Fréttablaðið - 08.11.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 08.11.2007, Síða 28
[Hlutabréf] Peningaskápurinn ... Gengi hlutabréfa í finnska tryggingafélaginu Sampo lækk- aði um 1,6 prósent í gær, en félagið kynnti þá afkomu sína á þriðja ársfjórðungi. Sampo skil- aði sem nemur 16,4 milljarða króna hagnaði eftir skatta á tímabilinu, sem er fjórðungi minna en á sama tíma í fyrra. Frá áramótum hefur hagnað- ur félagsins hins vegar marg- faldast frá fyrra ári, eða um 360 prósent, samkvæmt Morgun- korni Glitnis í gær. Exista á tut- tugu prósenta hlut í félaginu. Greining Glitnis segir afkom- una í heild í takt við væntingar. Greiningardeild Landsbankans segir hins vegar hagnaðinn hafa verið níu prósentum undir meðalspá greinenda. Í kynningu Sampo á uppgjör- inu segir að þegar árið verði gert upp séu hins vegar allar líkur á að félagið nái markmiði um 17,5 prósenta arðsemi eigin fjár. Lækkun hjá Sampo SPRON skilaði 850 milljóna króna tapi á þriðja ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist SPRON um rúma sjö milljarða íslenskra króna. Fram kemur í fréttatilkynningu að tapið skýr- ist fyrst og fremst af hræringum á fjármálamörkuðum á undan- förnum mánuðum. Hagnaður af rekstri SPRON eftir skatta nam tæpum 9,3 millj- ónum króna á fyrstu níu mánuð- um ársins. Guðmundur Hauks- son, sparisjóðsstjóri SPRON, segir í tilkynningunni að afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins hafi verið umfram vænt- ingar. Arðsemi eigin fjár sé 41,6 prósent, langt yfir yfirlýstu markmiði SPRON um fimmtán prósenta arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli. SPRON tapaði 850 milljónum króna Gengi allra fjármálafyrir- tækjanna féll um rúm tvö prósentustig í Kauphöllinni í gær. Dýfan var í takti við sviptingar á alþjóðlegum mörkuðum í gær vegna versnandi framtíðarhorfa fjármálafyrirtækja. Úrvalsvísitalan lækkaði um tæp 3,4 prósent í gær en fór lægst niður um fjögur prósent, endaði í 7.290 stigum og hefur ekki verið lægri síðan um miðjan mars. Þetta er tíunda mesta lækkunin í Kauphöll- inni frá upphafi en vísitalan hefur lækkað um tæp átta prósent í vik- unni. Gengi bréfa í Icelandair féll mest, um 6,11 prósent, en á hæla þess komu fjármálafyrirtækin Straumur, Kaupþing, Exista og SPRON, sem fór niður í sitt lægsta gengi síðan viðskipti hófust með bréf í félaginu. Hin fjármálafélögin enduðu daginn heldur ekki vel því gengi nokkurra þeirra hefur ekki verið lægra síðan í byrjun árs. Greiningardeild Landsbankans bendir á það í Vegvísi sínum í gær að nokkrir þættir eigi þátt í þessari snörpu niðursveiflu sem sé dýpri en sú sem gekk yfir í byrjun ágúst. Þar vegi inn í óvissa um Kaupþing í kjölfar kaupa á NIBC og hátt skuldatryggingaálag sem bendi til að erlendir fjárfestar telji óvenju mikla áhættu felast í íslensku bönkunum. Hvað alþjóðamarkaðinn varðar spilar inn í aukinn ótti fjárfesta vegna lánakrísunnar vestanhafs frá í júlí og ýmsir óvissuþættir tengdum þarlendum fasteignalána- markaði sem hafi sett skarð í afkomu fjármálafyrirtækja víða um heim. Við bætist hátt olíuverð, sem stendur nálægt hundrað dölum á tunnu, samhliða afar lágu gengi Bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum, að mati greiningar- deildar Landsbankans. Mikil lækkun í Kauphöllinni Rekstrarhagnaður Marels á þriðja ársfjórðungi 2007 var 1,8 milljónir evra, eða um 155 milljónir króna. Það er álíka mikill rekstrarhagnað- ur og á sama tímabili í fyrra. Í uppgjöri Marels kemur fram að hlutabréf í hollenska fyrirtækinu Stork eru færð á reiknuðu mark- aðsvirði og koma fram í 6,7 millj- óna evra tapi á þriðja ársfjórðungi. Sala þriðja ársfjórðungs nam 66 milljónum evra samanborið við tæpar 58 milljónir í fyrra. Salan á tímabilinu jókst því um fimmtán prósent. Arðsemi eigin fjár Marels var um 2,4 prósent á fjórðungnum. Greiningadeildir bankanna spáðu Marel misjöfnu gengi. Lands- bankinn gerði ráð fyrir að félagið tapaði 4,5 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi, Kaupþing spáði 400 þúsund evra hagnaði og Glitnir taldi að Marel fengi 800 þúsund evrur í hagnað. Gengistap á Stork 15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7 Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.