn æskilegt væri að virkja fallvötn og jarðvarma. Rúm níu prósent töldu virkjun fallvatna æskilegri en innan við eitt prósent töldu báða kostina jafn óæskilega. Könnunin var gerð um síðustu mánaðamót og 800 manns um allt land svöruðu henni. Fleiri vilja jarð- varmavirkjanir Ný lestrar- könnun Capacent sýnir að Fréttablaðið heldur yfirburðastöðu sinni á íslenskum dagblaða- markaði. Meðallestur landsmanna mælist nú 62,1 prósent á hvert tölublað. Þetta er örlít- ið minni lestur en mældist í síðustu könnun, sem var fram- kvæmd í sumar. Þá lásu 63 prósent Íslend- inga Fréttablaðið, en munurinn er þó ekki marktækur. Mikil barátta er milli Morgun- blaðsins og 24 stunda um annað sæti á blaðamarkaðinum. Sam- kvæmt könnuninni situr Morgun- blaðið þar nú með 43,1 prósents lestur en 24 stundir er í þriðja sæti með 42,1 prósents lestur. Í síðustu könnun mældist Morgunblaðið með 44,4 prósenta lestur og 24 stundir, sem þá hét Blaðið, með 36,2 prósenta lestur. Sterk staða Fréttablaðsins á dagblaðamarkaði sést vel ef litið er til lesenda á aldrinum 18 til 49 ára. Meðallestur á hvert tölublað í þeim hópi mælist 63,4 prósent hjá Fréttablaðinu en 41,5 prósent hjá 24 stundum. Lestur Frétta- blaðsins umfram 24 stundir er því 53 prósent. Í sama aldurshópi er Morgunblaðið með 36,1 prósents lestur og er umframlestur Fréttablaðs í því tilfelli 76 prósent. Aðspurður um niðurstöður könn- unarinnar segir Ari Edwald, forstjóri 365, útgáfufélags Fréttablaðsins, að ánægjulegast við könnunina sé að hún staðfesti algera yfirburði Fréttablaðsins. „Að meðaltali sýn- ist mér Fréttablaðið hafa um 50 þúsund fleiri lesendur á dag en hin blöðin tvö, sem hafa svipaðan lestur. Þá er ég að tala um þá daga þegar þau koma út, en Fréttablaðið er eina dagblaðið sem er gefið út og dreift alla sjö daga vikunnar. Blaðið/24 stundir er að sækja í sig veðrið frá síðustu könnun, þótt Blaðið hafi að vísu staðið hærra í fyrrahaust.“ Ari bendir á að 24 stundir og Morgunblaðið berjist nú blóðugri baráttu um annað sætið á blaða- markaðnum. „Það verður fróðlegt að sjá hvort 24 stundir ná að leggja Morgunblaðið að velli í næstu könnunum.“ Könnun Capacent var gerð í síma og nær yfir tímabilið 8. ágúst til 31. október. Niðurstöð- urnar eru byggðar á svörum 2.588 manna á aldrinum 12 til 80 ára. Yfirburðir Fréttablaðsins Ný könnun Capacent á lestri dagblaða staðfestir sterka stöðu Fréttablaðsins á blaðamarkaði og mikla baráttu milli Morgunblaðsins og 24 stunda. Að meðaltali sýnist mér Fréttablaðið hafa um 50 þúsund fleiri lesendur á dag en hin blöðin tvö. Perla Rós Árnadóttir er fimm ára stelpa í Kópa- voginum sem veit fátt skemmtilegra en að vera í prinsessuleik en á þó ýmis önnur áhugamál, enda snjöll stelpa hér á ferð.„Mér finnst skemmtilegast að leika mér með dótið mitt en uppáhaldsdótið mitt er hjólið. Mér finnst gaman að fara í hjólatúr með mömmu og pabba en annars geymum við bara hjólið úti í geymslu,“ segir Perla Rós og þegar hún er spurð hvort hún sé ekki alltaf með hjálm á hjólinu svarar hún játandi á inn- soginu og bætir við alvarleg: „Maður er með hjálm svo maður meiði sig ekki á höfðinu og svo að haus- kúpan brotni ekki.“Næst snýr hafa gaman af að hamast í fótbolta og leika sér með bíla er Perla Rós líka mikil dama og þegar spurt er hvaða leikir henni finnist skemmtilegastir stendur ekki á svarinu: „Mömmó og prinsessuleikur,“ segir hún einlæg og bætir við: „Ég var einu sinni í prins- essubol og á alls konar prinsessudót.