Fréttablaðið - 08.11.2007, Síða 12
+ Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is
Sölutímabil: 8. til og með 11. nóvember
Ferðatímabil: 1. til og með 17. desember
Takmarkað sætaframboð.
Verð kr. 12.900
skráning á
www.stjornvisi.is
„Það er búið að
samþykkja nýbyggingu í sam-
ræmi við samþykktir og boltinn
er nú hjá eigendum lóðarinnar.
Þeir hafa tvö ár til þess að klára
bygginguna en verða að hefjast
handa innan árs annars ógildast
samþykktirnar,“ segir Magnús
Sædal Svavarsson, byggingafull-
trúi Reykjavíkurborgar, um stöðu
mála við Laugaveg 4 til 6.
Magnús segir of seint að grípa
inn í ferlið því þegar sé búið að
veita leyfi og ganga frá sam-
þykktum.
„Ef koma á í veg fyrir niðurrif
húsanna verður borgarsjóður að
öllum líkindum bótaskyldur.“
Til stendur að byggja hótel á
lóðinni og var sérstakur rýni-
hópur fenginn til þess að gefa álit
á tillögum að nýbyggingu.
„Valið fólk hefur legið yfir til-
lögunni svo að útlitið samræmist
götumyndinni og við teljum að
svo sé, annars færum við ekki út
í þetta,“ segir Magnús.
Svandís Svavarsdóttir, for-
maður skipulagsráðs, sagðist
nýlega vilja reyna allt til að
bjarga húsunum við Laugaveg 4
til 6. Niðurrif húsanna var sam-
þykkt í skipulagsráði í ágúst
síðastliðnum, áður en nýr meiri-
hluti tók við.
Vinstri græn og F-listi létu við
það tækifæri bóka að þau legðust
alfarið gegn niðurrifi húsanna,
þar sem um ein elstu hús borgar-
innar væri að ræða. Fulltrúar
Samfylkingarinnar sátu hjá við
afgreiðslu málsins þar sem ekki
var samþykkt að fara að fullu
eftir tilmælum rýnihópsins.
Of seint að grípa inn í ferlið
Grunnskólabörn ættu að
hreyfa sig á hverjum degi,
samkvæmt þingsályktunartillögu
Ellerts B. Schram, Samfylkingu,
og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur,
Sjálfstæðisflokki.
Þingmennirnir óska eftir því
við menntamálaráðherra að við
endurskoðun námskrár grunn-
skóla verði vægi íþrótta aukið og
börnum tryggð að minnsta kosti
ein hreyfistund á dag.
Segja þingmennirnir börn á
Íslandi hafa þyngst jafnt og þétt,
meðal annars vegna hreyfingar-
leysis. Þetta hafi skaðleg áhrif á
andlegt og líkamlegt heilsufar á
fullorðinsárum.
Grunnskólabörn
hreyfi sig meira
Læknar luku klukkan
hálffimm í gær 27 klukkustunda
aðgerð á tveggja ára indverskri
stúlku sem fæddist með fjóra
fótleggi og fjóra handleggi.
Aðgerðin þótti takast vonum
framar.
„Við erum þó ekki tilbúin að
fagna strax þar sem ástand
hennar verður alvarlegt næstu
48 til 72 tímana,“ sagði Sharan
Patil, sem leiddi teymi meira en
þrjátíu skurðlækna í aðgerðinni.
Stúlkan fæddist í þorpi á Ind-
landi og skírðu foreldrar hennar
hana Lakshimi eftir hindúagyðju
sem hefur fjóra handleggi.
Algengt er í afskekktum
héruðum á Indlandi að börn sem
fæðast vansköpuð séu talin endur-
holdgaðir guðir eða gyðjur. For-
eldrar Lakshimi sögðu marga
þorpsbúa telja dóttur þeirra
gyðju. Þau sögðust þó hafa þurft
að hafa hana í felum eftir að fjöl-
leikahús reyndi að kaupa hana.
Orsök vansköpunarinnar er sú
að upphaflega gekk móðirin með
tvíbura. Annað fóstrið hætti að
þroskast og þá tók hitt fóstrið
yfir útlimi og nokkur líffæri
hins. Fyrirséð var að aðgerðin
yrði afar hættuleg og vandasöm
þar sem mænur og taugar úr
báðum fóstrunum sameinuðust í
Lakshimi. Einnig þurfti að fjar-
lægja umframlíffæri.
Fæðing samvaxinna tvíbura er
afar sjaldgæf og gerist í einu af
hverjum 200.000 skiptum. Lífs-
líkur samvaxinna tvíbura eru á
milli fimm og 25 prósent, að því
er kemur fram á fréttavef BBC.
Læknar og foreldar Lakshimi
vonast til að hún eigi eftir að
læra að ganga. „Þessi stúlka á að
geta lifað jafn góðu lífi og hver
annar,“ sagði Patil.
Fjölleikahús reyndi
að kaupa stúlkuna