“ Prinsessuáhuginn er augljóslega mikill þar sem Perla Rós ætlar að verða Þyrnirós þegar hún verður stór. En ætlar hún þá bara að sofa og sofa? „Þyrnirós var ekki bara sofandi, hún svaf bara pínu og þegar hún vaknaði fór hún að leika sér með dótið sitt “ segir Perla Rós ákveðin. „Ef ég v myndi ég vilja eiga h Heba Þórisdóttir förðunar-sérfræðingur hefur verið valinbest í sínu fagi í Hollywood af bandaríska tískutímaritinu WWD-Beauty. Hún mun vinna með stórleikkonunni Scarlett Johansson við næstu tvær myndir hennar, He´s Just Not That Into You og The Spirit. Þetta verða sjötta og sjöunda myndin þar sem Heba starfar með Scarlett en frá því þær unnu saman fyrst viðkvikmyndina The Island hefurHeba farðað Scarlett í flestum hennar myndum. Fyrir þig og þá sem þér þykir vænt um Fylgir fréttablaðinu í dag bæklingur FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIRvinnuvélarMIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2007 Kornið skoriðKornskurðarvélum fjölgar ítakt við aukna kornrækt BLS. 7 Texasbúinn JackieBibby setti heimsmet á mánudagþegar hann sat fullklæddur í baðkari ásamt 87 skröltormum í 45 mínútur. Bibby sló með þessu fyrra heimsmet sem hann setti sjálfur með 75 skröltormum.Skröltormarnir liðuðust í kringum Bibby í baðkarinu enenginn beit hann. „Galdurinn er að vera grafkyrr. Snöggarhreyfingar hræða skröltorma. Ef maður hreyfir sig lúshægt og varlega virðist það ekki trufla þá.“ Veltan hér á uppboðsmarkaði með listaverk er meiri það sem af er ári en var allt árið í fyrra. Þó eru enn eftir tvö stór uppboð fyrir jól, annað hjá Gallerí Fold og hitt hjá Arnason & Andonov.Velta á uppboðum með listaverk nemur nú rúmum 146 milljónum króna. Í fyrra var heildarveltan 112milljónir. Tölurnar má lesa úr íslensku listaverkavísi-tölunni sem fyrirtækið Hansen og synir ehf. heldurutan um. Frá árinu 2005 hefur meðalverð seldra listaverka á uppboðum rokið upp. Í fyrra var meðalverð seldra verka á uppboðum 178.911 krónur. Það sem af er þessu ári er meðalverðið 345.361 krónur. Verkum í sölu fjölgaði líka töluvert í fyrra. „Með hækkandi verði koma fleiri verk í sölu, það helst dálítið í hendur.Umfangið á listaverkamarkaðnum hefur því aukist bæði í fjölda verka og krónutölu,“ segir Jóhann Ágúst Hansen listaverkasali sem á Hansen og syni ehf. Þá hefur verð á íslenskum verkum sem seld eru á uppboðum erlendis einnig hækkað verulega á árinu.Til dæmis var olíumyndin Hvítasunnudagur eftir Kjarval slegið íslenskum fjárfesti á rúmar fimmtán milljónir króna á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Danmörku í byrjun ársins. Samtónn, samtök allra rétthafa tónlistar á Íslandi, hefur lagt fram kæru gegn for-svarsmönnum Istorrent-vefjarins.Ástæðan er ólögleg dreifing á efni með hjálp síðunnar, segir GunnarGuðmundsson, framkvæmdastjórisamtakanna. „Við erum samtök sem stöndumvörð um rétt höfunda, flytjenda og framleiðenda, og þessi dreifing er í leyfisleysi,“ segir Gunnar. „Ef þú kaupir þér plötu úti í búð máttu búa til afrit fyrir sjálfan þig, í bústað-inn eða bílinn, en þú mátt ekki gera afrit til að senda öðrum í gegnum netið.“ Hann segist ekki vilja tjá sig um bótakröfur á þessu stigi. „Við vilj-um aðallega stöðva þessa starf-semi,“ segir hann. „Það eru gífur-lega margir höfundar sem koma hér að máli, það sést þegar maðurskoðar framboðið á síðunni.“Með hjálp Istorrent-vefjarins má nálgast efni eftir íslenska tónlist-arflytjendur á borð við Sprengju-höllina, Nýdönsk, Sálina hans Jóns míns og Megas. Vefinn nota yfir tuttugu og fimm þúsund manns.Arnþrúður Þórarinsdóttir, lög-fræðingur hjá lögreglunni á höfuð-borgarsvæðinu, segir að fleiri eneitt mál séu til umfjöllunar hjá þeim vegna Istorrent-vefjarins. Aðspurð hvort Samtónn hafi lagt fram kæru gat hún ekki staðfest það að svo stöddu. „Ég hef ekkert heyrt um þessa kæru,“ segir Svavar Lúthersson, framkvæmdastjóri Istorrent ehf.sem á og rekur samnefndan vef. Gunnar hjá Samtóni segist hafasent Svavari bréf þar sem hann er beðinn um að fjarlægja efnið af síð-unni en því hafi ekki verið sinnt.Sjálfur segist Svavar ekki kannast við að hafa fengið slíkt bréf. „Það væri ágætt ef þeir myndu fram-vegis reyna að hafa almennilegsamskipti við okkur.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.